Reginn - 20.09.1952, Page 6
REGINN
6
STÓRSTÚKUÞINGIÐ 1952
Þing Stórstúku íslands, I.O.G.T., hófst í Reykja-
vík hinn 20. júní. Stórstúka íslands er nú 66 ára að
aldri og var þetta 52. þing hennar, því að fyrst 1
stað var þing ekki haldið nema annað hvort ár.
Hagur Góðtemplararegiunnar á Íslandi er með
svipuðum hætti og verið hefir. Hér eru nú starfandx
43 undirstúkur, 60 harnastúkur, 3 umdæmisstúikur
og 8 þingstúkur. Alls eru félagar Riegiunnar um
10.500.
Þingið var ekki jafn fjölsótt og oft hefir verið
áður, en þó voru þar um 80 fulltrúar, þegar flest
var.
Stórstúkan berst enn í bökkum f járhagslega, þv'i
að þótt rílkisstyrkurinn hafi heldur hækkað, vegur
hitt upp á móti hvað verðgildi peninga hefur rýrn-
að. Mundi margt vera ógert af því, sem koma þurfti
í framkvæmd, ef Reglan hefði ekki haft happdrætti
á árinu og fengið nokkrar tekjur af því. Er nú í
mörg horn að l'íta að styðja þau fyrirtæki, sem
Regian stendur að, svo sem sjómannastofur á fjór-
um stöðum á landinu, fangahjálp, blaðaútgáfu
o.s.frv. Dýrar húsbyggingar eru og hafnar eða
standa fyrir dyrum og má þar nefna hið veglega
hús Reglunnar í Vestmannaeyjum, sem nú er Ikomið
vel á veg, og höfuðstöðvar, sem reisa þarf í Reykja-
vík.
Áfengissala í landinu nam árið isem leið 66 millj-
ónum og 566 þús. króna og. er það rúmlega 5,6 millj.
meira heldur en árið 1949. Slíkur fjáraustur sýnir
glögglega, að þjóðin er hér á villigötum. En af þessu
leiðir fleira, til dæmis 3000 yfirsjónir unnar í ölæði
'i Reykjavík og 248 fangelsanir á Akureyri fyrir
ofurölvun. Skýrslur eru elkki til frá fleiri stöðum,
en kunnugt er að óspektir hafa orðið víða um land
vegna ölvunar og margar skemmtisamkomur farið
út um þúfur þess vegna. Hér er því sannarlega þörf
á að reyna að reisa rönd við þessum þjóðarósóma.
Var mikið um það rætt á þinginu hvernig þjóðin
ætti að hrinda af sér slíkri ómenningu og noklkrar
samþykktir gerðar í þá átt.
Annars var þingið stórtíðindalaust.
Séra Kristinn Stefánsson, sem verið hefir stór-
templar í samfleytt í 11 ár eða lengur en nokkur
annar fyrirrennari hans, gaf nú ekki Ikost á sér
lengur, og hefðu þó margir viljað fá hann til að
gegna því starfi framvegis. Var honum vel þakkað
hið langa og giftudrjúga starf. Hin nýja fram-
kvæmdanefnd, er þannig skipuð:
Stórtemplar Björn Magnússon háskólaprófessor.
Stórlkanzlari Brynleifur Tobiasson yfirkennari
Stórritari Jóhann 'Ögm. Oddsson
Stórvarat. Frú Sigþrúður Pétursdóttir
Stórgæzlumaður ungj., frú Þóra Jónsdóttir
Stórgjaldk., Jón Hafliðason, forstjóri
Stórgæzlum. löggj. Haraldur Norðdahl, tollvörður.
Stórfræðslustj., Hannes J. Magnússon, skólastjóri
Stórkapelán, séra Óskar J. Þorláksson, dómkirkju-
prestur.
Stórfregnritari, Árni Óla, blaðamaður.
Fyr-rv. stórtemplar er séra Kristinn Stefánsson.
Mælt var með Jóni Árnasyni prentara sem um-
boðsmanni Hátemplars.
Mnnzt látinna félaga.
Við hátíðlega athöfn var minnst þeirra stórstúku-
félaga, sem látizt höfðu á árinu, en þeir voru:
Ólafur Thordersen úr st. Daníelsher í Hafnarfirði.
Alexander Valent'inusson úr st. Einingin í Rvílk.
Frú Helga Tómasdóttir úr st. Dagsbrún á Isafirði.
Sigfús Sigurhjartarson fyrrv. alþingismaður úr
st. Framtíðin í Reykjavík. Sigfús hafði lengi verið
einn af helztu forustumönnum Reglunnar og hafði
átt sæti í framkvæmdanefnd Stórstúkunnar í 21 ár.
Heiðursfélagar.
Þingið kaus þessa heiðursfélaga Stórstúkunnar
fyrir langt og dyggilegt starf i þá-gu Reglimnar:
Runólf Runólfsson, verkamann í Reykjavilk.
Petreu Jóhannsdóttur í Ólafsfirði.
Viktoríu Guðmundsdóttur, kennara á Vatnsleysu-
strönd.
Jón Guðnason, fisksala 'í Reykjaviik
Hannes Jónasson, bóksala í Siglufirði.
Sigurð iÞorsteinsson, verzlunarmann í Reykjavík.
Hólmfríði Árnadóttur, kennara í Reykjav'ik.
Jón Hafliðason, forstjóra í Reyíkjavík.
Vigfús Guðbrandsson, klæðskerameistara í Rv'ík.
Þorstein Þor-steinsson, kaupmann í Reykjavík.
Guðmund Loftsson, fyrrv. bankastjóra í Rvík.
Samsæti.
Á sunnudagskvöldið bauð Þingstúka Reykjav'ikur
fulltrúum á Stórstúkuþinginu til samsætis og var
það haldið að veitingahúsinu Röðli. Var þar margt
um manninn og skemmtu menn sér við ræður, söng
og dans fram á nótt. Rílkti þar uppgerðarlaus o-g
heilbrigð glaðværð og þótti þetta hinn b-ezti mann-
fagnaður.
Samþykktir þingsms.
1. Stórstúkuþingið telur óhæfilega lítið framla-g rík-
isins til bindindisút-breiðslu o-g áfengisvarna og
skorar á framkvæmdanefnd sína að vinna að
því við ríkisstjórnina og Alþingi að hæklka það
-að miklum mun, svo að Stórstúkan geti haft er-
indreka og leiðbeiniendur, sem starfi að bindindis-
boðun -og bindindisfræð-slu árið um kring, svipað
og nú tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.