Studia Islandica - 01.06.1964, Blaðsíða 10
8
97—98), flest hreinrituð af Ársæli Sigurðssyni kennara (sbr.
Mállýzkur I, bls. 8 og 141, og bls. 15 hér að aftan). Auk þessa voru
allmörg spjöld, en ekki eins kerfisbundin, um framburð fullorðins
fólks, og hefur hér minna verið við þau fengizt. Hvern þann, sem
undir framburðarpróf gekk, nefndi Björn „hljóðhafa“, og verður
það orð notað hér. Eitt spjald var fyrir hvern þeirra og þar skráð
öll þau atriði framburðar, sem hann var prófaður í. Getið var
nafns og heimilisfangs hvers um sig og spjöldunum raðað eftir
heimkynnum. Gerð spjaldanna má hér sjá á bls. 12—15.
Árið 1943, þegar framburðarkönnun lauk að mestu, var fjöldi
landsmanna 125.915 (við síðasta manntal, 1. des. 1963, 186.912).
Af þeim gengu sem sagt undir kerfisbundið framburðarpróf
6250 börn hvaðanæva af landinu, sem aðalspjaldskráin tekur til.
Það er liðlega tuttugasti hver íbúi, eða rúmlega fimm af hundr-
aði allra landsmanna, þeirra er þá voru uppi. Er þetta vafalaust
langmesta úrtak þjóðar, sem nokkru sinni hefur verið hljóð-
kannað, svo að rannsóknin er að því leyti einstök. Ber prófessor
Birni Guðfinnssyni virðing fyrir framtak sitt í þessum efnum,
ötulleik og einbeitni.
Heimspekideild samþykkti að beita sér fyrir því, að úr fram-
burðarspjaldskránni yrði unnið til fullnustu, og háskólaráð hét
styrk til starfsins. Var leitað til cand. mag. Ólafs M. Ólafssonar
menntaskólakennara, en formála sínum að Mállýzkum I lýkur dr.
Björn með því að þakka honum „mikla og margháttaða aðstoð
við mállýzkurannsóknirnar“ og segir: „Hefur hann lengst af
verið með mér í rannsóknarferðunum, og á betri samstarfsmann
og samferðamann varð ekki kosið.“ Fyrir tilmæli okkar kennar-
anna í íslenzkum fræðum við háskólann hófst Ólafur handa við
verkið, en lofaði engu um lyktir þess. Vann hann síðan að því um
þriggja ára skeið í sumarleyfum sínum. En þá tjáði hann mér,
að nú gæti hann ekki haldið verkinu áfram um ófyrirsjáanlegan
tíma. Við kusum þó að bíða enn um sinn og sjá, hvort ekki rættist
úr fyrr en á horfðist. Þegar svo varð ekki, var í samráði við Ólaf
fyrir tæpum fjórum árum leitað til cand. mag. Óskars Ó. Hall-
dórssonar kennaraskólakennara um að ljúka verkinu, og tók hann
það að sér. En báðir hafa þeir Ólafur og Óskar orðið að vinna
að þessu seinlega og vandasama verki í slitróttum tómstundum
frá annasömum embættum, aðallega í sumarleyfum. Skýrir þetta
allt dráttinn á útkomu ritsins. Þar varð nákvæmni að ganga