Studia Islandica - 01.06.1964, Blaðsíða 115
113
Skal nú vikið að framburði á flámælissvæðunum, en aðal-
svæði þess eru þrjú: Flámælissvæði Suðvesturlands, flá-
mælissvæði Norðurlands og flámælissvæði Austurlands.
Flámælissvæði Suðvesturlands.
Svæði þetta nær yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu, Hafn-
arfjörð, Reykjavík, Akranes og Borgarfjarðarsýslu. Tak-
mörk þess eru mjög óglögg. Að austan myndar Reykjanes-
fjallgarður aðaltakmörkin, en flámælið nær þó lítið eitt
austur í Árnessýslu, eins og áður er sýnt. Könnun fór ekki
fram í Selvogi, svo að ekki verður fullyrt um mállýzkumörk
við ströndina.
Að norðan hefur svæðið engin skýr takmörk. Hins vegar
var verulegur munur á heildarframburði í Borgarfjarðar-
sýslu og Mýrasýslu. Þess ber að gæta, að flámæli í Borgar-
firði reyndist allmisjafnt, og gætti þess sums staðar mjög
lítið. 1 Andakílshreppi kvað til að mynda minna að því en í
sumum hreppum norðan Hvítár. Mýrasýsla verður þó varla
talin til flámælissvæðisins, og þegar kemur í Hnappadals-
sýslu, er flámælið með öllu horfið.
Framburðaryfirlit. Á flámælissvæði því, sem hér um
ræðir, voru hljóðkönnuð 2979 börn alls. Voru heildarniður-
stöður um framburð þeirra sem hér segir:
Réttmælt voru.......... 1362 - eða 45,72%
Slappmælt voru......... 378 - eða 12,69%
Flámælt voru........... 1239 - eða 41,59%.
Tegxmdir hljóða. Á Suðvesturlandi komu fyrir allar teg-
undir flámælishljóða. Langtíðast var [j:], en þar næst [y:].
Mun minna bar á [e:] og [ö:], en sum börn höfðu þó [e:]
án þess, að þau væru hljóðvillt að öðru leyti. Fáein börn í
Reykjavík, Hafnarfirði, Gullbringu- og Kjósarsýslu (alls
24) voru flámælt á stuttum hljóðum, en þess varð ekki vart
á Akranesi né í Borgarf jarðarsýslu. Þessi börn voru undan-
tekningarlaust einnig flámælt á löngu hljóðunum, oftast öll-
8