Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.09.1978, Blaðsíða 2

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.09.1978, Blaðsíða 2
2 FÉLAGSTÍÐINDI Guðjón B. Baldvinsson PISTLAR ÚR SÖGUSFR Enn skal fraiíhaldiö frá- sögn um lengingu vinnu- tímans. FurÖulegt má telja aö "samræning" vinnu- tíma á öðrum fjórÖungi þessarar aldar skyldi fram- kvænd með þeim hætti, sem hár hefur veriö greint frá og skyldi takast jafnauö- veldlega og reyndin varö. En höldum nú áfram frásögn- inni: LeitaÖ álits lögfræöinga. Stjórnarfundur 26. maí 1950. Sex nættir kl. 17. Formaður skýrir frá að hann heföi átt tal við fv. hæstaróttardómara Einar Arnórsson, "lét hann í ljósi, að miklar líkur væru fyrir því aö ákvæöi þau, sem Alþingi setti í fjár- lögin ... fengju ekki staðist. Hafði hann góð orö um að láta félaginu í té skriflega álitsgjörð um málið". Á fundinn mættu nú full- trúar frá eftirtöldum fé- ■lögum. Frá F.Í.S. þeir Jón Kárason og Hafsteinn Þor- steinsson, frá Starfs- mannafélagi Ríkisútvarps- ins Baldur Pálmason og Þorsteinn Egilsson og frá Starfsm.fél. Sjúkrasamlags R-víkur, Hermann Guðbrands- son. Þessi fundur ákvaö aö svara fyrirspurn fjár- málaráöherra á þessa leið: "Þar sem félögin líta svo á aö ákvæöi þau, sem að framan greinir hafi ekki stjórnskipulegt gildi, þá sjá þau ekki ástæðu til aö gera neinar tillögur varö- andi fyrirhugaða framkvænd á lengdum vinnutíma". Samþykkt var einróma áskorun á BSRB að halda almennan fund launþega um þetta mál, eigi síðar en n.k. miðvikudag. ðskaöi fundurinn eftir því að bandalagið byöi á fundinn forstjórum ríkisfyrirtækja SFR-mál fyrir samstarfs- nefnd BSRB og ríkisins Varla er háö svo stríö aö ekki séu settar upp samninga- eöa sáttanefndir til þess aö fjalla um formlegar hliöar baráttunnar, að sjá til þess að aðilar vegi hver að öörum eftir ákveðnum reglum. Launabaráttan er ekkert sérstök að þessu leiti. Frá því aö starfsmenn ríkisins hófu afskipti af launamálum meö myndun formlegra samtaka hafa án efa samstarfsnefndir veriö starfandi með einum eða öörum hætti. Það form sem viö þekkjum nú var tekið upp eftir samningana 1976. Nefndin hefur síöan verið aðalvettvangur þeirra ágreiningsmála sem upp hafa komið milli aðila. Af hálfu Fjármálaráðuneytisins eru nú í nefndinni Þorsteinn Geirsson, skrifstofustjóri Fjármálaráöuneytisins og formaöur samninganefndar ríkisins og Baldur Möller, ráöuneytisstjóri í Dómsmálaráöuneytinu. Guðmundur Karl Jónsson, deildarstjóri launadeildar er ritari af hálfu ríkisins. Fyrir BSRB sitja x nefndinni formaður og varaformaður BSRB, Kristján Thorlasíus og Haraldur Steinþórsson og undirritaður er ritari. Eftirtalin mál frá Starfsmannafélagi ríkisstofnana hafa tferið lögö fyrir samstarfsnefnd á þessu ári (.‘”78); 1. Erindi vegna Gerðar G. Aradóttur, starfsmanns um árabil viö embætti Skattstjóra Austurlands. Gerður undirritaöi ráöningarsamning 20.03.'78 og Fjár- málaráðuneytið undirritar 9.05 . '78. Engu aö síður fær Gerður orlof sitt greitt meö orlofs- ávísun gegnum póstgíróstofuna eins og um lausráðinn starfsmann væri aö ræða. Ráðuneytið hefur synjaö um breytingar á því þar sem Gerður geti ekki talist fastráðinn ríkisstarfsmaður. BSRB telur, jafnvel þó svo að horft sé framhjá ráðningar- samningi, að Geröur falli undir aðalkjarasamning BSRB og ætti því aö fá greitt fast kaup í orlofi. Malió var lagt fram 27. júní s.l. ÞÓ aö einn fundur hafi verið haldinn síöan, hefur svar ekki borist frá ráðuneytinu. 2. Mál starfsmanns á Kleppsspítala, sem vann 14 daga af sumarleyfi sínu sumarið '77 (eftir 1. júlí), samkvænt beiöni yfirmanns. Óskaði eftir að fá það greitt meö yfirvinnukaupi skv. grein 4.7.2 í aöalkjarasamningi. Fékk það svar að ákvæði þeirrar greinar tækju ekki gildi fyrr en eftir 1. maí 1978. Eins og kunnugt er gildir aðalkjarasamningurinn frá 1. júlí '77, en um þetta atriði var í fyrsta sinn samið þá. Erindið var lagt fram 16. maí '78., Þrátt fyrir það að tveir fundir hafa veriö haldnir í nefndinni síðan, hefur ekkert svar komið frá ráðuneytinu. 3. Mál Amgunnar R. Jónsdóttur, gjaldkera hjá Innkaupa- stofnun ríkisins. Máliö snýst um það,að ráðningarsamningi Amgunnar var

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.