Studia Islandica - 01.06.1964, Blaðsíða 20
18
inn hafa blandaðan framburð, sem hafði hvorn tveggja
framburðinn að meira eða minna leyti, miðað við áður-
greind hljóðasambönd í heild. Blöndunin er vitanlega á
marga vegu. Þannig höfðu sumir raddaða framburðinn æv-
inlega í sumum hljóðasamböndum, en óraddaða framburð-
inn í öðrum, en aðrir höfðu ýmist raddað hljóð eða óraddað
í sama sambandi o. s. frv.
Á eftir hverri framburðarskrá er fjallað sérstciklega um
sambandið ðk. Liggja til þess tvær orsakir. önnur er sú, að
af því eru til þrjú afbrigði: [ðk1' - ðg - þk]: blaðka [þlaðkha
-þlaðga-þlaþka]. Hin er önnur, að útbreiðsla hins radd-
aða framburðar þessa sambands er stórum meiri en nokk-
urs hinna. Er því hvarvetna tekið fram, hve margir hljóð-
hafar varðveiti raddaða framburðinn einungis í samband-
inu ðk.
I annan stað hefur sambandið It sérstöðu. Enginn hljóð-
hafi hafði hreinan lth-framburð, en þeir, sem höfðu raddaða
framburðinn að öðru leyti hreinan, báru ýmist fram [lth]
eða [Jt].1 í framburðarskránum eru því þeir, sem höfðu
lth + lt-framburð, taldir hafa raddaðan framburð, ef þeir
höfðu rödduðu hljóðin ein í öllum hinum samböndunum. 1
nokkrum sýslum og kaupstöðum á Norðurlandi er getið um
fjölda þeirra hljóðhafa, sem höfðu lth-framburð að einhverju
leyti, en þegar kemur í S.-Þingeyjarsýslu, vantar nákvæma
vitneskju um þetta atriði, og er þess því ekki getið í þeim
sýslum og kaupstöðum, sem síðar er f jallað um.
Mállýzkusvæði. Eins og skýrt kemur fram af framburð-
arskránum, er aðalsvæði raddaða framburðarins um austur-
hluta Norðurlands. Jafnframt er ljóst, að varla er unnt að
finna greinileg takmörk milli mállýzkusvæðanna, og verða
því engar markalínur dregnar hér. Þess verður þó að geta,
að þegar talað er um röddunarsvæði hér á eftir í sambandi
við uppruna hljóðhafa, er átt við sýslur og kaupstaði á svæð-
inu frá mörkum Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu að
1 Enn fremur ýmsir þeirra, er blandaðan framburð höfðu.