Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.09.1991, Blaðsíða 3

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.09.1991, Blaðsíða 3
3 látin virka aftur fyrir sig af húsnæðislánum þar sem fólk var búið að gera ráð fyrir á- kveðnum skuldbindinum sem svo er breytt og álögur þyngdar. Með þessum að- gerðum er ríkisstjómin að stefna stöðugleikanum í tví- sýnu. Það er komið að opinber- um starfsmönnum að fá sinn hlut af kökunni. Þessi þjóð er rík ef rétt væri farið með pen- ingana og þeim skipt réttlát- lega. Það eru til peningar til að hækka launin. Viðskipta- kjörin hafa batnað um 19% frá því þjóðarsáttarsamning- amir voru gerðir, og er það á samningstímanum um 7 milljarðar króna umfram það sem reiknað var með. Minnst af þeim ávinningi hefur lent í vasa launafólks. Nú er mjög haldið á loft samdrætti í þjóðarfram- leiðslu sem stafar af minnk- andi afla á næsta ári. Sá sam- dráttur er talinn munu verða um tveir milljarðar fyrir rík- issjóð. Hann réttlætir ekki þann niðurskurð sem nú er verið að boða. Það er líka gömul saga að hagfræðinga- lið ríkisstjómarinnar er jafn- an látið semja svartsýnisspár um samdrátt í þjóðartekjum þegar líður að kjarasamning- um. Ekkert bendir til annars en viðskiptakjörin haldist í sama horfi og nú er eða batni jafnvel og við viljum fá hluta af þessum bata, sem við eig- um inni, til að bæta kjör okk- ar. En þar fyrir utan þarf að breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu og hækka þá sem eru á almennum kaup- töxtum. Það er ávinningur okkar allra í SFR að standa þétt saman um kröfugerðina. Samstaða er eina leiðin til að ná réttmætum kröfum okkar fram. Samninganefnd Launamálaráð hefur kosið samninganefnd SFR 1991 og eru í henni eftirtaldir aðilar: Sigríður Kristinsdóttir, formaður SFR Trausti Hermannsson, varaformaður SFR Jens Andrésson, ritari SFR Eyjólfur Magnússon, Siglingamálastofnun ríkisins Alma Vestmann, Fríhöfninni Guðmundur I Waage, Vegagerð ríkisins Margrét Tómasdóttir, gjaldkeri SFR Jóna Málfríður Sigurðardóttir, Námsgagna- stofnun Marías Þ. Guðmundsson, Fiskifélagi íslands Skúli B. Amason, Sýsluskrifstofu Ames- sýslu (í stjóm SFR) Guðrún Sigurgeirsdóttir, Tollstjóraskrif- stofunni Reynir Ragnarsson, Unglingaheimili ríkis- ins Margrét Ríkarðsdóttir, Sambýli Vallargerði (í stjóm SFR) Varamenn: Jarmfla Hermannsdóttir, Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins Ólafur Þ. Ragnarson, Landhelgisgæslunni Ólafía H. Jóhannsdóttir, Sambýli á Egils- stöðum Kristrún B. Jónsdóttir, Húsnæðisstofnun Ingibjörg Óskarsdóttir, Iðntæknistofnun Árni Már Bjömsson, Kópavogshæli Tölvunámskeið Starfsmannafélag ríkis- stofnana gerði á síðastliðnu vori samstarfssamning við Tölvuskóla Reykjavíkur urn afslátt fyrir félagsmenn á námskeið á vegum skólans. Skólinn býður fram margs konar nám víðsvegar um land, t.d. skrifstofutækni- nám og bókhaldsnámskeið auk margvíslegra tölvunám- skeiða. Bæði er kennt á PC- tölvur og Macintosh-tölvur. Nokkrir tugir félagsmanna sóttu námskeið hjá skólan- um í vor. Augljóst er að námsáhugi félagsmanna er mikilli, sérstaklega er mikill áhugi á tölvunámi sé verði námskeiðanna stillt í hóf. Nú er að hefjast önnur önnin á samstarfstímabilinu og vonum við að nú sem hingað til geti fólk nýtt sér þessi sérkjör á tölvu- og við- skiptagreinanámskeiðun- um. Loks skal ítrekað að námskeiðin eru styrkhæf úr starfsmenntunarsjóði BSRB. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu SFR í síma 91-629644 og í Tölvu- skóla Reykjavíkur í síma 91-687590. ^ Félagstíðindi SFR y Glaðbeittir félagsmenn frá ATVR nýútskrifaðir úr skrifstofutækni frá Töluvskola Reykjavikur í júní síðastliðnum.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.