Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.09.1991, Blaðsíða 2

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.09.1991, Blaðsíða 2
í Félagstíöindi SFR Sigríöur Kristinsdóttir formoöur SFR Um komandi kjarasamninga Drög að kröfugerð SFR voru unnin upp á fundum launamálaráðs í vor og birt- ust í 5. tölublaði Félagstíð- inda. Stjómarmenn í SFR fóru á allmarga vinnustaði og kynntu kröfugerðardrögin og komu þá fram óskir um breytingar á örfáum atriðum og viðbótartillögur. Kröfu- gerðin var svo samþykkt á fundi trúnaðarmannaráðs 26. ágúst. Helstu kröfurnar eru að lágmarkslaun verði 70.000 krónur, verðtrygging ekki lakari en var í síðustu samningum og kaupmáttur almennra launa verði eins og hann var 1987. ■■■ Við göngum til þessara samninga með það að leiðar- ljósi að ná kaupmáttaraukn- ingu. Hana eigum við inni og fyrir henni var ráð gert við síðustu kjarasamninga. Viðsemjendur okkar verða að gera sér grein fyrir því að félagsmenn í SFR eru allt of lágt launaðir. Meðal- laun taxta SFR eru um 69.000 krónur. T.d. hefur skrifstofumaður hjá Húsnæð- ismálastofnun um 65.000 krónur á mánuði í meðallaun, umsjónarmaður fasteigna hefur tæpar 60.000 krónur en t.d. meðferðarfulltrúi hefur um 54.000 krónur í kaup. Hver getur lifað á slíkum launum? Það hefur komið fram hjá ríkisstjórninni að þar á bæ er mikið rætt um niðurskurð á útgjöldum ríkissjóðs. Þar er talað um að fækka ríkisstarfs- mönnum, selja einstaka fyrir- tæki og taka upp margs konar þjónustugjöld ríkisfyrirtækja. Alvarlegast eru þar skóla- gjöld og innritunargjöld á sjúkrahúsum sem munu koma þungt niður á foreldr- um og þeim sem sjúkir eru. Fátt hefur komið fram um hvar á að skera niður starf- semi nema í véfréttum í blöð- unum. Það kemur betur og betur í ljós að lýðræðissinn- arnir í ríkisstjórninni telja ekki ástæðu til að ræða við starfsfólk á stofnunum um hvað það getur átt von á, né aðra sem niðurskurðurinn snertir. Friðrik Sófusson fjár- málaráðherra segir í Morgun- blaðinu 25. ágúst: “Við höf- um ekki enn tekið ákvarðanir sem leiða til fækkunar starfs- fólks. Það verður fækkað á sumum sviðum en fjölgað á öðrum. Ríkið verður að haga starfsmannafjölda í takt við það sem það er að gera á hverjum tíma. Það er sjálf- sagt að tala við fyrirliða laun- þegarhreyfingarinnar sem við semjum við þegar sú á- kvörðun liggur fyrir.” Greinilega hefur honum ekki dottið í hug að það væri ástæða til að starfsfólk á ein- NámskeiG yrir eldri félagsmenn: Verklok og vœntingar verður haldið 17. október næstkomandi á námskeiðinu er m.a.: Undirbúningur efri ára. Er hann raunhæfur? Heilsufar og eðlilegar breytingar. Nám og námshæfni. Viðhorf til aldraðra/aldraðir. Lífsstíll og leiðir. Réttindi. Tryggingamál. Lífeyrisgreiðslur. Húsnæðismál. Arfur og búskipti. Áhugamál. Félags- og tómstundamál. Stjómandi og leiðbeinandi: Þórir S. Guðbergsson. Upplýsingar og skráning á skrifstofu SFR, S: 62 96 44. stökum stofnunum og laun- þegahreyfingin hefði eitt- hvað með slíkar aðgerðir að gera. Slíkt viðhorf finnst mér ekki í anda þeirra sem mest tala um lýðræði því þegar kemur að atvinnúlýðræði virðist annað uppi á teng- ingnum hjá þeim. I nútíma þjóðfélagi ætti að vera sjálf- sagt að starfsfólk viti að hverju það gengur þegar miklar sveiflur í starfsemi viðkomandi stofnunar eru á döfinni. Eins er það vafasam- ur sparnaður að svifta fólk at- vinnu, þannig að kannski verði stór hópur fólks á at- vinnuleysisbótum, því að rík- ið borgar þær og okkur Is- lendingum veitir ekkert af sérhverri vinnandi hönd til að vinna að uppbyggingu þjóð- félagsins. Eitt af því sem verður ör- ugglega mikið til umræðu í þessum samningum eru rétt- indamál okkar og er fullur vilji til að ná af okkur ýmsum réttindum sem við höfum á- unnið okkur, t.d. lífeyris- sjóðsréttindi og fæðingaror- lof. Til eru frumvörp og frumvarpsdrög sem miða að því að skerða réttindi okkar á þessum sviðum og fjármála- ráðherra hefur boðað að skerða eigi lífeyrisréttindi nýráðinna starfsmanna ein- hliða í framtíðinni. I sambandi við niður- skurð ríkisstjómarinnar er fyrirhugað að minnka fram- lög til félagslega íbúðakerfis- ins. Hugmyndir eru uppi um að skerða framlög í bygging- arsjóð verkamanna verulega. Margir félagsmenn innan SFR hafa ekki möguleika á að eignast húsnæði nema í gegnum verkamannabú- staðakerfið vegna lágra launa því þeir ná ekki að verða metnir inn í húsbréfakerfið. ■■■ Hvar á fólk að taka þá peninga sem þarf til að borga dýra húsaleigu, skólagjöld fyrir bömin sín, innritunar- gjald á sjúkrahúsin eða greiða fyrir lyf. Að minnsta kosti verður lítið eftir í budd- unni hjá SFR-félögum miðað við þá kaupgetu sem þeir hafa nú ef þessi aukna skatt- byrði nær fram að ganga. Talsmenn þjónustugjald- anna segja að vegna þeirra muni hinn almenni borgari gera sér betur grein fyrir því hvað hlutimir kosta. En við sem höfum borgað skattana okkar vitum hvert þeir hafa farið. Við þurfum ekki á kennslu að halda hjá slíkum fjármálaspekulöntum og ráð- gjöfum. Gæti það hafa átt sér stað að eitthvað af þeim hafi ekki alltaf borgað fulla skatta? Það sé þess vegna sem þeir komi með slíkar til- lögur? Þess má geta að opin- berir starfsmenn eru um 25% af skattgreiðendum en greiða um 49% af tekjuskattinum. Það hallar því ekkert á opin- bera starfsmenn með að greiða til sameiginlegra þarfa í þjóðfélaginu. Nú rennur um þriðjungur þjóðarframleiðslunnar til hins opinbera en t.d. í Finn- landi er þetta hlutfall um 40%, í Noregi 50%, og hátt í 60% í Danmörku og Svíþjóð. Þessar tölur sýna að frekar þyrfti að auka hlut hins opin- bera og styrkja velferðarkerf- ið á Islandi en að draga úr því. Nú má segja að það séu tveir hópar sem verst er farið með á Islandi, það eru veik gamalmenni og böm undir skólaaldri. Slíkt er engri þjóð til sóma og þar er verk að vinna til að efla velferðar- kerfið. ■■■ Fólk hefur misjafnar skoðanir á þjóðarsáttarsamn- ingunum en reyndin varð sú að verðlag hefur haldist nokkuð stöðugt nema helst vextir. Eitt af fyrstu verkum þessarar ríkisstjómar var að hækka vexti og setti hún þar með verðbólguskrúfuna aftur í gang. Þá var vaxtahækkunin

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.