Reginn - 18.12.1975, Blaðsíða 2
2
R E G I N N
HERFERÐ GEGN FÍKNIEFNUM
ALLIR ERU ÁBYRGIR
Eitt af því, sem mestu
varðar í samfélögum nútím-
ans, er viðhorf manna til
fíkniefna.
Sú staðreynd blasir við,
að misnotkun fíkniefna veld-
ur nú mestum heilsufarsleg-
um vanda meðal margra
þjóða, næst hjartasjúkdóm-
um.
Misnotkun áfengis veldur
árlega margvíslegum slys-
um í umferðinni, erfiðleik-
um og harmi meðal einstakl-
inga og f jölskyldna, og miklu
fjárhagslegu tjóni, bæði fyr-
ir einstaklinga og samfélag-
ið í heild. Áfengisneyzla ung-
menna, — og einnig neyzla
annarra fíkniefna, — hefur
aukizt ískyggilega mikið hin
síðari ár og valdið ábyrgum
mönnum þungum áhyggjum.
Með tilliti til umfangs
þessa mikla vandamáls og
neikvæðrar þróunar síðustu
ára, hefur Stórþingið veitt
fé til herferðar um land allt,
til þess að draga úr neyzlu
áfengra drykkja og þá jafn-
framt tjóni af völdum þeirra.
Einnig er að sjálfsögðu
stefnt að því, að draga úr
neyzlu annarra fíkniefna.
Sérhver einstaklingur verð-
ur að gera sér glögga grein
fyrir þeim erfiðleikum og
því tjóni, sem hann getur
orðið fyrir, ef hann neytir
áfengra drykkja, og haga
sér í samræmi við það. —
Bindindisfélög og önnur
frjáls . félagasamtök verða
að halda áfram starfi sínu
með auknum áhuga og krafti
svo að sem allra flestir
sannfærist um, að áfengi og
önnur fíkniefni séu aðeins
til ills í samlífi og samskipt-
um manna. Yfirvöldin verða
að stuðla markvisst að því,
að koma í veg fyrir hætt-
una með aukinni fræðslu og
frítímastörfum, bæði fyrir
eldri sem yngri.
Herferð þessari er fyrst
og fremst beint til æskufólks
og foreldra. Á uppvaxtarár-
unum mótast viðhorfin, og
það er æskan, unga fólkið,
sem er í hættu öllum öðrum
fremur. En herferðin á einn-
ig erindi til allra manna, því
að hér erum við öll ábyrg.
Viðhorf okkar, hinna full-
orðnu, geta haft úrslitaáhrif
fyrir hina ungu.
! (Ávarp þetta var birt í
öllum dagblöðum og viku-
ritum Noregs í maí s. 1. Und-
ir það skrifa 12 þjóðkunnir
menn, þar á meðal forsætis-
ráðherrann, Trygve Bratteli,
og báðir þingforsetarnir).
Forseti Stórþingsins norska,
Guttorm Hansen, segir í
sama blaði (Fölket) :
„Ástæðan til hins aukna
viðnáms, sem nú fer fram
hér í Noregn gegn áfengis-
neyzlu, er hinn sívaxandi
vandi, erfiðleikar og tjón,
sem af henni leiðir um gjör-
valla Evrópu. Aukning áfeng
isneyzlunnar hefur leitt til
sífellt meiri og meiri of-
drykkju, fleiri harmleika í
einkalífi manna, vandræða á
vinnustöðum og félagslegra
erfiðleika af ýmsu tagi. Til
þess að fá viðurkennt það
aukna viðnám gegn fíkniefn-
um, sem nú er unnið að,
þarf að móta ný viðhorf,
sem viðurkenna stefnu okk-
ar. Gera þarf aukin átök og
beita nýrri tækni. í þeirri
baráttu verður að treysta
bæði á stofnanir ríkisins og
hin frjálsu félagasamtök.
Bindindisstarfið á ekkert
skylt við félagsform, sem
draga úr heilbrigðri lífsgleði,
eins og sumir klifa sífellt á.
Þvert á móti, — það miðar
markvisst að auknu menn-
ingarstarfi, — farsælla og
fegurra mannlífi."
Sigurður Gunnarssoa
Finnsk þingnefnd ræðir áfengismál
Nefnd, sem starfað hefur
:innan finnska þingsins og
fjallað um áfengismál, birti
um miðjan október tillögur
jsínar um skjótar aðgerðir
j gegn sívaxandi áf engis-
drykkju og afleiðingum henn
ar. Nefndin lagði til:
1) að áfengt öl verði ein-
ungis selt í áfengisverzlun-
um.
2) að hert verði ákvæði
um aldurstakmark til kaupa
á áfengi.
3) að áfengisauglýsingar
verði bannaðar.
‘ 4) að opnunartími áfeng-
isverzlana verði styttur.
| 5) að engin ný vínveitinga
hús verði opnuð.
i
Grels Teir ráðherra tók við
jtillögum nefndarinnar. Hann
; taldi margar hugmyndir
, nefndarinnar góðar og hélt
i því fram, að einhverjar
1 þeirra kæmu örugglega til
framkvæmda þegar í siað.
Neyzla áfengs öls hefur
fjórfaldast á örfáum árum
í Finnlandi og er misnotkun
þess einkum áberandi meðal
unglinga. Um það bil 20
sveitarfélög hafa bannað
sölu þess. Finnar líta alvar-
legum augum á ástandið og
innan ríkisstjórnarinnar er
rætt um aðgerðir til þess
að minnka áfengisneyzluna
og draga með því úr því
tjóni, sem hún veldur.
Hjartað og áfengið
Svo lengi sem hjartað slær,
heldur lífið áfram.. Þegar hjartað
gefst upp er lifinu lokið. í hjart-
að bætast aldrei fleiri frumur en
það hafði við fæðingu. Þess vegna
verðum við að varðveita það vel,
til að halda heilsu og lífi. Áfengið
skemmir vöðvafrumur hjartans. Á-
fengisneysla er því skaðleg fyrir
hjartað.
GLEÐILEG JÓL
Farsælt komandi ár
Þökk fyrir viðskiptin
BÓLSTURGEKÐIN
Haukur Jónasson
Gleðileg jól!
Farsœlt komandi ár!
Þökk fyrlr vlðskiptln
Bókaverzlun
Hannesar Jónassonar
Kristín Hannesdóttir
Barnast. Eyrarrós
nr. 68
óskar meðlimum sínum
og velunnurum
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsæls komandi árs
Sala á sígarettum
hefur minnkað
Framhald af 8. síðu
síðasta ár, eða úr 14.365.727
stk. í 14.145.571 stk.
Aftur á móti hefur selt
magn reyktóbaks aukizt úr
tæpum 44 lestum í rúmar 48
lestir fyrstu níu mánuði
þessa árs, miðað við sama
tímabil í fyrra.
TÖBAK FYRIR TVO
MILLJARÐA
I krónutölu hefur tóbaks-
sala aukizt um 683 milljónir
króna frá janúarbyrjun til
septemberloka á þessu ári,
miðað við sömu mánuði í
fyrra, eða úr 1.504.600.000
kr. 2.188.400.000 kr. 30. sept-
ember í ár.
Þess ber að geta í þessu
sambandi, að talsverð verð-
hækkun varð á tóbaki hjá
Áfengis- og tóbaksverzlun
ríkisins á þessu ári.