Reginn - 13.08.1938, Qupperneq 2
2
R E G I N N
Samband ísl. Samvinnufélaga
Sápuverksmiðjan SJÖFN, Akureyri.
Savon de Paris
er sápa hinna vandlátu.
Hvaða töfra-
meðal notar þú,
sem gerir hör-
undið svo yndis-
lega mjúkt og
fallegt ?
Það skal ég
segja þér. Ég er
hætt að nota
þessi svokölluðu
fegurðarmeðul,
en þvæ mér allt
af úr sápu, sem
heitir
SAVON
DE
PARIS
undra að svæði þetta er talið sem
sérstök heimsálfa.
ísbreiðan á Grænlandi, sem er
talin 1000—2000 metra þykk, er
nálægt því 2500 kílómetra löng og
er frá 500 til 1000 kilómetra breið.
Á Grænlandi er því vatnið, sem
er frosið í ísnum, 40 sinnum meira
en allt vatnsmagn í Norðursjónum
og Eystrasalti til samans. Ef allur
ís á Grænlandi þiðnaði, þá mund'i
yfirborð allra hafa á hnettinum
hækka um 8 metra.
í samanburði við ísmagn Græn-
lands virðist Vatnajökull, stærsti
jökull íslands, smávægilegur. Þó
er hann stærri en allir jöklar á
meginlandi Evrópu samanlagðir.
Mestir jöklar, aðrir enn þeir er
við heimskauíinliggja, eru í Kauka-
sus, Himalaya, Pamir, Kordillera-
fjöllunum og Alpafjöllunum.
Allir þessir jöklar eiga stórvægi-
legan þátt í gróðurmagni landa
þeirra er nálægt þeim liggja, þann-
ig, að ár þær, er undan þeim
spretta, flytja með sér leðju, sem
inniheldur ýms þau efni, sem hent-
ug eru fyrir gróðurinn, er því vatn-
inu úr ánum veitt víða yfir stór
landsvæði með löngum leiðslum og
er t. d. lengsta leiðslan af þessu
tæi í Sviss 26 kílómetrar. Einnig
eru víða byggðar vatnsuppistöður
við jökulárnar. Eru mörg af orku-
verunum í Sviss rekin með krafti
þeirra. Má þar íil nefna Grimsel
orkuverið í Sviss, sem framleiðir
120,000 hestöfl og er ársorkan
542,2 miljónir kílówattstunda.
Á þessu má sjá, að jöklarnir hafa
sína stórvægilegu þýðingu, bæði
að því er snertir gróður landanna
og orku þá, er árnar frá þeim gefa.
Er þó minnst notað af þeim krafti
er árnar hafa yfir að ráða. Sem
dæmi má nefna, að áín Amu-darja,
er kemur frá Pamirjöklunum, flytur
árlega út í Aralvatnið 60 miljónir
kubikmetra af vatni. Af þessu
vatnsmagni fer 90 af hundraði
ónotað í vaínið.
ísmagn það, er jöklarnir við ís-
höfin árlega flytja til sjávar, er
geysimikið. Lilliehöök-jökullinn á
Spitzbergen er 3000 metra breiður
þar sem hann fellur út í hafið.
Þessi jökull færist fram um 18—40
cm. á dag og flytur til sjávar 55
miljónirkúbikmetra af ís áári. Annar
jökull á Spitzbergen, Kingsjökullinn,
færist fram pm 8 metra á sólar-
hring og flytur til hafs 140 miljón-
ir kubikmetra af ís á ári. Kara-
jakjökullinn, sem kemur frá Græn-
Iandsísnum, færist 18 metra á sól-
arhring. Þessi jökull er 4000 metra
breiður ‘og er 600—700 metra á
þykkt að framan. Hve stór þau ís-
björg eru, sem af honum brotna,
má gera sér í hugarlund þegar at-
hugað er, að þegar þau falla í sjó-
inn rísa við það svo háar bylgjur,
að í 15 kílómetra fjarlægð verða
þær tveggja metra háar.
Jakobshavnjökullinn tekur þó áð-
urnefndum jöklum fram að því er
ísflutning til sjávar snertir. Hann
flytur 41 miljón kúbíkmetra á dag,
eða alls á ári 15.000.000.000 kúbik-
metra.
Mikið af þessu ísmagni flytja
hafstraumar suður á bóginn. Hve
langt suður ísbjörgin geta flutzt
má meðal annars sjá á því, að ís-
jakinn, sem Titanic rakst á árið
1912, þar sem 1490 menn fórust,
var á 46ý stigi norðlægrar breiddar
eða nær miðjarðarlínu en borgin
Buda-Pest.
Danskir
RÓMANAR
í miklu úrvali.
Hannes Jónasson.
Klaufaieg svör.
Umboðsmaður lífsábyrgðarfélags
eins hefir safnað saman sérkenni-
legum svörum, sem gefin hafa
verið við spurningum þeim, er svara
skal, þegar lífsábyrgð er keypt.
Flér fara á eftir nokkur sýnis-
horn:
Undirritaður vottar hér með að
hafa séð fótinn á Jensen og er þar
af leiðandi óvinnufær.
Barnið, Camilla Hansigne Frede-
riksen, er heilbrigt. Faðirinn er
óþekktur þar sem barnið er óskil-
getið.
Konan er aldrei heilbrigð svo
maðurinn tapar lystinni.
Faðir minn dó snögglega, en
það var ekkert alvarlegt.
Foreldrar hróðir míns dóu þegar
eg var lítið barn.
Úr hverju móðir mín dó veit eg
ekki, en eftir síðustu veikindi sín
fékk hún fullan bata.
Eg hefi aldrei haft neinn dauð-
legan sjúkdóm.