Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.12.1991, Blaðsíða 7

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.12.1991, Blaðsíða 7
7 Q Félagstíöindi SFR iðulega rekið eins og það væri einkafyrirtæki sem þarf ekki að gera einum eða nein- um grein fyrir því hvernig á- kvarðanir eru teknar eða stefna mótuð. Valdhafar — hvort sem þeir eru stjóm- málamenn eða embættis- menn - virðast því oft ekki gera sér grein fyrir þeim skyldum sem fylgja störfum þeirra né heldur fyrir tak- mörkunum þeirra valda sem þeim hafa verið fengin. Ein frumskylda embætt- ismanna er að standa vörð um hið opinbera með því að upplýsa þegnanna um það og sjá til þess að þeir hafi að- gang að því. Að öðrum kosti hættir hið opinbera að vera opinbert og fær ekki tækifæri til að gegna því hlutverki sem það á að gegna í þjóðfélag- inu, sem sagt að gera fólki kleift að hugsa um almanna- heill og miðla málum sínum. Dœmi um af- stöðu til hins opinbera Þriðja meginspurningun var: Hvað finnst fólki um hið opinbera og á hvaða forsend- um fellir það dóma um það? Nú er freistandi að taka dæmi úr samtímanum. A hverjum tíma standa ævinlega deilur um það hvað hið opinbera eigi að gera í hinum og þess- um málum sem lúta að sam- eiginlegum hagsmunum þegnanna. Ein deilan nú á dögum snýst um það hvort hið opinbera eigi að standa í rekstri stofnana sem afla sjálfar fjár og gætu hugsan- lega staðið á eigin fótum og hætt að vera í umsjá hins op- inbera. Málið snýst um þjóð- nýtingu og einkavæðingu, eða réttara sagt: samnýtingu og einkanýtingu. Spumingin er hvaða hluti við viljum nýta í einkaþágu, hvaða hluti í þágu heildarinnar. Hvaða fyr- irtæki borgar sig að reka sem einkafyrirtæki, hvaða fyrir- tæki sem sameignarfyrir- tæki? Búskapur íslendinga sýn- ist mér vera miklu meiri samnýtingar- og sameignar- búskapur en við viljum vera láta. Eimskip og Flugleiðir og mörg önnur fyrirtæki eru á vissan hátt sameign þjóðar- innar líkt og landið og miðin sem bændur og sjómenn hafa til ráðstöfunar. Skilin milli samnýtingar og einkanýting- ar em yfirleitt ekki eins skýr og oft er látið í veðri vaka. Þessi umræða um hvað eigi eða eigi ekki að vera í verkahring hins opinbera er lifandi dæmi um það hvað fólki finnst um það og á hvaða forsendum það fellir dóma um það. Fólki finnst að hið opinbera sé til þess að gera eitthvað fyrir það og fellir dóma um hið opinbera út frá því hvað kemur sér best fyrir það í ljósi þess sem það telur vera sérhagsmuni sína. Fólk horfir á ríkið sem vel- ferðartæki fyrst og fremst, það á að tryggja lífsskilyrði mín; ég er búinn að borga því svo og svo mikið til að sjá um tiltekna hagsmuni mína, svo sem skólahald fyrir börnin mín, vegina sem ég vil fara o.s.frv. Ef hið opinbera gerir ekki sómasamlega það sem ég vil að það geri, er þá ekki best að fela einhverjum öðr- um að gera það? Óheilindi í garö hins opinbera Hér er málið einungis skoðað út frá mínum einka- hagsmunum. Hið opinbera er af hinu góða á meðan ég hef augljósan beinan hagnað af því, það er af hinu illa þegar það þóknast ekki mínum vilja og hagsmunum. Þessi óheilindi í garð hins opinbera standa okkur fyrir þrifum. Eina afsökun þjóðar- innar er sú að hún bjó um ald- ir við erlent opinbert vald og lærði að hata hið opinbera. Þessa neikvæðu afstöðu til hins opinbera þarf að upp- ræta. Fólk þarf að læra að meta það að verðleikum sem voldugasta tækið sem við höfum til að hugsa um hags- muni okkar og móta stefnu í sameiginlegum málum. Það er ákveðinn þjóðfé- lagshópur sem hefur lykilað- stöðu til að endurreisa gildi hins opinbera, gefa því þá stöðu sem það hafði endur fyrir löngu, þegar Islendingar tóku ákvarðanir á borð við þá að vera kristnir! Þetta er sá sundurleiti hópur sem gengur undir nafninu opinberir starfsmenn. Daglegt verkefni þeirra er að hugsa um al- mannahag og sinna þeim skyldum sem hið opinbera leggur þeim á herðar. Um- fram hinar tilteknu skyldur sem við höfum í þeim emb- ættum sem við gegnum er skyldan sú að standa vörð um hið opinbera með því að upp- lýsa fólk um það og með því að taka sífellt ákvarðanir frá sjónarhóli þess. Höfuðeinkenni hins opin- bera er hugsunarleysið. Hlut- verk opinberra starfsmanna er að hugsa í þess stað og sýna þar með öllum almenn- ingi hvernig eigi að hugsa um landsins gagn og nauðsynjar. Agrip af erindi fluttu 11. nóvember 1991 áfundi trúnaöarmanna Starfs- mannafélags ríkisstofnana. Sumarhús að vetrarlagi Það hafa kannski ekki allir félagsmenn áttað sig á því að sumarhús félagsins í Vaðnesi og íbúðin á Akureyri eru opin og til útleigu allt árið. Þeir sem best til þekkja telja að dvöl í Vaðnesi á vetrartíma sé ekki síðri en á sumrin. Að liggja í heitu pottunum, sem eru við öll húsin, á rólegu vetrarkvöldi í tunglskini og með hvíta jörð allt í kringum sig, er toppurinn á tilverunni. Þeir sem hafa uppgötvað þetta fara líka aftur og aftur. Vetrarútleigan er opin öllum félagsmönnum og skerðir ekki rétt manna til sumar- og páskaútleigu, en um leigu á þeim tíma gilda vissar úthlutunarreglur. Þó við gætum unnt fólki, sem er ekki félagar í SFR, að njóta þessarar paradísar á jörð, þá verður að teljast eðlilegast að félagsmenn gangi fyrir. Hér er átt við að töluvert hefur borið á því að félagsmenn hafa tekið hús á leigu í sínu nafni fyrir vini og vandamenn. Þó það sé ekki beinlínis á móti lögum og reglum, þá er ekkert réttlæti í því að einhver félagsmaður komist ekki að í hús vegna utanfélagsfólks sem annar félagsmaður hefur skrifað sig fyrir. Það fólk verður að sæta afgangi ef ekki er fullt í húsunum. Þessum ábendingum eru SFR-félagar vinsamlegast beðnir að taka með opnum huga og virða þær. Félagið hefur haft á leigu hús á Akureyri til reynslu í eitt ár. Húsið er gamalt steinhús við Þingvallastræti 8b, en það er gatan sem liggur upp gilið og sundlaugin stendur við. Betri stað er varla hægt að hugsa sér. Félagsmenn sem hafa dvalið í húsinu eru mjög svo ánægðir með það, svo nú hefur verið gengið frá leigu til næstu tveggja ára. Vegna þess hefur leigusali fallist á að skipta um nær allt gólfefni á íbúðinni, svo hún verður enn betri en áður. Aðrar fréttir af orlofshúsamálum eru þær að eftir áramót verður farið af fullum krafti í að leita að hentugri orlofsíbúð í Reykjavík, og þar með að standa við loforð til félagsmanna á landsbyggðinni, sem hafa lagt mikla áherslu á að félagið væri með íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Félagar, göngum vel um eigur félagsins, þá endast þær betur og ánægjan af notkun þeirra verður mun meiri.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.