Börn og menning - 01.04.2001, Side 24

Börn og menning - 01.04.2001, Side 24
BÖRN OG mENN|N6 Guðmundur Oddur Magnússon: Um myndsmíðakennslu við Listaháskóla íslands 2001 A undanförnum áratug hef égfengist við kennslu og umsjón með námi í grafiskri hönnun og ég hef tekið eftir stigvaxandi áhuga og eftirspurn eftir kennslu í myndlýsingum eða myndsmíðum hvort heldur við viljum kalla það. Þetta stafar einkum af því að ungt fólk sem alið er upp við tölvur kemst í myndvinnsluforrit - vill fara að vinna tölvugrafik, langar að skilja forritin til fullnustu en hefur ekki af ýmsum ástæðum lagt mikla rœkt við myndmennt og uppgötvar vanmátt sinn - forritið teiknar ekki sjálft. Eg hef líka tekið eftir því að þetta eru ekki samskonar nemendur og voru bekkjarfélagar mínir á sínum tíma. Þetta hefur vakið grunsemdir um að nýjar kynslóðir séu ólíkarþeim sem áður voru. I hverju felst munurinn? í bók sinni Neuromancer skrifar William Gibson um þessa kynslóð sem nú er kannski á þrítugsaldri. Hann nefnir hana „cyberpunks" - þetta er fyrsta kynslóðin sem alin er upp fyrir framan skjá og lyklaborð frá blautu barnsbeini - allavega frá þriggja ára aldri. Langflestir nota eingöngu leikjaformið fram að fermingu - hagnýt forrit hafa litla þýðingu á þessum aldri. En í leikjunum þróar unga fólkið djúpa tilfinningu fyrir stýrikerfum, dulkóðun/afkóðun, sýndarveruleika, fingrasetningu og lyklaborði. Langflestir þessara leikja ýta undir gelgjuskeiðsímyndunaraflið sem snýst oftast um baráttu hins góða við hið illa. Þó aldrei í nútímasviðsetningu heldur annaðhvort langt aftur í tímann - í líki seglskipa, kastala, dreka og riddararómantíkur - eða langt fram í tímann - í formi geimferða í öðrum stjörnukerfum. Upp úr gelgjunni vaknar svo myndsköpunarþráin hjá mörgum á nýjan hátt og þeir bestu sem fljóta með þessari þrá fara margir í alvöru myndlistarnám hvort heldur í hagnýtri eða frjálsri myndlist. Hér áður fyrr notuðu unglingar kannski bara blýant. Seinna var „gelgjuskeiðssúrrealisminn“ framkvæmdur með kúlu- pennum og feltpenna-tússi. Veggjakrot og úðabrúsalist náði svo fótfestu hér sem annarsstaðar. Myndvinnslu- forrit í tölvum áttu líka sitt bernskuskeið. Þau einkenndust af grófgerðri tröppugrafík - hétu Pixel- paint, Degas eða Macpaint svo dæmi séu tekin og voru með lága upplausn. Með öðrum orðum þóttu ekki flott fyrr en upplausnin var það há að „ljósmynda- raunveruleika" var náð. Þegar ungt fólk af þessari kynslóð stendur svo frammi fyrir alvöru-myndvinnsluforritum vandast málið. Margir með góða tölvuþekkingu komast í vanda • a Þorgeir F. Óðinsson nemi í 2. ári i grafiskri hönnun í LHÍ. 22

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.