Studia Islandica - 01.06.1964, Blaðsíða 81
79
Leiðvallarskólahverfi.
Hljóðkannaðir voru 11 hljóðhafar.
rl-, rn-framburð höfðu..... 0 - eða 0,00%
rdl-, rdn-framburð höfðu... 9 - eða 81,82%
Blandaðan framburð höfðu ... 2 - eða 18,18%.
I blandaða framburðinum var rdl-, rdn-framburður ríkj-
andi að öðru leyti en því, að rl-framburður kom fyrir á ör-
fáum orðum. dn-framburður kom fyrir hjá 10 hljóðhöfum,
en dl-framburðar varð ekki vart.
Álftaversskólahverfi.
Hljóðkannaðir voru 11 hljóðhafar.
rl-, rn-framburð höfðu..... 0 - eða 0,00%
rdl-, rdn-framburð höfðu... 8 - eða 72,73%
Blandaðan framburð höfðu ... 3 - eða 27,27%.
Hjá blendingshljóðhöfunum var rl-, rn-framburðurinn
mjög fátíður. dn-framburður kom fyrir hjá 9 hljóðhöfum,
en dl-framburðar varð ekki vart.
Víkurskólahverfi.
Hljóðkannaðir voru 13 hljóðhafar.
rl-, rn-framburð höfðu..... 0 - eða 0,00%
rdl-, rdn-framburð höfðu... 12 - eða 92,31%
Blandaðan framburð hafði ... 1 - eða 7,69%.
Hér kom dn-framburður fyrir hjá 10 hljóðhöfum, en dl-
framburðar varð ekki vart.
Reynis- og Deildarárskólahverfi.
Hljóðkannaðir voru 11 hljóðhafar.
rl-, rn-framburð höfðu....... 0 - eða 0,00%
rdl-, rdn-framburð höfðu..... 8 - eða 72,73%
Blandaðan framburð höfðu ... 3 - eða 27,27%.
Blendingshljóðhafarnir lásu allir með hreinum rdl-fram-
burði og höfðu rdn-framburð einnig að mestu leyti. dn-