Kosningablað Alþýðuflokksins - 24.06.1934, Blaðsíða 4

Kosningablað Alþýðuflokksins - 24.06.1934, Blaðsíða 4
4 KOSNÍNGÁBLAÐ ALÞÝÐUFLOKKSINS Hverju skiftip það, hvort Eggert Þorbjarnarson fær 5—10 atkvæðunum meira eða minna, fyrst hann getur aldrei komist að, og kommúni8tar geta hvergi fengið mann kosinn við þessar kesningar? Það skiftir auðvitað alls engu máli. En ef Alþýðuflokk- inn vantar 5—10 atkvæði, já, þó ekki værí nema EITT EIN- ASTA atkvæði til að fá sinn fulltrua kosinu, og íhaldsmað- urinn sigraði þar með, þá skiftir það ÓSEGJANLE6A MIKLLI fyrir ALLAN VERKALÝÐ ÍSLANDS. Þau atkvæði gætu orðið til þess að gefa íhaldinu meirihlutavaldið í hendur á þinginu með því að falla dauð og ónýt í atkvæðatölu kommúnista. En þau gætu lika orðið til að bjarga íslenzkri alþýðu úr klóm Nazismans, ef ÞAU FÉLLU Á ALÞÝÐUFLOKKINN. Og aðeins með því móti. Minnist þess, hvernig fór í Halnarfirði í fyrra, Þessi íáu kommúnistaatkvæði þar urðu til þess að fella alþýðuílokksmanninn Kjartán Ólaísson, og íleyta íhaldsfulltrúanum Bjarna Sæbjörns- syni inn í þingsalinn. Aðeins vegna þess, hve vel Norður-ísfirðingar voru á verði um að DREIFA EKKI ATKVÆÐAMAGNI ÍHALDS- ANDSTÆÐINGA, tókst að bjarga því, að í- haldið fengi ekki hreinan meirihluta. Þó Hall- dór Ólafsson hefði þá fengið 15 atkvæði í staðinn fyrir þrjú, þá hefði Kommúnistaflokk- urinn verið jafn nær, en íhaldið í landinu hefði við það náð hreinum meirihluta, og Nazisminn verið kominn í tramkvæmd nú. Dreifið því ekki atkvæðum íhaldsandstæðinga á ísafirði. Það getur kostað það, að íhalds- maðurinn Toríi Hjartarson verði þingmaður bæjarins, — og því miður eru mestar líkur til að það yrði oddasætið í þinginu, eins og þegar Sigurjón komst á eina atkvæðinu íorðum, og gaf íhaldinu meirihluta í 4 ár. Nú er Nazisminn yfirvofandi, og þvi má þetta ekki lienda á ný. Kjósið öll með ALÞÝÐUULOKKNUM! Eyrnamark Aflturhaldsins. Eins og Jöti Þorláksson sagði, þegar hann var i blóma lifsins, þá er það eyrnamark allra reglu- legra afturhaldsflokka, hverju nafni sern þeir kjósa aö nefna sig, að gala i líf og blóð um sparnað. Þetta gera þeir vestur- landsmenn ekki síður en aðrir. Jóni Þorlákssyni fórust svo orð um sparnaðargal ihaldsins á öll- utn tírnum, i þeirri frægustu blaða- grein, sem hann hefir borið gæfu til að skrifa um dagana: „ihaldsmenn semja i öllum löndum stefnuskrár sfnar þannig, að þær gangi sem bezt í augu almennings, því að á þvf veltur iylgið. Þess vegna segja þeir ekki: Við viljum enga nýja vegi, ekki talsima, kærum okkur ekki um alþýðuskóla o. s. frv. EF ÞEIR SEGÐU ÞETTA, FENGJU ÞEIR SEM SÉ LlTIÐ FYLGI. Þeir segja sem svo: Við viljum fara spar- lega með landsfé, við viljum styðja gætilega fjármálastefnu, við viljum ckki hleypa okkur i skuldir. Þeir vita það ofurvel, að el þeir gætu passað, að þjóðin komist ekki l landssjóðinn, þá fær þjóðin huorki alþýðuskóla, járnbrautir, hafnir eða annað slíkt, sem hún telur sig þurfa, en þeir ihaldsmennirnír halda, að hún geti verið án“. Svona er þessu nú farið, segir Jón Þorláksson. Óg hver treystir svo stórcyðslustéttunum ogfulltrú- um þeirra til að spara? Hver treystir Jakob Möller til þess, Hver Ólafi Thors, Eggerl Claessen eða öðrum slikum? Ekki óbreyttir alþýðumenn með óbrjálaða skinsemi. En þeim er treystandi til að skera niður verklegar framkvæmdir og auka þannig á atvinnuleysið og vand- ræðin hjá verkat'ólki. Það vita allir. Munið á morgun! Vcslnrlamt scgir, að kosninga- dagurinn sé úrslitadagurinn um það, hvernig fari urn fratnkvæmdir þjóðmálanna næstu 4 árin. Þetta er rétt. En livaöa alþýðumaður vænt- ir sér góðs af þeim framkvæmd- um, ef íhaldinu tekst að sölsa undir sig öll yfírráð I þjóðfélaginu við þessar kosningar? Heill allrar þjóðarinnar er boð- orðið og kjörorðið við kjörhorðið, scgir Vesturland líka. Mikið rétt. — En hcill allrar þjóðarinnar er sízl tryggð með sigri íhaldsins. Með sigri þcss er tryggð heill og hagsæld braskaranna, auðmann- anna, óreiðumannanna, sjóðþurða- mannanna, einræðisherranna, bruggaranna, hölstefnumannanna. Af sigri íhaldsins mundi leiðavan- sæld allra vinnandi manna á land- inu, það er 9 af hverjum tíu lands- matina. Sigur íhaldsins er því ó- sigur allra vinnandi stétta — ó- sigur þjóðarinnar. Vesturland biðurykkur að grciða ekki atkvæði með tilliti til stétta eða flokka. — Hvað þýðir þetta? íhaldsblaðið biður ykkur að gleyma því á kjördaginn að þið alþýðu- menn séuð, lágt launaðir, atvinnu- litlir, efnalausir, örsnauðir. Þessu eigið þið að gleyma, meðan þið eruð að kjósa sýslumanninn há- launaðan, fulltrúa hálaunamann- anna — yfirstéttanna. Ætlið þið að gleyma ójöfnuði og yfirgangi ranglæti og öfugstreymi þjóðfélags- ins, meðan þið eruð að kjósa? Það er það, sem íhaldsblaðið bið- ur ykkur um? Þið eruð líka beðin að gleyma flokkunum tneðan þið kjósið. — Gleyma þvf, að íhaldið er flokkur þeirra manna.sem selurdýrarvörur, að það eruð þið, sem kaupið þær. Að ihaldið leigir dýr hús, þið sem borgið húsaleiguna. Að það er í- haldið, sem ræður dómstólum og réttarfari — þið sem eruð dæmd fyrir smásakir, cn háttsettir bófar sýknaðir eða náðaðir. Að það er íhaldið sctn drottnar yfir fjármagn- inu í bönkum og atvinnurekstri, þið, sem fáið af því litið eða ekk- ert, og hafið þó skapað það allt. — Þessu eigið þið að gleyma, a, m. k. á kjördaginn, segir ihald- ið. Og jafnframt eigið þið að gleyma því að Alþýðuflokkurinn berzt fyrir sæmilegu kaupgjaldi vinnandi fólks, bættri vinnuaðbúð, styttum vinnutfma, bættum húsa- kynttum, aukinni menntun álmenn- ings kostaðri af almannafé, berst fytir samvinnu i búskap, útgerð og iðnaði, fyrir félagsverslunj’fyr- ir alþýðutryggingum og afléttingu tolla og skatta á fátæku alþýðu- fólki. Þessu eruð þið beðnir að gleyma við kjörborðið. Og svo vill íhaldið ekki, að þið munið eftir þvi.að Alþýðuflokkurinn ber/.t með aðstoð verkalýðs og sjómanna- félaga um allt land móti siðferðis og fjármunaþjófnum mikla, áfeng” Ísböliuu. — Þetta eigið þið altaf að muna, og þó sérstaklega við kjörborðið. Munið á morgun, að vinnustétt- irnar á íslandi eru 9/io hlutar þjóð- arinnar. Sé þeirra hagur tryggður, þá er hagur þjóðarinnar það jafn- framt. Sigur alþýðu er sigur al- þjóðar. Ábj'rgðarmaður: Finnur Jénsten. Prentstolan ísrún. Ef ihaldið fær meirihluta myndar það þingræðisstjórn mcð Ólaf Thors, Jakob Möller og Magnús Guðtmmdsson sem ráð- herra. Siðan afnemnr það lýð- ræðtð og þingræðið og gerir þessar kosningar þannig að sein- ustu kosningumtm á þessum mannsaldri. Þá verður rikislög- reglan aukin og margfölduð. Verk- lýðsfélögin verða leyst upp, for- ingjar þeirra fangelsaðir, kaupið lækkað eftir vild atvinnurekenda, geugi peninga lækkað, málfrelsi, [iindarfrelsi og prentfrelsi afnumið, Alþingi lagt niður, bækur frjáls- lyndra höfunda brenndar, allir stjórnmálaflokkar bannaðir nema ihaldið eitt, njósnarar nazistanna sendir út um alt, allir nema ihalds- menn rcknir úr opinberum stöð- um og úr atvinnu, hvar sem er, og Nazisminn þannig framkvæmd- ur á „löglegatr hátt með nýjum og nýjum bráðabyrgðalögum og tilkynningum frá Ólafi Thors. Þetta er sú sorgarsaga, sem verður að veruieika, ef alþýðan gleymir stéttaraðstöðu sinni og réttum eðlismun flokkanna við kjörborðið á morgun. Þetta má aldrei henda, vakið á verðinum. Brjótið íhaldið á bak aftur með því að kjósa Alþýðu- flokkinn, allir sem einn, og einn sem allir. Skjaldborg heitir jataaðarmannafólag, sem logimar Juliusson stofnaði á Btidu. dal þann 17. júní. Stofnendur voru 50 að tölu og eru ibúar þoipsins tæp 300. Félagið heör þegar samið ogsam- þykt meikar tillögur um viðreisn atvinnulifsins á Bildudal. Alþýðuflokkurinn sækir nú al- staðar fram! Sláum skjaldborg um málefni alþýðunnar! Kjósið Alþýðuflokksframlijóðand- ann, Finn Jónsson. Kjördeildirnar eiu þijár. í fyrsfu kjöideild kjósa allir. sem upphafsstat eiga A—H 1 annaii kjöideild l_L 1 þriðju kjöideild N—Ö alstaðar að baðum slöfutn meðtöldum. í fyisl.u kjöideild geta Alþýðuflokks- kjosendur snúið sér t.il Ólaf* Magn- ússonar. I auuan til Ingimundar Guðmundssonar eða Friðriks Jón- assonar ug i þiiðju til Pals Guð- rnundssonai eða Magnusat Ólats- soinr. Kosningarathöfnín er afar auðveld. Vandinn er enginn annar en sá, að setja blýanlskross (x) framan við nafn þess þingmannsefnis, sem kjós- andinn œtlar að fglgja. Fram- hjóðandi Alþýðuflokksins er al- slaðar efstur á kjörseðlinum. Setjið krossinn framan við nafn Finns Jónssonar! Fjármálastjórn íhaldsins, Árið 1916 voru skuldir nkisins 2 miljónir. 1927 voru þær orðnar 28 miljónir. Skuldaaukning thalds- ins á einum áratug er 28 miljónir og er það áreiðanlega met í skulda* söfnun í allrí sögu íslands. Fjár- málaráðherrarnir voru Björn Krist- jánsson, Gig. Eggerz og Magrnis Guðmundsson. Á þessu árabili eyddu þeir 50 miljónum utan íjárlaga 1 algerðu heimildarleysi. Er þaö líka met i óheimilum fjáraustrí.

x

Kosningablað Alþýðuflokksins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kosningablað Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1558

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.