Reginn - 20.12.1977, Page 5
R E G I N N
5
kaupa en til að mynda bílstjór-
ar? Þá virðist fráleitt — enda
í beinni andstöðu við anda á-
fengislaga — að leyfa fluglið-
um að flytja áfengt öl inn í
landið.
4.
Staðreynd er, að öll aukning
á íramboði áfengis, hvort held-
ur um er að ræöa sterka drykki
vín eöa öl, stuðlar aö aukinni
neyslu. Leyti ég mér ao nefna
þessi tvó dæmi: Fyrir síðari
heimsstyrjöld skar Holland sig
nokkuð úr öðrum löndum á
meginlanai Evrópu hvað
drykkjuvenjur snerti. Hollend-
ingar neyttu tiltölulega mikiis
at sterkum drykkjum, en lítils
bjórs og voru þar þó og eru
stór ölhituhús. Eftir styrjöld-
ina jukust samgöngur mjög og
skipti þjóða í milli. Efnahags-
bandalög voru stofnuð. Hol-
lendingar tóku smám saman
upp neysluvenjur annarra meg-
inlandsþjóða, einkum ölneyslu.
Sú breyting varð þó ekki til
að draga úr neyslu sterkra
drykkja, heldur bættist bjór-
neyslan við.
ítalir höfðu líka tamið sér
aðrar neysluvenjur en megin-
landsþjóðimar flestar. Þeir
neyttu að kalla eingöngu
léttra vína. Af svipuðum sök-
um og í Hollandi breyttust
neysluvenjur þeirra eftir stríð-
ið. Þeir juku neyslu öls og
sterkra drykkja. Og það fór
eins og í Hollandi. Neysla þess-
ara tegunda bættist við vín-
drykkjuna, en ekkert dró úr
henni.
Þó eru dæmin frá Norður-
löndum ef til vill ljósust hvað
þetta varðar. Svíar bönnuðu
framleiðslu og sölu milliöls í
sumar eftir tæps áratugar
reynslu af því. Og svo eru til
íslendingar, meira að segja al-
þingismenn, sem virðast álíta
að íslenskir unglingar séu dóm-
bærari á félagslegar og heilsu-
farslegar afleiðingar ölsölu og
öldrykkju en kjörnir fulltrúar
sænsku þjóðarinnar. Og höfðu
þeir síðarnefndu þó í höndun-
um niðurstöður rannsókna og
fyrir sjónum sér dæmin degin-
um ljósari.
5.
Ég hóf mál mitt á að vitna
í ummæli Nils Bejerot prófess-
ors um nauðsyn þess að beita
hömlum, ef takast á að hafa
í fullu tré við útbreiðslu
drykkjusýki. Prófessorinn sagði
enn fremur: „Það sem mestu
skiptir í þessu sambandi er
heildarneysla áfengis, viðhorf
almennings og venjur. Að vísu
eru fræðsla, mótun viðhorfa og
áróður mikilvæg vopn, en ég
hef meiri trú á aðgerðum sem
miða að því að gera mönnum
erfitt um vik að verða sér úti
um vímugjafa. Verðlagning er
einkar gott tæki til að koma
í veg fyrir útbreiðslu drykkju-
sýki og minnka tjón af völd-
um áfengisneyslu."
í þessu sambandi mætti
minna á, að um langan aldur
hefur verð áfengis ekki verið
jafnlágt og það er nú, bæði ef
miðað er við venjulegar nauð-
synjavörur og algengar sölu-
vörur veitingahúsa.
Bejerot lauk ræðu sinni með
því að geta þess, að hann vissi
þess ekki nokkurt dæmi, að
drykkjusjúklingur hefði getað
tamið sér hófdrykkju. Ef
drykkjusjúklingur ætti sér við-
reisnar von, væri hún fólgin í
því að neyta ekki áfengis.
Orð þessa þekkta vísinda-
manns eru enn ein ítrekun
þeirra sanninda, að gegn áfeng-
isböli er bindindi besta vörnin.
Ólafur Haukur Árnason
*
Heilinn og
áfengið
Mannsheilinn er mesta furðuverk
allra dásemda náttúrunnar og
margbrotnari öllum smiðum og
kerfum mannanna. I þessum þrem
pundum af hlaupkenndu efni eru
samanþjappaðar 10—12 þúsund
millj. taugafruma, sem starfa að
samræmingu og yfirstjórn lífshrær-
inganna. — Áfengið rýfur hið fin-
gerða jafnvægi heilastarfseminnar.
Stöðug notkun áfengis skemmir
og beinlínis eyðileggur heilafrum-
urnar. Áfengisneyzla er því skað-
leg fyrir heilann.
Minni hömSur á áfengisdreifingu
hafa áhrif tii hins verra
Hinn þekkti vísindamaður,
Kettil Bruun dósent, skýrði ný-
lega frá, að samkvæmt könn-
unum finnsku áfengisrannsókna
stofnunarinnar hefði ólögleg
og óskráð neysla áfengis auk-
ist í Finnlandi eftir fjölgun út-
sölu- og veitingastaða 1969.
Kemur það ekki heim og
saman við þá kenningu, að úr
ólöglegri neyslu dragi ef slak-
að sé á hömlum á áfengissölu.
Finnar tóku upp frjálslynda
stefnu í áfengismálum, sem
kallað er, árið 1969. Stefnt
skyldi að því á ýmsan hátt að
koma í veg fyrir skaðleg áhrif
áfengisnotkunar, en horfið var
frá því að reyna að draga úr
neyslu.
Niðurstöður kannana á af-
leiðingum breytinganna hafa
orðið til þess að víísindamenn
við fyrrnefnda stofnun hafa
snúið við blaðinu. Þeir taka nú
undir, að nauðsynlegt sé að
minnka heildameyslu áfengis,
enda sé beint samband milli
hennar og tjóns af völdum á-
fengis.
Eins og áður hefur verið
bent á, hafa vísindamenn sýnt
fram á, að tvöföldun neyslu
fylgir fjórföldun skaða (tjóns)
o. s. frv.
(Folket, 30. 9. 1977).
Hinn þekkti norski leikari og söngvari, Per Asplin, segir:
„BiNDSNDI á áfengi er besta
UMHVERFISVERNDIN"
Mikið er talað um náttúru-
og umhverfisvernd, að vernda
þurfi ísbirni, kópa og fjölda-
margt annað.
En er ekki kominn tími til
að hugsa um að vemda mann-
inn?“
Með þessum orðum skýrir
Per Asplin að nokkm ástæðu
þess, að hann hefur aldrei
bragðað áfengi.
Hann er e. t. v. þekktastur
almennt sem hinn spaugsami
maður, en þetta mál er ekki
meðal þeirra, sem hann spaug-
ar með.
„Notkun verkjataflna, svefn-
lyfja, valíums, tóbaks, áfengis
og annarra ávanaefna, er ugg-
vænleg. Mannslíkaminn er það
fullkomnasta í náttúrunni. —
Getum við leyft okkur að eyði-
leggja hann með alls kyns skað-
vænum efnum?“ spyr Per. —
j „Faðir minn vakti athygli mína
á, að mesta gleðin er fólgin í
að gleðja aðra. Mér hefur fund-
ist það verkefni mitt að leika
j undir er aðrir dansa. — Ánægja
mín hefur verið að fá fólk til
að skemmta sér. Sjái aðrir að
ég skemmti mér án áfengis,
gæti það orðið einhverjum for-
jdæmi.“
Per Asplin er félagi bama-
stúkunnar „Terje Vigen“ og
stúkunnar „Aftenstjernen" í
Tönsberg.
(NGR-nytt, 3, 1977).
RÖNG STEFNA
Hér á landi em mörg þúsund
áfengissjúklingar, sumir segja
sex þúsund en aðrir meira. En
þeir eru þó margfalt fleiri, sem
þjást vegna áfengisneyslu sinna
nánustu, allt frá börnum til
gamalmenna. Með réttu er þetta
kallað mesta böl þjóðarinnar.
í áfengismálum þjóðarinnar hef
ur jafnan verið haldið fram
rangri stefnu, er orðið hefur
ráðandi.
Þegar Spánarvín voru lög-
leidd, skyldi þjóðinni kennt að
drekka hóflega. Þegar leyfð var
jsala á sterkum drykkjum, átti
jað kenna fólki að stjórna sjálft
ídrykkju sinni. Þegar leyfð var
starfræksla vínveitingahúsa,
skyldi áfengismenningin halda
innreið sína á Islandi. En hver
er svo árangurinn? „Dagur“