Skákblaðið - 01.10.1936, Blaðsíða 33
SKÁKBLAÐIÐ
45
TAFLTÍÐINDI
REYKJAVÍK
Á skákþingi Reykjavíkur 1936 tefldu 4 í meistaraflokki,
efstir urðu Baldur Möller og Jón Guðmundsson, hvor með 4V2
vinning. Steingrímur Guðmundsson fékk 3 vinninga. í fyrsta
flokki voru 7 þátttakendur, efstir urðu Benedikt Jóhannesson
og Sig. Halldórsson, hvor með 5 vinninga, en síðan Ingimundur
Guðmundsson og Kristján Sylveríusson, hver með 3 vinninga.
í öðrum flokki voru 10 þátttakendur. Efstir urðu Björn Björns-
son og Jón B. Helgason, hvor með 7'/2 vinning, þá Guðm. Guð-
mundsson og Valgeir Sigurðsson, hvor með 6 vinninga. í stjórn
Taflfélags Reykjavíkur eru Björn Björnsson formaður, Baldur
Möller ritari og Sigurður Jafetsson gjaldkeri.
AKUREYRI
Skákþing Norðlendinga stóð á Akureyri 8.—14. april. Gekkst
Skákfclag Akureyrar fvrir því, og sá aðkomnum keppendum fyrir
ókeypis verustað meðan þingið stóð. í fyrsta flokki voru 8 kepp-
endur. Efstir í 1. flokki urðu Haukur Snorrason með 6 vinninga.
Gustav A. Ágústsson með 5 vinninga og Guðbjartur Vigfússon
með 5 vinninga. I öðrum flokki voru 7 þátttakendur. Efstir Júl-
íus Bogason 6 vinninga, Adolf Ingimarsson og Johann Möller
fengu 3Ví> vinning.
HAFNARFJÖRÐUR
í byrjun nóvember í fyrra, fór fram haustmót í félaginu,
urðu þá efstir i 1. flokki Ásgrimur Ágústsson, í 2. flokki Her-
mann Þórðarson og Bergsteinn Björnsson og í 3. flokki Guð-
mundur V. Einarsson. Skákmót Hafnarfjarðar hófst 24. jan-
úar og var teflt í 3 flokkum. I 1. flokki varu 4 þáttakendur, As-
grímur Ágústsson 2y2, Sig. F. Sigurðsson 1 ’/2, Aðalsteinn Knúts-
son 1, Ágúst Pálmason 1. í 2. flokki voru 5. Efstir llelgi Ivristjáns-
son og Hermann Þórðarson, hvor með 3 vinninga. í 3. tlokki
voru þrír, efstur Jón P. Ágústsson.
í stjórn félagsins eru Hermundur Þórðarson form., Berg-
steinn Björnsson ritari og Ágúst Pálmason gjaldkeri. ‘23. nóv.