Víðförull - 06.03.1937, Side 7
-7-
VOR I HALLORMSSTAOASKÖGI.
Vorið er einhver skemmtilegasti hluti ársins. Þá taka
hlómin að springa út,og allt lifnar aftur. Komi maður í skóg að vor-
lagi,er eins og hver grein og hver runnur sé lifandi. Allt loftið ómar
af fjarðraþyt og fuglasöng. En aldrei hefi ég séð fegurra,en bjart og^
heiðskírt vorkvold í Hallormsstaðaskógi,sérstaklega fram við Lagarfljót.
Allt er hljótt,nema einstaka sínnum heyrist lágt fuglakvak. Það ríkir
djúp kyrrð yfir öllu,og fljótið liðast straumþungt og hljóðlega áfram.
Enn er rauður bjarmi á himninum,]pó að sólin sjáist ekki. Allt í einu
heyrist lágt kvak. Eg lít í áttina,sem hljóðið kom úr. Skammt frá er
nes,og fram á því er lágur runnur. Yfir runnann gægjast tvö áltfahöfuð.
Nú sé ég fuglana alveg. Þetta eru hjón með einn unga. Þau synda hljóð-
lega fram hjá. Öðru hvoru heyrist lágt kvak. Þau hverfa fyrir nes.
En ]pó eru þau ekki horfin með öllu,því að um leið og jþau syntu frarn
hjá,tók ég mynd af jþeim. Síðan fer ég aftur inn í hið mikla æfintýra-
fulla skógarþykkni,í stærsta skógi Islands.
(Islenzkur stíll eftir Stefán Snorrason).
SAMGÖNGUR.
Samgöngur hafa batnað mjög hér á landi hin síðari ár.
vegir hafa verið lagðir og ár brúaðar. Mörg_skip hafa verið byggð.
Islendingar eiga mokkur milliferðaskip og mörg smærri vélskip. ð/itar
hafa verið reistir með ströndum fram. Langir vegir hafa__verið lagðir
og þjóta nú bifreiðar eftir þeim. Margar brýrnar eru mjög stórar,eins
og t.d.Markarfljótsbrúin. Erlendis hafa samgöngurnar verið miklu stór-
stígari. Mætti t.d.nefna flugsamgöngurnar. Nú svífa stórar farþega-
flugvélar yfir úthöfin,með póst,farangur og farþega. Mörg flugfélög
hafa verið stofnuð eins og t.d.Luft-Hansa í Þýskalandi,Imperial Airweys
í Snglandi og Konunglega Hollenzka flugfélagið í Hollandi. Loftskipin
hafa einnig verið notuð í langferðir. "Hindenburg" og"Graf Zeppelin"
eru nú stærstu loftskipin. Næst er að minnast eimreiðarinnar. Nýtísku
hraðlestir ganga nú á milli margra borga. Hraðlestin sem gengur á
milli Berlxn og Breslau í Þýzkalandi hefir náð 205 km.hraða á klukku-
stund. Síðan 'straumlínu"- lagið var tekið í þjónustu samgangnanna,
hefir hraðinn á samgöngutækjunum aukist og margfaldast. Nú eru bæði
eimreiðir og bifreiðar byggðar með"straumlínu"-lagi. Á sjónum hafa
stórþjóðirnar keppst um að smíða stærstu skipin. Sem stendur eiga
Bretar og Frakkar stærstu skipin,sem sé "Queen Mary" og "Normandie".
Að hafa "bláa bandið",er það að vera methafi í siglingum yfir Atlants-
hafið til New York. Reglubundnar ferðir yfir Atlantshafið hófust ár-
ið 1840,með skipunum "Britannia" og "Columbia". Var það Samuel Cun-
ard sem hóf þær. Eftir honum er "Cunard"línan,sem nú heitir "Cunard-
White Star" eftir sameiningu við annað felag.nefnd. "Britannina"
silgdi frá Liverpool til New York á 14 dögum og 8 klukkustundum.
Fyrir 22 árum var enska skipið "Maurentania",stærsta og hraðskreið-
asta skip heimsins. Var það í mörg ár methafi í siglingahraða milli
Evrópu og Ameríku. Nú hefir það verið rifið. "Olympic" var stærsta
farþegaskip heimsins áður en "Queen Mary" og"Normandie" komu til
sögunnar. Á stríðsárunum flutti "Olympic" um 300 þús.hermenn frá
Ameríku til Evrópu.
Horður öskarsson.