Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.09.1991, Blaðsíða 5

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.09.1991, Blaðsíða 5
5 Jarmíla Hermannsdóttir hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins -Það vita allir þeir sem vilja vita að ekki er hægt að lifa af þeim launum sem meirihluti félaga í SFR hefur í dag. Að fara fram á 70.000 krónur sem lágmarkslaun er engin frekja. Mér finnst und- arlegt að heyra ráðamenn þessa lands tala um að ekki sé hægt að auka kaupmátt- inn núna. Þegar svokölluð þjóðarsátt var samþykkt var gengið út frá því að kaup- rýrnunin sem við höfum orðið fyrir yrði bætt upp. Þetta sagði Jarmíla Her- mannsdóttir varamaður tæknihóps í samninganefnd SFR. í samtali við Félagstíð- indi. Hún benti á að á sama tíma og ráðamenn boðuðu áframhaldandi láglauna- stefnu væri lítið sem ekkert gert til að draga úr alls lags bruðli sem viðgengist hjá hinu opinbera. -Það eru til peningar í þessu þjóðfélagi til að hækka launin til þeirra lægst launuðu. Það skortir bara vilja hjá þeim sem ráða til að færa til fjármagnið. Ég trúi ekki öðru en að opinberir starfsmenn komi til með að standa fast fyrir í komandi samningum og hvika hvergi frá kröfum um hærri laun. Það er ekki hægt að líða það á sama tíma og opinberir að- ilar ætla sér að leggja á ýmis ný gjöld og hækka önnur, að kaupið verði ekki hækkað, sagði Jarmíla. Jarmíla hefur starfað í tuttugu ár hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðins. Hún sagði að mikil óánægja ríkji á sínum vinnustað með kjör- in og hún hafi þá trú að opin- berir starfsmenn komi til með sýna fulla hörku í kom- andi samningum, ekki síst ef ætti að fara að skerða lífeyr- isréttindi þeirra. -Við höfum í gegnum ár- in búið við að fá lægri laun, en verið hefur á hinum al- menna markaði. Það hefur verið réttlætt með því að segja að við höfum svo góð- an lífeyrissjóð. Að ætla núna að fara að gera breytingar á honum, það finnst mér ekki koma til greina. Ég vona að við stöndum hörð á því að engar breytingar verið gerðar á lífeyrisréttindum okkar sem skerða væntaleg- an lífeyri, sem við höfum þegar borgað fyrir. -Aðalmálið í þessum samningum er að sjálfsögðu launin, þau verða að hækka og einnig verður að ganga þannig frá samningum að sú launahækkun verði ekki strax tekinn aftur. Við verð- um að fá inn í þessa samn- inga ákvæði sem tryggir að sú kaupmáttaraukning sem við ætlum okkur haldi, sagði Jarmíla Hermannsdóttir. á bilinu fimmtíu til sextíu þúsund á mánuði. -Það segir sig sjálft að þessi laun verða að hækka, það lifir enginn af þeim. Hér á þessum vinnustað höfum við engin tækifæri til að að hækka útborguð laun með yfírvinnu, hér vinna flestir aðeins dagvinnu. Mér er það hulin ráðgáta hvemig t.d. einstæðar mæður sem vinna hér ná endum saman, sagði Guðrún. -Ráðamenn þessa lands er iðnir við að koma fram í fjölmiðlum og tjá sig um minnkandi þjóðartekjur, samdrátt í afla og aðra óáran sem virðist alltaf gera vart við sig þegar kemur að því að semja við launafólk. Ráða- menn gera hins vegar sjaldan að umtalsefni þau vandamál sem fólk stendur frammi fyr- ir þegar það þarf að láta enda ná saman. Þeir virðast ekki spyrja sig þeirra spuminga hvort launafólk hafi efni á því að borga meira fyrir kjöt- ið, bensínið, rafmagn og síma, hvað þá hvort peningar séu aflögu til að borga skóla- gjöld eða sjúkahúsgjöld, sagði Guðrún og lagði áherslu á að ekki væri nóg að auka kaupmáttinn heldur einnig að tryggja að sú hækk- un verði ekki tekin aftur með nýjum álögum. Um samningstímann sagði Guðrún að erfitt yrði að gera samning við núverandi aðstæður til langs tíma, en þó færi það eftir því hvemig gengið yrði frá ákvæðum sem tryggðu kaupmáttinn. Um þá umræðu sem verið hefur í gangi um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna sagði Guðrún að sér fyndist sú um- ræða undarleg. Ráðherrar töluðu um að borga þyrfti svo og svo mikið með sjóðn- um en það gleymdist í þeirri umræðu að ríkið sparar mikil úgjöld þar sem sá lífeyrir sem opinberir starfsmenn fái er dreginn frá þegar kæmi til þess að borga út ellilífeyrinn úr almannatryggingakerfinu. -Sé það vilji ráðamanna að gera einhverjar breytingar á lífeyrisréttindum okkar þá finnst mér eðlilegt að við tökum þessi mál til gagngerr- ar athugunar og könnum hvort ekki sé ástæða til að finna lífeyrissjóðsmálum okkar annan farveg. Eins og staðan er í dag notfæra stjómvöld sér þennan sjóð að vild. Ef skerða á hann á ein- hvem hátt er spuming hvort ekki sé ástæða til að lífeyri sjóðsmálin verið gefinn frjáls, sagði Guðrún Sigur- geirsdóttir ■sg

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.