Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.09.1978, Blaðsíða 1

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.09.1978, Blaðsíða 1
STARFSMANNAFÉLAG RÍKISSTOFNANA ' XX. ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1978 6. TBL. | AF EFNI BLAÐSINS Mikilvægt nám- skeið SFR-manna Pistlar úr sögu SFR - bls. 2 SFR-mál fyrir samstarf snefnd BSRB og ríkis- ins - bls. 2-3 Sjúkraliðar fengu loks hækkanir - bls. 4-5 Kjarabaráttan - bls. 6 Lagakrókur - bls. 5 Leikhúsferðir í vetur - bls. 8 ***** Ljósmyndir ' Fel igs t:iðindum: Pétur öskarsson Námskeið fyrir trúnaðarmenn og annað áhugafólk innan Starfsmannafélags ríkisstofnana um félagsmál verður haldið fyrri hluta nóvembermánaðar í félagsmiðstöðinni við Grettisgötu. Til grundvallar verður lögð bókin "Vinnuréttur", sem kom út fyrir skömmu, og Gunnar Eydal, annar höfundur bókarinnar, verður leiðbeinandi. I þessari bók er fjallað um flest er varðar samskipti^ atvinnurekenda og starfsmanna. Bókin verður afhent á nám- skeiðinu þátttakendum til frambúðarvarðveislu og nota á vinnustað. Námskeiðið hefst 30. október næstkomandi og verður þá fjallað um eðli stéttarfélaga og starf, eðli kjarasamninga og mikilvægi kjaradeilna og um réttarágreining, mismunandi leiðir og baráttutaki. Næsti fundur verður 2. nóvember, og verður þar m.a. fjallað um trúnaðarmanninn, störf hans og mikilvægi. Þann dag verða verkefni unnin x hópvinnu, og næstu þrja daga námskeiðsins - 6., 8. og 9. nóvember - verða verkefni einnig unnin í hópvinnu að því er snertir réttindi og skyldur. Námskeiðið verður alla dagana kl. 17-19. Þátttöku á að tilkynna til skrifstofu SFR fyrir 25. október. TRÚNAÐARMENN. NAlN TENGSL OG UPPL?SINGA- STREYMI ER NAUÐSYNLEG TIL AÐ FORÐAST FYRRINGU OG FÉLAGSDOÐA. KJARABARATTA AN STUÐNINGS VEL UPPLÝSTRA FÉLAGSMANNA ER FYRIRFRAM DÆMD TIL AÐ MISTAKAST EÐA RENNA ÖT I SANDINN; LENGI MA GOTT BÆTA, FJÖLMENNUM TIL ÞATTTÖKU Ábyrgðarmaður: Umsjónarmaður: Afgreiðsla: Einar Ólafsson Elías Snæland Jór\sson Grettisgata 89

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.