Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.12.1991, Blaðsíða 4

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.12.1991, Blaðsíða 4
4 Jóla- annríki í Berg- iðjunni Bergiðjan við Sund, verndaður vinnu- og þjálfun- arstaður Kleppspítalans, var sett á laggimar árið 1976.1 upphafi var unnið að alls kyns föndri en síðan var ákveðið að ráðast í stærri verkefni, hvorki meira né minna en húsbyggingar. Fram til ársins 1988 vom framleiddar þar húseiningar og hafa starfsmenn Bergiðj- unnar smíðað 26 hús, bæði til íbúðar og iðnaðar. Fyrir fáum árum var ákveðið að gera framleiðsluna fjöl- breyttari og í dag vinna að jafnaði um 40 manns í Berg- iðjunni að trésmíðum, blikk- smíði, saumum, hellusteypu og öðru handverki af öllu tagi. Framleiðslan er raunar ótrúlega fjölbreytt og segir forstöðumaðurinn, Jóhannes Sigurðsson, plássleysi helst há starfseminni. Eftirspurn eftir tilteknum vörum er árs- tíðabundin og þá verður að bregðast við með því að pakka saman því sem unnið hefur verið að til að rýma til fyrir öðru. Þannig stóð einmitt á þegar Fréttablað SFR leit við í Bergiðjunni fyrir stuttu. Jólaannríkið var hafið og bú- ið að leggja til hliðar áhöld og efni til hellu- og kant- steinasteypunnar til þess að rýma til fyrir jólatrjám, jólaseríum og öðru tengdu hátíðahaldinu. Reyndar er von á vinnuskála fyrir r Félagstíöindi SFR Saumastofan hannar og saumar föt jafnt á börn og fullorðna og sinnir auk þess saumum á dúkum og sængurverum fyrir Ríkisspítalana. steypuvinnuna innan tíðar og er ætlunin að hafa þar einnig til húsa vinnu við að pakka inn vikri fyrir B.M. Vallá. Jólatrén eru boðin öllum til kaups en seld starfsmönn- um Ríkisspítalanna með 10% afslætti. Fyrir jólin vinna starfsmenn meðal ann- ars við að búa til borð- og kertaskreytingar, grenikrossa á leiði og litla sveitabæi sem skreyttir eru jólalegu um- hverfi. Starf Bergiðjunnar er tví- skipt og fer fram í tveimur húsum. I Víðihlíð er til húsa verndaður vinnustaður sem er hugsaður sem stökkpallur út á hinn almenna vinnu- markað. I öðru húsi, neðan við innkeyrsluna og þar af leiðandi stundum nefnt í gamni „í neðra“, er áherslan lögð á iðju-og starfsþjálfun. Þangað koma sjúklingar af Kleppsspítala og vinna hálf- an daginn, eins og reyndar einnig starfsmenn vemdaða vinnustaðarins. Viðdvöl í þjálfuninni er mislöng og fer eftir þörfum viðkomandi. Vinna þar er einfaldari í sniðum, þ.e. aðallega véla- vinna í timbri og einfaldara handverk, en í „efra“ eru framleiðslueiningarnar settar saman. Vikulega er fram- kvæmt starfsmat af verk- stjórum. I starfsmati er farið yfir fjölmarga þætti, svo sem hvort viðkomandi hafi mætt reglulega, sýnt snyrti- Bergiöjan rekur sina eigin smáverslun þar sem hægt er að kaup þann v& sem framleiddur er á staðnum

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.