Fréttablaðið - 30.03.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.03.2021, Blaðsíða 2
Lágstreymt í löndun mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 .................................................... Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS Þessa vöru þarf að sérpanta. S. 561 1433 Netfang: bjornsbakari@bjornsbakari.is ELDGOS „Mér finnst það vera einfalt mál og að það eigi að drífa í gjald- töku,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda, en hann er einn af þeim fjölmörgu sem hafa skoðað eld- stöðvarnar í Geldingadölum. Ólafur hefur lengi verið á þeirri skoðun að hefja eigi gjaldtöku við náttúruperlur landsins. Hann skrifaði fyrst um nauðsyn gjald- töku í Lesbók Morgunblaðsins árið 1988 þegar landeigendur við Höfða í Mývatnssveit fóru að rukka inn. „Þetta er enn að velkjast fyrir fólki. Mér finnst þetta einfalt mál. Hvort sem það er þessi náttúru- perla eða einhver önnur þá kostar peninga að leggja stíga, vera með gæslu, setja upp merkingar og svo framvegis. Það er miklu eðlilegra að þeir sem njóta náttúrunnar á þessum stað borgi fyrir það en það sé fjármagnað af skattfé sem er síðan alltaf of naumt skammtað,“ segir Ólafur. Á sunnudag varð mikil örtröð er fólk var að yfirgefa gossvæðið. Þurfti að fara hægt yfir til að komast aftur í bílana. Mikil hálka myndað- ist á gönguleiðinni þegar byrjaði að snjóa og strekkingsvindur gerði líka fólki erfitt fyrir. Bogi Adolfsson, formaður björg- unarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, sagði í samtali við Fréttablaðið á sunnudag að sumir hefðu örmagnast á göngunni. Í gær ráðlögðu viðbragðsaðilar göngu- fólki að hafa brodda meðferðis en flughált var á gönguleiðinni að gos- stöðvum. „Það æpir á mann þegar maður gengur þarna um að það þurfi að afmarka gönguleiðirnar betur, gæta að öryggi fólks og passa upp á umgengni, því að við höfum séð sorglegar fréttir um sóðaskap við gosstöðvarnar. Kannski þarf að setja upp skilti til að minna fólk á að fara með ruslið heim,“ segir Ólafur í léttum dúr. Upplifunin hafi þó verið ekkert minna en stórkostleg. „Þetta er mikið sjónarspil og þetta ferðalag í svona fjölmennum hópi var dálítið skemmtilegt. Það var svolítil pílagrímastemning í þessu. Þetta minnti mig aðeins á þegar ég gekk á heilagt fjall á Srí Lanka ásamt nokkrum þúsundum,“ segir Ólafur. Það sé dálítið sérstakt að vera í fjöl- menni í fjallgöngu á Íslandi. „En maður vorkenndi klárlega náttúrunni svolítið, gróðurinn er viðkvæmur þarna. Mér finnst full þörf á að taka til hendi á svæðinu og afmarka leiðirnar betur og það er hið eðlilegasta mál að þeir sem koma borgi fyrir þá þjónustu,“ segir Ólafur. benediktboas@frettabladid.is Blasi við að taka gjald fyrir aðgang að gosinu Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem gekk að gosstöðvunum um helgina, hefur lengi sagt að rukka eigi gjald fyrir aðgang að náttúruperlum landsins. Hann vill að drifið verði í gjaldt öku í Geldingadölum. Það er miklu eðlilegra að þeir sem njóta náttúrunnar á þessum stað borgi fyrir það en það sé fjármagnað af skattfé sem er síðan alltaf of naumt skammtað. Ólafur Stephensen Gífurlegur fjöldi sækir í sjónarspilið í Geldingadölum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Unnið var að löndun í Kef lavíkurhöfn í gær. Báturinn heitir Hraunsvík og kallast nafn hans á við eldsumbrotin á Reykjanesskaga. Telja má víst að báturinn hafi þó verið til nokkru lengur en hraunið sem rennur í Geldingadölum. Enn er beðið eftir nafni á það. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI FISKELDI Skipulagsstofnun hefur verið gert að taka til afgreiðslu án frekari tafa tillögu Arnarlax að matsáætlun og frummats- skýrslu vegna fyrirhugaðrar fram- leiðsluaukningar á laxi í sjókvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Arnarlax kærði í nóvember síðastliðinn „vanrækslu Skipulags- stofnunar á því að afgreiða frum- matsskýrslu, eða eftir atvikum að afgreiða matsáætlun um mat á umhverfisáhrifum, vegna fyrirhug- aðrar framleiðsluaukningar á laxi um 4.500 tonn í núverandi sjókvíum kæranda í Arnarfirði,“ eins og segir í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar sem tekur undir með Arnarlaxi að málsmeðferð Skipulagsstofnunar hafi ekki verið í samræmi við lög. „Er það niðurstaða úrskurðar- nefndarinnar að óhæfilegur drátt- ur hafi orðið á afgreiðslu erinda kæranda [Arnarlax], þær tafir eigi sér ekki lagastoð og séu því ekki afsakanlegar. Verður því lagt fyrir Skipulagsstofnun að taka til form- legrar afgreiðslu án frekari tafa til- lögu kæranda að matsáætlun, sem og frummatsskýrslu hans,“ segir úrskurðarnefndin. Ljóst sé að teldi stofnunin matsáætlun vera forsendu þess að hún gæti tekið frummats- skýrsluna til meðferðar hafi henni borið henni að hafna skýrslunni með þeim rökum. – gar Óafsakanlegur dráttur hjá Skipulagsstofnun Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, for- stjóri Skipulagsstofnunar. Þorvaldur Þórðarson jarðfræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGRTYGGUR ARI ELDGOS „Þetta bara heldur áfram,“ segir Þorvaldur Þórðarson jarðvís- indamaður um ganginn í gosinu í Geldingadölum. „Það er aðeins meira púður í gíg- unum núna. Það gæti verið vegna þess að gígopin efst eru orðin aðeins þrengri. Það eru heldur hærri strókar upp úr þeim. þetta er eina breytingin sem ég hef séð annars er þetta einfaldlega stöðugt rennsli,“ segir Þorvaldur. Kvikustreymið er að sögn Þor- valdar í jafnvægi. „Á meðan það verður engin breyting á því held ég að þetta haldi áfram að dæla út,“ segir hann. Nóg sé til undir yfir- borðinu. „Sá tankur er búinn að vera að safna í sig í átta hundruð ár.“ Þorvaldur segir enn mjög gott aðgengi að gosstöðvunum. „Það er bara að koma sér vel fyrir í brekk- unum fyrir ofan og fá sér smá kaffi,“ ráðleggur hann. – gar Fái sér kaffi og njóti útsýnisins 3 0 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.