Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.09.1991, Blaðsíða 4

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.09.1991, Blaðsíða 4
4 _______________________Q Félagstíðindi SFR j____________ Sjötíu þúsund krónur á mánuði er hógvœr krafa Það er engin frekja að ætlast til þess að laun þeirra lægst launuðu verði hækkuð upp í 70.000 krónur á mánuði. Að semja til þriggja ára við núverandi að- stæður kemur ekki til greina. Við verðum að vera á verði gagnvart öllu svartsýnistali atvinnurekenda og ráðmanna, nú þegar samningar fara í hönd. Þetta og ýmsilegt fleira kemur fram í viðtölum við þrjá fulltrúa í samninganefnd SFR. Reynir Ragnarsson trúnaoarmaður Unglingaheimili ríksins -I upphafi samningalot- unar er brýnt að félagsmenn SFR átti sig á því að þrátt fyr- ir svartsýnistal ráðamanna þá séu nægir fjármunir til í þessu landi til að hækka lág- markslaunin upp í 70.000 krónur á mánuði. Það hvílir mikli ábyrgð á okkar herðum sem erum í forystu í þessu fé- lagi að stappa stálinu í okkar fólk og upplýsa það um að svona svartsýnistal er venju- legur fylgifiskur þess þegar semja á um laun okkar, sagði Reynir Ragnarsson trúnaðar- maður á Unglingaheimili rík- isins og samningamaður heil- brigðishópsins. Þau vandamál sem steðja að efnahagslífi okkar verða ekki leyst lengur með því að halda niðri launum láglauna- fólks. Við tókum á okkur byrðar við gerð síðustu kjara- samninga og þá var því heitið að kaupmáttur myndi aukast að loknu því tímabili. Við munum að sjálfsögðu krefj- ast þess að við það verði stað- ið. Ráðamenn verða að átta sig á því að þeir verða að sækja fjármuni í vasa há- tekjufólksins að þessu sinni. Það er með öllu óþolandi að ekki skuli vera kominn hér hátekjuskattur og að ríkis- sjóður stundi það að verð- launa þá sem hafa næga pen- inga á milli handanna til að stunda hlutabréfabrask. Nú er kominn tími til að þeir sem geta skammtað sér laun og þeir sem lifa á vaxtaokrinu verði látnir taka þátt í því að bæta kjörin hér á landi, sagði Reynir. -Ég geri mér ljóst að það verður á brattann að sækja í þessum samingum. Því er það mjög mikilvægt að við höldum vöku okkar og látum ekki svartsýnistal ríkisvalds- ins og atvinnurekenda villa um fyrir okkur. Þegar við vorum að kynna kröfur okkar út á vinnustöðunum fyrst eft- ir að þær voru samþykktar varð maður var við mikinn baráttuvilja og ljóst að fólk var tilbúið í slag til að ná þessum kröfum fram. Nú síð- ustu daga finnst mér eins og áróður viðsemjenda okkar um bágan hag þjóðarbúsins sé farinn að síast inn í fólk. Því er það miklivægt að við upplýsum félagsmenn um að svona hefur þetta alltaf verið. Við verðum að gæta okkur á því að missa ekki dampinn, sagði Reynir. Þrátt fyrir að brýnasta málið í þessum samningum væri að sjálfsögðu að hækka launin lagði Reynir áherslu á að ekki mætti gleyma sér- kjarasamningum núna. Það hefur ekki verið samið um sérkröfur einstakra hópa frá 1987, og sagði hann að það væri mjög brýnt að taka upp þau mál. Nefndi hann sem dæmi að hækka þyrfti vakta- álag og greiðslu fyrir bak- vaktir, auk þess þarf félagið að semja um að hækka launin til þeirra sem sækja námskeið vegna starfs síns. -Að mínu mati kemur ekki til greina að semja til langs tíma að þessu sinni, það er út í hött að tala um samn- ing til þriggja ára. Ég get vel sætt mig við að svipuð verð- tryggingarákvæði verði í komandi samningum eins og var í þeim síðasta. A sama tíma finnst mér ástæða til að verkalýðshreyfingin krefjist þess að öll verðtrygging í þessu þjóðfélagi verið lögð af. Það er ekki hægt að búa við það að lánin sem við skuldum skuli vera verð- tryggð á sama tíma og laun eru það ekki. Stjórnmála- menn hafa lengi talað nm að rétt sé að afnema verðtrygg- ingu þegar stöðuguleiki er í þjóðarbúskapnum. Ég get ekki betur séð en sá stöðug- leiki hafi verið fyrir hendi og sé enn og þar með er kominn tími til að taka þessi mál til gaumgæfilegrar athugunar, sagði Reynir Ragnarsson og bætti við að nú verði að gera eitthvað raunhæft í því að lækka raunvexti hér á landi. Guðrún Sigurgeirsdóttir trúnaðarmaður hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík -Það verður að segjast eins og er að þó mikið sé tal- að í matar- og kaffitímum um hvað beri að gera til að ná fram þeim kröfum sem við höfum sett fram í komandi kjarasamningum, þráist rík- isvaldið við að bætta okkur kaupmáttarrýmunina sem orðið hefur frá því 1987, þá hef ég því miður ekki þá trú að fólk sé í stakk búið til að fara í harðar aðgerðir. Fólk hefur einfaldlega ekki efni á að fara í verkfall, sagði Guð- rún Sigurgeirsdóttir samn- ingamaður og trúnaðarmaður SFR hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Hún sagði að um 90% starfsmanna þar væru konur og að meirihluti þeirra fengi

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.