Reginn - 20.12.1977, Blaðsíða 4
4
R E G I N N
Landssambandið gegn, áíengisbölinu
— Um áfengismálastefnu —
1.
Maður er nefndur Nils Beje-
rot. Hann er Svíi, doktor í
læknisfræði og einn þektastur
vísindamaður veraldar á sviði
ransókna á neyslu áfengis og
annarra vímugjafa. Hann er
prófessor í félagslækningum
við Korólínsku stofnunina í
Stokkhólmi og ráðunautur lög-
reglunnar þar í borg varðandi
geðræn vandamál fanga. Hann
hefur ritað nokkrar bækur um
drykkjusýki og aðra fíkniefna-
sjúkdóma.
Á bindindisdegi, sem haldinn
var í Björgvin nú í haust, var
hann aðalræðumaðurinn. Þar
sagði hann m. a. að hömlur
væru nauðsynlegar til að hindra
útbreiðslu drykkjusýki og ann-
arra eiturefnasjúkdóma. „Ef
slakað er á hömlum, leiðir það
til aukinnar tíðni sjúkdóma,“
sagði hann.
Að vísu eru þetta ekki alveg
ný sannindi. Áfengismálavið-
horf áttunda áratugsins hafa
einkennst af þeirri staðreynd,
sem grundvallast á víðtækum
rannsóknum, að tjón af völd-
um áfengisneyslu stendur í
beinu sambandi við neyslu-
magnið. Er þá miðað við hrein-
an vínanda og gildir því einu,
hvort áfengisins er neytt í
formi sterkra drykkja, veikra
vína eða öls.
Áfengismálastefna flestra sið-
menntaðra þjóða tekur mið af
þessum sannindum. Jafnvel
Frakkar, sem drekka allraþjóða
mest, hafa komið á ýmiss kon-
ar hömlum síðustu árin og hef-
ur þeim tekist að minnka heild-
areyslu áfengis að mun. Og
næstfjölmennasta þjóð heims,
Indverjar, stefnir að banni og
virðist í því efni enginn munur
á stefnu stjómar og stjómar-
andstöðu. Bæði Gandhi og De-
sai telja það skipta öllu máli
fyrir framtíð indversku þjóðar-
innar, að takast megi aö koma
á áfengisbanni.
Nýjustu rannsóknir hafa leitt
í ljós, að sambandi milli heild-
arneyslu áfengis og tíðni
drykkjusýki er þannig varið,
að tala drykkjusjúklmga fjór-
faldast ef neyslan tvöfaldast.
Þrefaldist neyslan verða
drykkjusjúklingar níu sinnum
fleiri og fjórfaldist hún má
margfalda tölu drykkjusjúkra
með sextán. Þetta er einföld
regla, en niðurstöðurnar ugg-
vænlegar. Það stoðar sem sé
lítt að reisa drykkjumannahæli,
stofnsetja afvötnunarstöðvar,
auka fræðslu, senda drykkju-
menn vestur um haf, ef ekki er
jafnframt unnið að því að draga
úr áfengisneyslu þjóðarinnar.
I ljósi þessa má þá reikna
dæmið um ágóða eða tap sam-
félagsins af áfengissölu að
nýju: Aukum sölu þessa vímu-
efnis um helming og ríkið þarf
að sjá fyrir lækningu og end-
urhæfingu fjórum sinnum fleiri
drykkjusjúklinga. Og eru þá
ekki teknir með í dæmið ýmsir
mikilvægir þættir og fjárfrekir,
svo sem löggæsla, framfærsla
og vinnutap, — að ógleymdum
persónulegum hörmungum, sem
hvorki verða metnar til fjár né
tíundaðar.
2.
Tvennt er það einkum, sem
hefur áhrif á hversu mikil á-
fengisneysla þjóðar er: Annars
vegar viðhorf samfélagsins við
áfengisneyslu, hins vegar verð
áfengis og dreifingarhættir. —
Athugum þessa þætti örlitlu
nánar. Mjög er nú býsnast yf-
ir drykkju unglinga. En oftast
gleymist að minnast á það, að
j unglingarnir eru flestir aldir
|upp í andrúmslofti þar sem á-
! fengisneysla er talin nauðsyn-
! legur gleðigjafi. Svo langt er
jgengið að spurningin: „Varstu
aö skemmta þér?“ merkir í
vissum tilvikum: „Fékkstu þér
í staupinu?“ eða eitthvað í þá
áttina. — Allvíða munu börn
venjast því, að tíðum sé byrj-
jað á áfengisdrykkju í heima-
!húsum áður en haldið er á
I skemmtistað. Og svokallaðir
'barir virðast höfuðatriðið í ófá-
um samkomuhúsum, en hvorki
matsalir né dansgólf. — Flest
jbörn þrá mjög að teljast full-
j orðin. Þeim er eðlilegt að
herma eftir venjum fullorðins
jfólks og verða þá að sjálfsögðu
helst fyrir þær venjur, sem
^auðveldast er að temja sér, svo
sem tóbaksreykingar og áfeng-
isdrykkja. Því skyldum við leit-
ast við að líta atferli unglinga,
slæmt eða æskilegt, sem spegil-
inynd af sjálfum okkur, en var-
ast að slíta ungt fólk úr tengsl-
um við það samfélag, sem það
lifir og hrærist í. — Hitt er svo
annað mál hvaðan unglingun-
um kemur áfengi — og enn
annað, sem betur fer, að við
erum að þessu leyti, þ. e. hvað
snertir unglingadrykkju, betur
staddir en flestar Evrópuþjóðir
og miklu betur en margir
þeirra, þar á meðal Danir. —
Það er augljóst, að miklu skipt-
ir að svipta áfengið þeim dýrð-
arljóma, sem framleiðendur
þess og seljendur hafa sveipað
það í, oft og tíðum með lymsku
fullum brögðum. Það var ekki
ófyrirsynju að áfengislaganefnd
sem sænska þingið kaus og var
að störfum tæpan átatug (skil-
aði áliti 1974) setur fyrst og
fremst í niðurstöður sínar nauð-
syn þess að „avglorificera alko-
holen“, svipta áfengið dýrðar-
ljómanum.
3.
Það fer vart milli mála, að
tilganurinn með því að ríkið
eitc hafi lagaheimild til inn-
kaupa og sölu áfengis, er sá,
að leitast viö aö koma í veg
fyrir aö nokkur hafi persónu-
legan hagnaö af því ao sem
mest áfengi sé selt. Ljóst er af
rannsoKnum, sem tram hata
rarið erlendis, svo sem í Banda-
ríkjunum og Sovétríkjunum, að
ríki tapa á sölu áfengis og því
meira sem drukkið er, þeim
mun stórkostlegra verður þjóð-
hagslegt tap. Hérlendis eru þó
til aðiljar, sem fjárhagslegan
ábata hafa af dykkju annarra.
Það eru umboðsmenn erlendra
áfengisseljenda, vínveitinga-
menn og þjónar. Fátt virðist
auðveldara en að afnema um-
boðsmannakerfiö, hækka leyf-
isgjöld vínveitingastaða og
greiða þjónum föst laun, í stað
þess að leyfa þeim að selja á-
fengi eftir uppmælingataxta.
Þessa ágalla er mögulegt að
lagfæra án þess að breyta á-
fengislögunum, enda eru þeir
öndverðir anda þeirra laga. ís-
lensk áfengislöggjöf er að mínu
viti tiltölulega góð, betri en
löggjöf grannþjóða vorra, þar
sem ég þekki til. Höfuðgalli
áfengislaganna er ákvæðin um
veitingar áfengis utan sölu-
búða ÁTVR.
i Á hinn bóginn eru vissir
Iþættir áfengismála, sem ekki
1 er fjallað um í áfengislögum
og brýn þörf er á að breyta.
Nefni ég þar fyrst tollfríðindi
á áfengi sem ferðafólk, far-
menn og flugliðar njóta. Virð-
ist slíkt út í hött og vafasamt
réttlæti, ef gert er ráð fyrir að
tollfrjálst áfengi sé umtalsverð
hlunnindi. Hvers vegna á þá
fremur að ívilna þeim, sem efni
hafa á að fara landa á milli?
Og hvers vegna skyldu skip-
stjórar og flugstjórar hafa tæki-
færi til hagstæðari áfengis-
Æska, vertu sjálfri þér trú. Hafnaðu áfengi og tóbaki og fáðu pabba og mömmu til að gera það líka