Reginn - 13.08.1938, Side 1
1
í. árgangur
Siglufirði, laugardaginn 13. águst 1938.
7. tölublað
HH
w iw—íímw
Séra
B
prófessor
andsðist é Landakotsspííala 2. þ. m.
Lík hans verður fiutt hingað til Siglufjarðar rneð Dronning
Aiexandrine, er hingað kemur næsta miðvikudag. Darðarförin
er ákveðin fimmtudaginn 18. þ. m.
Þessa merka og bjóðkunna manns verður síðar mínnst
hér í blaðinu.
Framan af sumrinu var tíðarfar
umhleypingasamt hér á Norður-
landi, grasspretta fremur lítil, eink-
um á útengi, og fyrstu slægjur
hirtust illa. Veiðibrestur varð á
sild í júnímánuði og fyrripart júli-
mánaðar, voru því allar atvinnu-
horfur slæmar bæði til lands og
sjávar. Menn voru daprir og kviðu
yfirleitt framtíðinni.
Nú hefir allt þetta tekið breyt-
ingum. Veðurfar hefir verið hið
ákjósanlegasta um all-langt skeið,
spretta hefir tekið framförum, hey
hafa, að heita má, þurkast af Iján-
um og mesti landburður hefir ver-
ið af síld. Útlitið hefir farið batn-
andi með degi hverjum og menn
horfa vonbetri fram á veginn.
Það hefir allmjög borið á því,
hér í Siglufirði, að fólk á sumrum
hefir farið gálauslega með fé það
sem það hefir aflað sér. Mest hefir
það verið í sambandi við vínkaup.
Á þessu hefir ekki mikið borið enn
sem komið er, má það eflaust með-
fram þakka því, að atvinna hefir
undanfarið verið svo að segja sam-
anhangandi nótt og dag, og eigin-
lega enginn tími verið afgangs frá
vinnu og hvild.
Einnig má það vera, að óhugur
sá og kviði er lagðist yfir þjóðina,
meðan tvísýnt var um síldveiðina,
sé enn eigi með öllu horfinn og
leggi nokkrar hömlur á löngun
manna til eyðslu og sóunar. Enn
er eftir mikill hluti sumarsins, og
enginn Veit með vissu hvenær síld-
veiðin hættir og þá atvinnan um
leið.
Enn getur verið þriðja ástæðan
og er hún sú, að þjóðin yfirleitt
sé að vakna til meðvitundar um
það, hve heimskulegt og jafnvel
glæpsamlegt það er, að fleygja
burt fjármunum, öfluðum með
striti og súrum svita, fyrir eitrandi
og spillanöi nautnir, íyrir stundar-
gleði, — ef það er þá hægt að
kalla það svo, — sem iafnan hefir
í för með sér skaða, skömm, og
hjá öllum sæmilega vel hugsandi
mönnum sárt samvizkubit.
Hverjar sem ástæðurnar kunna
að vera, þá er þess óskandi, að
þetta surhar .verði öðrum undan-
förnum sumrdm betra þannig, að
minni drykkjuskapur verði hér og
þar af leiðandi ýms óregla, og
óþarfa eyðsla, en verið hefir.
Það ætti að vera kappsmál allra
Siglfirðinga að hrinda af bænum
þeim áburði og óhróðri, er þrásinnis
hefir verið á hann borinn, langt
fram yfir það sem rétt hefir verið,
en það geta þeir best gert með
þvi, að vera sjálfir fyrirmynd um
alla framkomu og gildir það jafnt
um alla, háa sem lága.
í haust mun verða birtur hér í
blaðinu samanburður á þessu sumri
og undanfarandi sumrum, hvað
drykkjuskap og óreglu snertir. Þess
er að óska og vænta, að sá sam-
anburður sýni aukna menningu og
siðferðisþroska.
H. 3.
r
ís og jöklar þekja þekja um 1/io
hluta af jarðarhnettinum. Það erum
15,2 miljónir ferkílómetra. Til sam-
anburðar má geta þess, að öll Evr-
ópa er ekki nema 10 miljónir fer-
kílómetra.
ísbreiðurnar eru, sem kunnugt er,
aðallega við heimskautin. Við Suð-
urheimskautið er ísbreiðan um 13
milj. ferkílómetra. Er ekki að