Studia Islandica - 01.06.1964, Blaðsíða 48
46
1 hljóðhafi í a. æ. af hv-svæðinu, í h. æ. af kv-svæðinu.
Óvíst er um uppruna þriggja hljóðhafa.
Yfirlit þetta sýnir, að þeir hljóðhafar, sem höfðu ókringda
hv-framburðinn að einhverju leyti, áttu ættir að rekja —
aðra eða báðar — til hv-svæðisins eða blendingssvæða.
Um blandaða framburðinn er þetta helzt að segja:
Af 314 blendingshljóðhöfum höfðu 293 k"v + -/"'-framburð.
Hinir (23) báru hv öðru hverju fram sem tvívaramælt,
óraddað kringt önghljóð. Virðist það stundum hafa líkzt
kringdu f-hljóði [f" J, en annars telur B. G. yfirleitt réttast
(í athugasemdum á framburðarspjöldum) að tákna hljóð
þetta með [<[>"'], og verður það því gert hér. Áðurnefndir
23 hljóðhafar skiptust þannig, að 17 höfðu khv + 4>"'-fram-
burð, en 4 báru ýmist fram [khv, <[>"] eða [%"']. Þeir voru
flestir ættaðir úr Reykjavík og af Suðvesturlandi, en nokkr-
ir úr öðrum landshlutum. Virðist <[>"-framburðurinn því ekki
svæðisbundinn. Má vera, að hér sé aðeins um ófullkomna
eða ,,ranga“ hljóðmyndun að ræða. Til þess bendir það, að
þessi hljóð komu einkum fyrir í lökustu deildum Reykja-
víkurskólanna, þar sem börnin voru illa læs.
Framburðurinn [kha:ð] hvað, kom einu sinni fyrir hjá
einum hljóðhafa (11 ára). Þessi hljóðhafi hafði að öðru leyti
/"' + X-framburð.
Hélztu niðurstöður.
hv-framburð höfðu............... 8,82%
kv-framburð höfðu............... 76,91%
Blandaðan framburð höfðu........ 14,27%.
Skólahverfi
Hafnarfjarðar
Hafnarfjörður.
Hljóð- hv-framb. kv-framb. Blandað-
hafar ./ /w + ^ khv urframb.
220 14 1 10 147 48
220 14 11 102 147 48