Skákblaðið - 01.10.1936, Síða 6

Skákblaðið - 01.10.1936, Síða 6
18 SKAKBLAÐIÐ Lasker og' í öðru einvíg'i 1896 beið hann ennþá meir ósig'ur. Þetta hafði mjög mikil áhrif á Steinitz, sem var að eðlisfari viðkvæmur, og þegar á eftir veiktist hann al' þeim sjúkdómi, sem seinna varð honum að bana. En þó að heilsu hans væri svo hætt, þá tók hann þó samt þátt í skákþingum í Wien og Köln 1898 og London 1899. En skákir hans frá þessum þingum sýna ljóslega að hann var ekki vaxinn þeirri áreynslu, sem slík þing krefjast, hvorki á líkama né sál. Stuttu eftir þingið í London fór Steinitz aftur til New-York, en þá var heilsa hans svo farin, að hann varð að leggjast á geðveikraliæli og' dó þar 12. ágúst 1900. Taflmenska Steinitz var heilbrigð, vísindaleg' og stærðfræðileg, i rauninni varnarlegs eðlis, lagði ekki út i neitt sem ekki var skarplega hugsað og nákvæmlega útreiknað. Hann sóttist ekki eftir skjótum úrslitum, heldur varanlegu gildi stöðunnar. I opnum stöðum er alt skjótum breytingum undirorpið en i lok- uðum töflum eru óhreyfanleg peð varanlegu stöðueinkennin. Og það var einmitt rannsókn og skilningur þessarar stöðu- einkenna sem er aðal skákverk Steinitz og grundvöllur alls hins nýja skákstíls. SFÁNSKI LEIKURINN. Havanna 1892. Hvítt: Steinitz. Svart: Tschigorin. 1. e2—e4 e7—e5 2. Rgl—f3 Rh8—c6 3. Bfl—bo Rg8—fti Hin svonefnda Berlínarvörn við Spánska leiknum. Svartur hefur mótsókn á e t, í staðinn fyrir að hugsa um vörn á e5. Ef hvítur teflir spánska leik- inn með það fvrir augum, sem venjulegast er, að opna taflið sjer í vil með d2—d4, þá er auðsætt að 4. d2—d3 er ekki rjetta áframhaldið hjá hvítum. Um 4. Rbl—c3 er heldur ekki að gera, þar eð svartur getur með Bf8—b4 haldið mótsókn- inni á e4 áfarm og að lokum neitt hvítan til að láta sér næg'ja varnarleikinn d2 d3. Með 4. Ddl—e2 er heldur ekki hægt að mæla, ef hvítur vill leika d2—d4, því að þá missist eitt vald af reitnum d4. Nei, ef hvitur vill fá opið spánskt tafl með d2—d4, þá valdar hann fyrst peðið óbeint

x

Skákblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.