Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.10.1991, Blaðsíða 7

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.10.1991, Blaðsíða 7
Páii Heimir Einarsson aður þekkir vel til tveggja fjöl- skyldna sem búa í nágrenni Lundúna, á því svæði meðfram Thames-ánni sem oft í gríni er nefnt “peningabelti Englands.” Aðra fjölskylduna skulum við kalla fjölskylduna A og hina B. Fjölskylda A festi kaup á raðhúsi í bænum Walton-on- Thames árið 1982. Hjónin sem þá voru 25 ára og bamlaus voru fúll bjartsýni enda hafði eigin- maðurinn (ljósmyndari) fengið eftirsótt starf hjá auglýsingafyr- irtækinu Satchi and Satchi í miðborg Lundúna. Tekjur hans dugðu vel í afborganir af rað- húsinu jafnframt því að fram- fleyta þeim og halda uppi góð- um lifistandard, svo brátt varð fjölgun í fjölskyldunni. Nú, hinsvegar, kveður við annan tón. í ár neyddist eiginkonan til þess að fara í 100% vinnu vegna þess að “það er allt í einu orðið svo erfitt að ná endum saman.” Það er lán í óláni að hún, sem er hárskeri, getur stundað þessa vinnu sína á heimilinu og þarf því ekki að koma bömunum tveimur fyrir í dagvistun. Sér- staklega segja hjónin raf- magns,-vatns- og gasreikning- ana vera orðna þunga byrði. Þegar ég spurði þau hvort einmitt þessi þjónusta hefði ekki átt að lækka í verði við einkavæðinguna svaraði konan: “Jú, en sú hefúr bara ekki orðið raunin.” Fjölskylda B var löngu búin að kaupa sitt einbýlishús í Weg- bridge í Surrey árið 1982 og bömin tvö orðin 8 og 10 ára. Fyrir þau var einkavæðingar- stefna Thatchers fyrirheit um betri tíma fyrirtækis þeirra. Vegna hins mikla munar sem myndaðist á efnahag íbúa Norð- ur-Englands annarsvegar og íbúa Suður-Englands hinsvegar r Félagstíðindi SFR 7 gátu hjón B flutt skrifstofur fyr- irtækisins til Blackpool í Norð- ur-Englandi og sparað þannig 50% í launaútgjöldum til skrif- stofufólks þar “því það hefur það svo skítt þama fyrir norð- an.” Á árinu 1990 var heldur farið að síga á ógæfuhliðina, hjónin urðu að minnka umsvifin og sá mikli uppgangur sem allir veðjuðu á varð skammlífur. Að- spurður sagði heimilisfaðirinn: “Við Bretar höfúm einfaldlega eytt um efni fram. Sá ágóði sem myndaðist í fyrirtækjarekstri um miðjan níunda áratuginn skilaði sér ekki inn í reksturinn, heldur var tekinn til einka- neyslu.” Þessi dæmi segja e.t.v. ekki mikið um heildarafkomu bresku þjóðarinnar en þau segja mér sem einstaklingi uppá Is- landi að jafnvel áköfúsm stuðn- ingsmenn einkareksturs í lönd- um, þar sem ríkisrekstur á mik- ilvægustu þjónustufyrirtækjun- um á sér langa sögu, gera sér greinilega ekki alltaf ljóst hvað þetta þýðir í raun. Klisjukennd- ar yfirlýsingar um hagkvæmni þjónustu sem skili sér í lægra verði á vöm og þjónustu hafa einfaldlega ekki staðist prófið. Sá samdráttur (kreppa) sem orðið hefúr í bresku efnahagslífi á undanfömum 4 ámm er býsna altækur. Auglýsingafyrirtækið Satchi and Satchi hefur sagt upp stómm hluta starfsmanna sinna og þeir, sem em svo heppnir að halda vinnunni, em látnir ljúka verkefnum þeirra sem látnir vom fjúka. Þetta þýðir að þeir sem eftir em komast ekki í sum- arfrí í tvö ár í röð nema dag og dag í einu. Á þeim bænum hef- ur þessi tilhögun verið við lýði frá upphafi fyrirtækisins. Meðal starfsmanna hinna fyrrverandi ríkisfyrirtækja gæti þetta einnig orðið raunvemleikinn eftir að Thatcher hefur náð að minnka áhrif verkalýðsfélaganna. Ég hef ekki ennþá rekist á nokkum sem heldur því fram að starfs- maður, sem ekki hefur þorað í sumarfrí í tvö ár af ótta við upp- sögn, leggi sig meir fram í starfi en aðrir, afköstin hljóta að minnka og áhuginn sömuleiðis. ísland og einkavœðingin Um leið og ísland á margt sameiginlegt með Bretlandi hvað varðar lifistandard (báðar þjóðimar telja sig í hópi þróðara Vesturlanda) er vissulega mjög margt sem gerir þær ólíkar. Is- lenska ríkið þarf fyrir það fyrsta, hvorki að reka umfangs- mikla hermaskínu né halda uppi fjölmennri konungsfjölskyldu með öllu sem því fylgir. Stærstu rekstrarliðir íslenska ríkisins hafa verið heilbrigðis- og menntamál. Ég ætla mér ekki að eyða mörgum orðum í að reyna að vega og meta þessa stærstu liði í ríkisrekstrinum, til þess skortir mig sérþekkingu. Sem leikmaður þori ég að fullyrða að um stöðnun hefur ekki verið að ræða í þessum greinum vegna áhugaleysis starfsfólksins. Miklu frekar hefur endumýjun tækjakosts farið hægt vegna strangs aðhalds þessa stærsta at- vinnurekanda landsins (þar fauk klisjan um bmðl á þeim bæn- um). Eða af hveiju haldið þið að starfsfólk ríkisins beri svo miklu minna úr býtum en aðrir við sambærileg störf í einka- geiranum? Mér sýnist vandi rík- isins vegna reksturs á eigin fyr- irtækjum ekki vera eins mikill og vandi þess af hinum einka- reknu fyrirtækjum víðs vegar um landið sem umvörpum fara á höfuðið með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkiskassann. Þrátt fyrir kenninguna um hag- kvæmni í rekstri og metnað í starfi meðal starfsmanna einka- rekinna fyrirtækja, fara þessi fyrirtæki unnvörpum á höfuðið, reikningar um ógreidd gjöld og laun til starfsmanna em sendir ríkinu og síðan er hægt að sækja um styrk — til ríkisins — um stofnun nýs fyrirtækis með sömu aðhaldssömu stjómend- unum, sem að sjálfsögðu trúa á einkareksturinn eins og ég á Guð almáttugan. Dæmi er um að fyrrverandi starfsmaður í laxeldisfyrirtæki hafi, eftir að hafa þegið laun uppá 160 þús- und krónur (og greiddust af rík- inu í nokkra mánuði eftir koll- steypu fyrirtækisins), gerst rík- isstarfsmaður uppá 60 þúsund krónu gmnnlaun. Hefði ekki verið hagkvæmara fyrir ríkið að geta haft áðumefndan starfs- mann á 60 þúsund krónu laun- unum frá upphafi? Frá mínum bæjardymm séð er mesta hættan samfara einka- væðingu á íslandi einmitt þessi. Frá lífeyrisþegadeild SFR Á undanfömum árum hefur oft verið um það rætt meðal félaga í deildinni hvemig innganga í hana eigi sér stað. Ýmsir hafa talið að þeir yrðu sjálfkrafa félagar í lífeyrisþegadeildinni þegar þeir hættu störfum. Um þetta urðu nokkrar umræður á aðalfundi deildarinnar 3. maí s.l. Áskomn var borin fram á fundinum svohljóðandi: “Skorað er á stjóm SFR að endurskoða regl- ur þær er gilda um inngöngu nýrra félaga í líf- eyrisþegadeild SFR í þá vem að allir félagar SFR, er hætta störfum vegna aldurs, verði sjálf- krafa félagar í lífeyrisþegadeildinni enda hafi þeir verið félagar í SFR er þeir hættu störfum.” Þetta var samþykkt samhljóða. Nú er svo komið að stjóm SFR og LSFR hafa skoðað þetta mál í sameiningu og hefur verið gerður lítill kynningarbæklingur sem verður sendur öllum þeim sem em lífeyrisþegar og hafa verið í SFR. I þessum bæklingi er m.a. greint frá tilgangi og störfum deildarinnar. Einnig er sagt frá því sem fæst með því að gerast virkur félagi í lífeyris- þegadeild SFR. Látið ekki undir höfuð leggjast að lesa þenn- an áðumefnda bækling þegar hann berst ykkur í hendur og gleymið ekki að senda útfyllt um- sóknarblaðið sem fylgir bæklingnum sem fyrst á skrifstofu SFR. Gleymið ekki fræðslufundinum 21. nóvem- ber n.k. þar sem maður frá Tryggingastofnun ríkisins segir okkur frá tryggingamálafrumskóg- inum. Þá verða einnig sýndar myndir frá Jóns- messuferðalaginu að Skógum og Dyrhólaey á s.l. sumri. Krístinn Helgason formaður.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.