Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.12.1991, Blaðsíða 8

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.12.1991, Blaðsíða 8
Félagstíðindi SFR Nám skeióa- hald SFR Nú í haust hefur SFR gengist fyrir tveimur námskeiðum. Það fyrra fjallaði um ræðurmennsku en hið síðara var jólaföndur námskeið. Ályktun trúnaðarmannaráðsfundar Trúnaðarmannaráðsfundur SFR mótmælir harðlega hug- myndurn þeim sem fram koma í plaggi samninganefndar rík- isins, dagsettum 29. 10. 1991, en þar er lögð áhersla á að í komandi kjarasamningum sé ekkert svigrúm til almennra launahækkana á næsta ári. A nær tveggja ára tímabili svo- kallaðrar þjóðarsáttar hefur at- vinnulífið í landinu og stjóm- völd fengið ríflegan umþótt- unartíma til að bregðast við ytri aðstæðum með endumýj- un og endurskipulagningu. Launafólk í landinu hefur staðið við sitt í einu og öllu og búið í haginn fyrir aukinn kaupmátt. Ef forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa látið þetta tækifæri sér úr greipum ganga og lagst í staðinn í sukk og neysluæði er ábyrgðin alfarið þeirra. Seinagangurinn í kjara- samningaviðræðunum í haust hefur verið með ólíkindum. Samninganefnd ríkisins segir fullum fetum að “við núver- andi aðstæður” sé hún “ekki reiðubúin til samninga við ein- staka viðsemjendur um breyt- ingar á fyrirkomulagi vinnu eða öðrum atriðum sem leitt gætu til útgjaldaauka fyrir rík- isstofnanir eða ríkisfyrirtæki.” Eftir orðanna hljóðan er samninganefnd ríkisins að beina yfirstandandi samninga- viðræðum inn á braut heildar- samflots, þrátt fyrir það að stéttarfélög opinberra starfs- manna vilji sjálf nýta samn- ingsréttinn til að ganga frá kjarasamningum sínum. Seinagangurinn í viðræðunum er eftir þessu engin tilviljun, heldur er um að ræða einbert sjónarspil af hálfu viðsemj- enda okkar. Ef samninganefnd ríkisins er ekki til viðræðu um sérmál einstakra stéttarfélaga opinberra starfsmanna er nefndin í raun að hundsa rétt þeirra til að ganga frá samn- ingum sínum. Fullyrðingar samninga- nefndar ríkisins um að þjóðfé- lagið hafi ekki efni á að borga hærri laun er ekki hægt að taka alvarlega. Islendingar eru for- takslaust í hópi ríkustu þjóða heims og í ljósi þess er sú lág- taxtastefna, sem hér er við lýði, þjóðarskömm sem verður að linna. Trúnaðarmannaráðstefna SFR krefst þess að samninga- nefnd ríkisins gangi þegar í stað til samninga við félagið á grundvelli kröfugerðar þess en í henni er lögð þung áhersla á sérstakar bætur til láglauna- fólks og á verðtryggingu launa. Þá er ófrávíkjanleg krafa að gengið verði frá sér- kröfum félagsins. Samningar hafa verið laus- ir um nærfellt þriggja mánaða skeið. Trúnaðarmannaráðs- fundur SFR lýsir allri ábyrgð á hendur samninganefndar ríkis- ins fyrir þetta sleifarlag og krefst þess að væntanlegir samningar verði afturvirkir frá 1. september 1991. Trúnaðarmannaráðsfundur SFR skorar á félög opinberra starfsmanna að leita nú þegar leiða til að skapa þann baráttu- vettvang sem dugar til að knýja viðsemjenduma að samningaborðinu og ganga frá kjarasamningum á þann hátt að launafólk megi vel við una. Fundurinn beinir því til stjómar og samninganefndar félagsins að hefja þegar í stað kynningarherferð til að út- skýra málstað SFR í samn- ingaviðræðunum. Jafnframt verði gerð áætlun um hvenær og hvemig best verði að hefja aðgerðir til að knýja á um kröfur félagsins. Frá lífeyrisþegadeild SFR Það sem af er vetri hafa tveir fundir verið haldnir í deildinni. I október var hin ár- lega sviðaveisla þar sem mættu nær 90 manns. I nóvember var svo fræðslufundur um trygg- ingamál, gott og þarft málefni, en sem færri notfærðu sér en skyldi. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið því að sennilega koma Félagstíðindi ekki út á réttum tíma til að kynna næsta fund. Því auglýsum við nú: Þorrablót Laugardaginn 1. febrúar 1992 kl. 12.30 verður hið ár- lega þorrablót haldið að Grett- isgötu 89. Þar mun Jóhann Guðmundsson lesa frumsamda sögu. Þátttöku þarf að tilkynna á skrifstofu SFR fyrir 28. janú- ar n.k. í síma 629644. Þá er áætlað að fundir verði 12. mars og 9. apríl og svo verður aðalfundur deildar- innar 14. maí. Vinsamlegast fylgist með nánari upplýsing- um urn þessa fundi í næstu tölublöðum Félagstíðinda. Frá aukaþingi SLRB í júní s.l. var haldið auka- þing Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja (SLRB) á Grett- isgötu 89. Aðalefni Joingsins voru lagabreytingar. A síðasta þingi var kosin milliþinga- nefnd sem skilaði tillögum um breytingar á gömlu lögunum á þessu aukaþingi. I henni voru þrír kennarar, einn frá Starfs- mannafélagi Reykjavíkur og formaður SLRB. Heyrst hafði fyrir þetta lagabreytinga- brambolt að kennarar og raun- ar fleiri væru með efaserndir um að þeir (kennarar) væru löglegir innan SLRB. Kennarar og hinir í Iaga- breytinganefndinni beitti því óspart fyrir sig, þegar á auka- þingið kom, að lagabreyting- arnar hafi verið bomar undir formann BSRB og Gest Jóns- son lögfræðing BSRB, svo að það var tekið óstinnt upp þegar dregið var í efa hvort laga- breytingamar stæðust gagnvart lögum BSRB. Eftir þessar lagabreytingar eiga öll lífeyrisþegasamtök innan ríkis- og sveitarfélaga- geirans greiðan aðgang inn í SLRB. Þar sem SLRB á full- trúa á landsþingi BSRB með kosningarétt og kjörgengi er ekkert því til fyrirstöðu að maður úr röðum BHMR, kenn- arasamtökunum eða öðrum hliðstæðum félögum verði í framboði til stjórnarkjörs eða formannskjörs í BSRB. Það er nú það. K.H.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.