Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.10.1991, Blaðsíða 6

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.10.1991, Blaðsíða 6
6 í Félagstíðindi SFR y Páll Heimir Einarsson Einkavœöing hvernig hefur hún tekist? Um daginn og veginn sýslu. Besta dæmið hér um eru sennilega samgöngumál- in þar sem alþingi úthlutar þingmönnum hvers kjör- dæmis ákveðinni upphæð til ráðstöfunar ár hvert. Og það vald, sem í slíku felst, vilja þeir ekki missa. I sjálfu sér skiljanleg afstaða þeirra en breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru kosnir á löggjafar- þing þjóðarinnar - ekki í embætti vegamálastjóra. Þeim væri nær að sinna löggjafarhlutverkinu. T.d. með því að hafa lögin á venjulegri íslensku. Hún dugir alltaf. T.d. með því að gera lögin þannig úr garði að framkvæmdavaldið - það er nkisstjóm og embættismenn - geti ekki túlkað þau að eig- in geðþótta. Það er stundum napurt að heyra þingmenn ræða ein- hverja löggjöf og skoða svo hvemig hún er framkvæmd. Þar er oft munur á. Og stund- um þverbrýtur framkvæmda- valdið meira að segja lögin. Hvar em þingmennimir þá? Alla vega ekki að sinna þeim skyldum sem við kusum þá til. Það er þjóðinni nauðsyn- legt að virðing alþingis verði sem mest. Þingmennimir okkar eiga ekki minnst undir því. Ég skora því á alla að taka höndum saman um að vanda vinnubrögðin og að standa vörð um hlutverk al- þingis. Að setja þjóðinni þannig lög að þeim sé hægt að framfylgja - og að fylgjast með því að þeim sé fram- fylgt. (Flutt í ríkisútvarpinu 16. september síðastliðinn) Þriðjudaginn 8. október síðastliðinn birtist í einu út- breiddasta dagblaði landsins mjög merkilegt viðtal við breskan kynningarfrömuð og í- haldsmann um einkavæðing- una miklu í Bretlandi á síðast- liðnum 10 árum. Það sem gerði þetta viðtal merkilegt var að þama var farið yfir þennan reynslutíma einkavæðingar í Evrópuríki sem telur 55 millj- ónir íbúa og er eitt af “þeim stóru” í Evrópufjölskyldunni. Það hlýtur því að segja okkur meira um hugsanlega “als- heijareinkavæðingu” á Islandi heldur en dæmi um einkarekst- ur í Singapore eða á Cayman- eyjum í Karíbahafmu. Það sem ísland á sameiginlegt með Bretlandi er einmitt sú stað- reynd að í báðum löndunum er hefðin sú að veigamestu og stærstu fyrirtæki landsins eru í eign ríkisins og rekin af því. I báðum löndunum er/var rök- semdafærslan sú að með því sé íbúunum tryggð varanleg þjón- usta og ákveðnir gæðastaðlar notaðir til viðmiðunar. Lausnin - einkavœðing Eftir að hafa verið virkir þátttakendur í tveimur heims- styijöldum á innan við 40 árum á þessari öld hefur Bretum lengst af þótt sá kostur vænleg- astur að hafa mikilvægustu þætti þjóðaröryggis (svo sem samgöngur, rafveitu, síma o.fl.) í höndum þjóðarinnar, þ.e. þau fyriitæki lytu valdi lýðræðis- lega kjörinnar ríkisstjómar á hveijum tíma. A Islandi hefur glíman við náttúruöflin kallað á samhæfingu á stjómun á þeim fyrirtækjum sem, einnig hjá okkur, gegna mikilvægu hlut- verki hvað varðar öryggi þjóð- arinnar. Nú má segja að þörfm fyrir slíka samhæfingu á eftirliti og stjómun sé ekki sú sama í Bret- landi nú eins og hún var fyrr á öldinni, hvað varðar þjóðarör- yggi á stríðstímum, og vissu- lega má færa fyrir því haldbær rök að eftir seinna stríð hafi eitt höfuðeinkenni fyrrnm ríkisfyr- irtækja þar í landi verið ákveð- in stöðnun. (T.d. er stjómbún- aður á mörgum lestarstöðvum í leiðakerfi jámbrautanna frá því á fjórða áratugnum og mun úr sér genginn stýribúnaður hafa átt sinn þátt í slysinu mikla í Clapham Tunction-stöðinni í London í desember 1988.) Þjónusta þessara fyrirtækja hefur oft á tíðum ekki fylgt kröfum tímans þar í landi. Þó var aðalinnihald gagnrýninnar á óhagkvæmni þessara fyrir- tækja að starfsfólkið sæi aldrei neinn afrakstur enda þótt fyrir- tækið bæri sig (afraksturinn hyrfi bara í ríkishítina) og þar af leiðandi legði starfsfólkið sig ekki eins fram við að veita góða þjónustu. Einnig var því haldið fram að lítið aðhald væri í rekstrinum þar sem “enginn ætti” fyrirtækið og byði engan persónulegan skaða af lélegri stjóm og taprekstri. Þegar í upphafi Thatcher- áratugarins hófst sala á ríkis- fyrirtækjum og breskir “uppar” kættust innilega. Nú skyldu færðar sönnur á ágæti einka- væðingarinnar. Hér væri auð- vitað hægt að fýlla heilu og hálfu síðumar af stöpla- og súluritum, gröfum og prósent- um en það segir e.t.v. ekki eins mikið og það sem breskur al- menningur finnur fyrir frá degi til dags um þær breytingar sem orðið hafa á kjömm (og um leið hugsunarhætti) fólks á síð- ustu 4-5 ámm. Það vill svo til að undirrit- LEIKHUSFERÐ Himneskt er að lifa Menningar- og skemmtinefnd SFR hyggst stofna til leikhúsferðar á leikritið “Himneskt er að lifa” eftir Paul Osbom í þýðingu Flosa Ólafssonar. Þetta er hugljúfur og hlý- legur gamanleikur og margir af kunnustu leikur- um okkar af eldri kynslóð- inni koma þar fram. Tekist hafa samningar um afslátt á miðaverði og ræðst hann af fjölda þátttakenda. Sýn- ingin verður einhverja helgina í lok nóvember. Þeir sem hafa hug á að nota þetta tækifæri til að bregða sér í leikhús láti vita um þátttöku á skrif- stofu SFR í síma 629644 sem fyrst. FELAGSTIÐINDI Starfsmannafélags ríkisstofnana SFR er stofnað 17. nóvember 1939 Skrifstofa þess er á Grettisgötu 89,105 Reykjavík Opið: 9.00-17.00-Sími: 91-629644 Ábyrgðarmaður Félagstíðinda: Sigríður Kristinsdóttir Ritnefnd: Ásdís Steingrímsdóttir, Edda Harðardóttir, Eyjólfur Magnússon, Sigríður Björnsdóttir og Sigríður Kristinsdóttir Prentun: Prentsmiðja Guðjóns Ó.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.