Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.12.1991, Blaðsíða 5

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.12.1991, Blaðsíða 5
5 „T Félagstíðindi SFR 'ríkið er hafið í Bergiðjunni sem annars staðar og þar er nú unnið alla 3 sölu á jóiatrjám og gerð jóiaskreytinga afýmsu tagi. mennsku og nákvæmni í starfi, ábyrgð og hæfni til að taka gagnrýni og tillögum. Einnig er metið hvort við- komandi myndi tengsl við samstarfsfólk og leiðbein- endur, sýni athygli, úthald og ekki síst, vinnugleði. Sé matið að öllu samanlögðu 100 prósent eru launin 60 prósent af Iðjutaxta þannig að árangur í iðjuþjálfuninni sýnir sig í laununum jafnt sem heilsunni. Starfsmenn sem sýna góðan árangur geta síðan fengið vinnu á verndaða vinnustaðnum, þar sem greidd eru full laun sam- kvæmt Iðjutaxta. Ekki fara þó allir í „efra“ eftir þjálfun, sumir stoppa aðeins í stuttan tíma og hætta þegar þeir út- skrifast af spítalanum. Jóhannes Sigurðsson segir starfsmatskerfið hafa gefist mjög vel og sýni vel jafnóðum hverju sé ábóta- vant og hvar viðkomandi hafi náð árangri. Læknar séu einnig sammála um að sjúkraskýrslunum beri ótrú- lega vel saman við starfs- matið á hverjum tíma. Og það sem ekki er síst mikilvægt, fólkið finnur að það er að gera gagn með vinnu sinni. Það vita eflaust ekki margir að í Víðihlíð eru smíðaðir nær allir póstkassar Pósts og síma. í litlu blikk- smiðjunni eru framleiddir um 300 gulmálaðir póstkass- ar á hverju ári fyrir sveita- bæina, og segja starfsmenn þar að snjómokstursmenn Vegagerðarinnar sjái þeim fyrir nægum verkefnum ár- lega. Rauðu póstkassarnir sem íbúar í þéttbýli kannast betur við koma nær allir frá Bergiðjunni og í fráteknu homi eru staflar af beygluð- um kössum sem berast inn til viðgerðar. í næsta sal eru framleiddar afar traustvekj- andi jólaseríur, og steypt ut- an um perustæðin þannig að hvergi komist raki að. I saumastofunni eru hönnuð og saumuð föt bæði á böm og fullorðna. Fatnað- urinn er yfirleitt úr vönduð- um bómullarefnum og þess má geta, á þessum síðustu og verstu tímum, að verðlag- ið er ekki hátt. Saumastofan sendir einnig ríkisspítölun- um borðdúka, sængurfatnað og viskustykki. Efnið í garðhúsgögn Bergiðjunnar er sniðið til og rennt í trésmiðjunni og sett saman í Víðihlíð. Sú fram- leiðsla liggur niðri í bili, a.m.k. þar til jólaannríkinu lýkur. Öll húsgögn eru fram- leidd úr gegnheilli furu, svo sem borð, stólar, grillborð og garðbekkir með áföstum borðum. Þetta má allt leggja saman og að sjálfsögðu em lamirnar smíðaðar í Bergiðj- unni líka. Blómaker af ýms- um gerðum eru einnig smíð- / blikksmiðjunni eru framleiddir nær allir póstkassar Pósts og síma. Vinnan er sniðin að mismunandi þörfum einstaklinganna og felur í sér iðjuþjálfun jafnt sem tilfinninguna fyrir því að geta gert gagn. Hér er raðað saman ávísanaheftum fyrir Sparisjóð Bolungarvíkur en slíkt þarf að gera í höndum. uð úr furu, t.d. sem eftirlík- ingar af gömlu gerðinni af hjólbörum. í hellusteypunni eru meðal annars framleiddir kantsteinar fyrir Reykjavík- urborg. Steypuvinnan höfðar til margra, segir Jóhannes, enda einföld og veldur eðli- legri líkamsþreytu og sparar mörgum pilluátið. „Það mætti kannski benda heil- brigðisráðherra á þetta,“ segir forstöðumaðurinn sposkur; „Hann myndi þá kannski stuðla að því að meira fé væri veitt til starf- seminnar."

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.