Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.07.1991, Blaðsíða 5

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.07.1991, Blaðsíða 5
5 _____________________Q Félagstíðindi SFR j_________ Skilmálar slysatryggingar ríkisstarfs- manna vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir utan starfs 1. grein. Skilmálar slysa- tryggingar ríkisstarfsmanna. 1. Skilmálar slysatrygg- ingar ríkisstarfsmanna skv. kjarasamningum og öðrum hliðstæðum kjaraákvörðunum, sem teknar eru lögum sam- kvæmt, eru tvenns konar. Ann- ars vegar skilmálar þessir sem gilda um slys sem starfsmaður verður fyrir utan starfs síns í skilningi 4. gr. reglna þessara. Hins vegar skilmálar sem gilda um slys sem starfsmaður verður fyrir í starfinu og gilda sérstakar reglur, sem settar eru samhliða reglum þessum, um skilmála slysatryggingar ríkis- starfsmanna skv. kjarasamn- ingum vegna slysa sem starfs- menn verða fyrir í starfi. 2. grein. Almenn ákvæði. 1. Starfsmenn þeir, sem 3. gr. reglna þessara tekur til, eru slysatryggðir fyrir dauða eða varanlegri örorku. Trygging þessi er í eigin áhættu ríkis- sjóðs. 2. Um trygginguna gilda lög nr. 20 frá 8. mars 1954 um vátryggingarsamninga þegar ekki er vikið frá þeim í reglum þessum. 3.1 reglum þessum merkir hugtakið „vátryggður” þann sem kröfu á um greiðslu bóta er til hennar kemur og orða- sambandið „sá sem tryggður er” merkir þann einstakling sem ríkissjóður ber áhættuna af að slasist. 3. grein. Hverjir eru tryggðir? 1. Slysatryggðir skv. regl- um þessum eru fastir og laus- ráðnir starfsmenn ríkisins sem ráðnir eru með a.m.k. eins mánaðar uppsagnarfresti, enda verði starf þeirra talið aðal- starf, og sem eru félagar í stétt- arfélagi er gert hefur kjara- samning við fjármálaráðherra samkvæmt ákvæðum laga nr. 94 frá 31. desember 1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, enda taki samn- ingurinn til starfsmannsins og í samningnum sé ákvæði um slysatryggingu í samræmi við reglur þessar. 2. Einnig eru tryggðir skv. reglum þessum þeir starfs- menn ríkisins sem taka laun eftir ákvörðun fjármálaráð- herra skv. 5. tölulið 1. gr. og 2. málsgrein 7. gr. laga nr. 94 árið 1986 og skv. lögum nr. 92 frá 31. desember 1986 um kjara- dóm, eftir því sem við getur átt enda sé þar kveðið á um slysa- tryggingu í samræmi við regl- ur þessar. 3. Tryggingin gildir á sama hátt fyrir starfsmenn sjálfs- eignarstofnana ef öll eftir- greind skilyrði eru uppfyllt: 3.1. Að fjármálaráðherra fari með samningsrétt fyrir stofnunina skv. 2. gr. laga nr. 94 frá 1986; 3.2 Að rekstrarkostnaður stofnunarinnar sé greiddur af ríkissjóði; 3.3. Að Iaunaskrifstofa ríkisins annist launagreiðslur; 3.4 Að út frá því sé gengið við fjárveitingar alþingis til stofnunarínnar að slysatrygg- ingar starfsmanna verði í eigin áhættu ríkissjóðs. 4. Slysatrygging skv. regl- um þessum tekur þó ekki til starfsmanna er falla undir á- kvæði 1 .-3. málsgreinar ef við- komandi stofnun kaupir trygg- ingu vegna þeirra og trygging- in bætir dauða eða varanlega örorku. 4. grein. Gildissvið. 1. Trygging skv. reglum þessum tekur til slysa sem sá sem tryggður er verður fyrir utan starfs síns, þ.m.t. á út- kallsvakt, í veikindafjarvistum og í orlofi. Tryggingin gildir einnig í námsleyfi og launa- lausu leyfi allt að 6 mánuðum nema starfsmaðurinn taki á tímabilinu launað starf hjá öðrum vinnuveitanda eða stundi eigin atvinnurekstur. Dveljist sá sem tryggður er samfellt erlendis í þrjá mánuði fellur trygging skv. reglum þessum úr gildi nema í þeim tilvikum að starfsstöð starfs- mannsins er erlendis. 2. Bætur greiðast því að- eins að slysið sé bein og eina orsök þess að sá sem tryggður er deyr eða missir varanlega starfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. Orðið slys merkir hér skyndilegan utanaðkom- andi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem tryggður er og gerist sannan- lega án vilja hans. 5. grein. Gildistími. 1. Trygging skv. reglum þessum tekur gildi frá þeim tíma er tryggingarskyldur launþegi skv. 3. gr. hefur störf hjá rfki eða ríkisstofnun en fellur úr gildi um leið og hann hættir störfum. 6. grein. Aldurstakmörk. 1. Trygging skv. reglum þessum fellur úr gildi í lok þess mánaðar er sá sem tryggður er lætur af starfi skv. 13. gr. laga nr. 38 frá 14. aprfl 1954 og hefur töku eftirlauna eða nær 70 ára aldri. 2. Börn yngri en 16 ára eru ekki vátryggð fyrir hærri dán- arbótum en sem nemur venju- legum útfararkostnaði. 7. grein. Takmarkanir á bótaskyldu. 1. Svik og rangar upplýs- ingar. Skýri vátryggður sviksam- lega frá eða leyni atvikum sem skipta máli um bótaábyrgð glatar hann öllum rétti sínum skv. tryggingunni, sbr. 23. gr. laga nr. 20 árið 1954 um vá- tryggingarsamninga. 2. Iþróttir, flugferðir og fleira. 2.1 Tryggingin nær til slysa er verða við almennar íþróttaiðkanir. Undanskilin eru þau slys sem verða í keppni eða við æfingar til undirbún- ings fyrir keppni í hvers kyns íþróttum. Einnig eru undan- þegin slys er verða í fjallaklifri, bjargsigi, siglingu á seglbrettum, vélsleða- og fjórhjólaakstri, hnefaleikum, hvers konar glímu, bifreiða- og vélhjólaíþróttum, dreka- flugi, svifflugi, fallhlífarstökki og froskköfun. 2.2 Tryggingin nær ekki til slysa sem verða í fiugi nema að sá sem tryggður er sé far- þegi í farþegaflugi á vegum aðila sem hefur tilskilin ieyfi hlutaðeigandi flugmálayfir- valda. 3. Takmarkanir á bóta- skyldu vegna sjúkdóma o.fl. 3.1 Ef sjúkdómar, veiklun eða sjúklegt ástand þess sem tryggður er eru meðorsakir dauða hans greiðast engar dán- arbætur. Þetta gildir hvort sem ástand þetta var fyrir, þegar slysið varð, eða skapaðist síð- ar án þess þá að vera beinlínis og einungis afieiðing af slysi sem vátryggingin nær til. 3.2 Tryggingin bætir ekki slys sem beint eða óbeint or- sakast af blindu, mikilli nær- eða fjarsýni, sjóndepru, heyrn- ardeyfu, lömun, bæklun, geð- veiki, flogaveiki, krampa, slagi, sykursýki eða öðrum al- varlegum sjúkdómum eða veiklun og meðferð þeirra. 3.3 Hafi slíkar ástaéður verið þess meðvaldandi að sá sem tryggður er missir starfs- orku sína varanlega er einung- is greitt fyrir þann starfsorku- missi sem ætla má að hann hefði orðið fyrir ef þessar á- stæður hefðu ekki komið til. 4. Aðrar takmarkanir á bótaskyldu. Tryggingin bætir ekki: 4.1 Slys sem verða vegna

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.