Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.1991, Blaðsíða 6

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.1991, Blaðsíða 6
6 __________________Q Félagstíðindi SFR J______ Þetta þarftu að vita... Ur lögum SFR um kosningar og aðalfund 11. gr. Trúnaðarmannaráði er skylt að gera tillögu um stjórnarmenn og þurfa engin meðmæli að fylgja. Tillaga trúnaðarmanna- ráðs skal liggja fyrir a.m.k. 25 dögum fyrir aðalfund þegar stjórn er kosin. Heimilt er 50 eða fleiri félagsmönnum að gera til- lögur um einn eða fleiri stjórnarmenn. Skulu þær vera skriflegar og berast stjórn félagsins a.m.k. 25 dögum fyrir aðalfund. Öllum tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um. 13. gr. Aðalfund skal halda fyrir lok marsmánaðar ár hvert. Dagskrá aðalfundar: 1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemi félags- ins á síðastliðnu ári. 2. Lagðir fram til úr- skurðar endurskoðaðir reikn- ingar félagsins fyrir síðast- liðið ár. 3. Tekin ákvörðun um til- lögur til lagabreytinga. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosnir tveir endur- skoðendur félagsreikninga og jafnmargir til vara. 6. Kosnir fimm menn í kjörstjóm og jafnmargir til vara. 7. Akveðið árgjald fé- lagsmanna og skipting þess milli sjóða. 8. Samþykkt fjárhagsá- ætlun næsta árs. 9. Önnur mál svo sem á almennum fundum. 15. gr. Stjórn félagsins lætur gera kjörskrá um alla félags- menn er atkvæðisréttar njóta, sbr. 6. gr. (þar er tekið fram að félagsmenn á aukaskrá hafa ekki atkvæðisrétt í kosn- ingum fyrr en þeir hafa greitt félagsgjöld, sem þeir skulda, eða sótt um inntöku í félag- ið), og skal hún liggja frammi í skrifstofu félagsins frá því að aðalfundur er aug- lýstur. Allar kærur út af kjörskrá skal kjörstjórn úrskurða. Kærufrestur rennur út sólar- hring fyrir aðalfund. I kjörskrá skulu skráðar upplýsingar um nafnnúmer, heimilisfang, fæðingardag og fæðingarár félagsmanna. 16. gr. Félagsmenn hafa frjálst val að kjósa þá menn, sem í kjöri eru, og skulu þeir gera það á þann hátt að setja kross fyrir framan nafn þess er þeir kjósa. Öll önnur merki eða áritanir ó- gilda kjörseðilinn. Sé ekki kosin rétt tala stjórnarmanna í einhverj- um hluta kjörseðils er hann ógildur að því er þann hluta varðar.Kjörstjórn sker úr um gildi vafaat- kvæða. 17. gr. Aður en aðalfundur hefst skal merkt við hvern fundar- mann í kjörskrá og jafnframt fær hann afhentan kjörseðil er nota á við stjórnarkjör. Ber hann alla ábyrgð á vörslu hans og er óheimilt að af- henda hann öðrum en starfs- mönnum kjörstjórnar að lok- inni kosninu. Hafi fundar- maður kosið utan fundar skal það atkvæði hans ónýtt um leið og hann fær kjörseðil af- hentan. Hverfi fundarmaður af fundi skal hann afhenda kjör- stjórn kjörseðilinn og fær hann ekki afhentan öðru sinni. Þessa afhendingu skal kjörstjórn skrásetja. Skömmu áður en kosn- ing hefst skal fundarstað lokað og á enginn félags- maður rétt til inngöngu meðan á kosningu stendur. Kjörstjórn getur krafist persónuskilríkja af þeim er óska að njóta kosningaréttar. 18. gr. Félagsmenn, sem eru bú- settir í Reykjavík, Mosfells- hreppi, Kópavogskaupstað, Garðabæ, Hafnarfirði, Bessa- staðahreppi eða á Seltjamar- nesi og bundnir eru við vöku- vinnu á aðalfundartíma, geta á þeim tíma sem kjörstjórn á- kveður greitt atkvæði á skrif- stofu félagsins eða á öðrum þeim stað sem kjörstjóm á- kveður fyrir utanfundarkosn- ingu. Skal utanfundarkosn- ing í Reykjavík standa yfir í tvo daga, rninnst 12 klukku- stundir en mest 20 og vera lokið fyrir aðalfund. Þar sem vinnuvökur eru skulu trúnað- armenn hafa lagt fram vinnu- skrá aðalfundardags fyrir stjórn og kjörstjórn a.m.k. viku fyrir aðalfund og fær enginn að kjósa utan fundar nema vinnutími hans falli að einhverju leyti á fundartíma. (Hliðstæð regla gildir um fólk sem sent er til vinnu utan Reykjavíkursvæðisins á fundartímanum.) 19. gr. Þeim félagsmönnum, sem annafs staðar eru búsett- ir en segir í 18. gr., skal kjör- stjórn senda kjörgögn. Við frágang kjörgagna skal hafa hliðsjón af því sem tíðkast við utankjörfundarkosningu tii alþingis. Kosning utan Reykjavíkur og nágrennis skal standa yfir a.m.k. 15 daga og skal henni lokið fyrir aðalfund. Atkvæði sem ber- ast kjörstjóm að þeim tíma liðnum skulu ógild. 20. gr. Kjörstjórn ákveður hvar og hvenær talning atkvæða skal fara fram. Frambjóðend- ur við formannskjör eða um- boðsmenn þeirra mega vera viðstaddir talningu. 26. gr. Kjör fulltrúa á þing BSRB skal fara fram á fé- lagsfundi. Gilda hliðstæðar reglur um tillögur og við stjórnarkjör og ennfremur um utanfundarkosningu. Nöfnum frambjóðenda, aðalmanna og varamanna skal hvorum um sig raðað í stafrófsröð á kjörseðil og skal tilgreina vinnustað þeirra. Teljast þeir réttkjörnir sem flest atkvæði fá af hvor- um um sig, aðalmönnum og varamönnum. Verði atkvæði jöfn ræður hlutkesti úrslitum. Neðanmáls á kjörseðli skal tilgreina hve marga aðal- og varafulltrúa ber að kjósa og er kjörseðill ógild- ur ef merkt er við fleiri nöfn. FÉLAGSTÍÐINDI Starfsmannafélags ríkisstofnana SFR er stofnað 17. nóvember 1939 Skrifstofa þess er á Grettisgötu 89, 105 Reykjavík Opið: 9.00-17.00 - Sími: 91 -629644 Ábyrgðarmaður Félagstíðinda: Sigríður Kristinsdóttir Umsjónarmaður: Árni Stefán Jónsson Ljósmyndir: Pétur Óskarsson Prentun: Prentsmiðja Guðjóns Ó

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.