Skákblaðið - 01.10.1936, Blaðsíða 24

Skákblaðið - 01.10.1936, Blaðsíða 24
36 SKÁKBLAÐIÐ og læra af honum eftir því sem unt er. h>kki veitir af undir skák- þingið í Stokkhólmi að sumri. Skákblaðið hefir að ýmsu breytt frá því sem áður var. Skák- þrautirnar eru nú prentaðar með fallegra og minna letri en áður, eru því 12 á síðu i stað 4 áður. Þegar blaðið er lítið verður að koma sem mestu fyrir, svo kaupendur fái meir en örfáar skákir. Af þeirri ástæðu eru mörg töflin án athugasemda og skákmyndir í prentuðum skákum feldar niður. Munið að senda Skákblaðinu fréttir frá félagi ykkar. Brýnið Jiað fyrir öllum, að liezla skemtunin á fámennu heimili, er að tefla skák. Mætið vel á æfingum félags ykkar í vetur. Með því eflið þið liezt félagið, skemtið vkkur og öðrum og verðið betri og sterkari tafhnenn. í þennan dálk tekur Skákblaðið á móti stultum athuga- semdum eða greinum til leiðbeiningar um það, er varðar skák og skákiðkendur. Gerið ykkur far um að útbreiða Skáklilaðið og útvega því sem flesta kaupendur. Með því eflið þið skáklist á landi hér og þar með möguleika vðar sjálfs, sem góðs skákmanns, er verði sendur utan, sjálfum sér og þjóðinni til heiðurs. Eftirleiðis flytur hlaðið lista með nöfnum þeirra, er senda réttar ráðningar á skákþrautunum. í skákþrautunum nú eru þessar prentvillur nr. 33 hvítur H á c4 á að vera riddari, nr. 34, hvítur R aö á að vera hrókur og í nr. 58 á að vera Hf4 (í stað peðs) og peð g4. Pétur Zophoniasson.

x

Skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.