Fréttablaðið - 30.03.2021, Side 4

Fréttablaðið - 30.03.2021, Side 4
FIAT HÚSBÍLAEIGENDUR ER HÚSBÍLLINN ÞINN KLÁR FYRIR SUMARIÐ? BJÓÐUM UPP Á SMURÞJÓNUSTU OG LÉTTA ÁSTANDSSKOÐUN FYRIR SUMARIÐ: • SJÓNSKOÐUN Á BREMSUKERFI OG UNDIRVAGNI • LJÓS YFIRFARIN • ÁSTAND HJÓLBARÐA METIÐ OG LOFTÞRÝSTINGUR MÆLDUR • ÞURRKUR OG RÚÐUSPRAUTUR YFIRFARNAR • ÁSTAND KÆLIKERFIS METIÐ • HLEÐSLA RAFKERFIS MÆLD. ALLIR VINNA – ENDURGREIÐSLA Á VSK Á VINNULIÐ AÐ LÁGMARKSUPPHÆÐ 25.000 KR. ÁN VSK. ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 17:00 SKIPULAGSMÁL Stofnanir sem gefa umsagnir um áformaða þrettán hektara landfyllingu í Elliðavogi hvetja til þess að farið verði með ítrustu gát til að spilla ekki fyrir laxastofni Elliðaánna. Samkvæmt Aðalskipulagi Reykja- víkur er þessi fyrirhugaða landfyll- ing eitt af þremur lykilsvæðum í framtíðaruppbyggingu í borginni. Í matsskýrslu frá borginni sem Skipulagsstofnun tók til skoðunar er talið að samtals þurfi 1,0 til 1,2 milljónir rúmmetra af efni í land- fyllinguna sem verði varin af sjó- varnargörðum. Í garðana þurfi um 21 þúsund rúmmetra af grjóti. Taka muni þrjú til fjögur ár að ljúka við landfyllinguna. Iðnaðarstarfsemi, þar með talin starfsemi jarðefnafyrirtækisins Björgunar, á svæðinu verður lögð af og í staðinn kemur blönduð byggð. Fyrsti áfanginn verður 2,5 hektarar. Gert er ráð fyrir að 90 prósent af því efni sem til þarf, sem áætlað er að séu um 240 þúsund rúmmetrar, fáist af athafnasvæði Björgunar. Afgangurinn fáist með dælingu af sjávarbotni. Segir Skipulagsstofnun að það mat á umhverf isáhrifum sem þegar hafi farið fram sé nægilegur grundvöllur til að leyfa 1. áfanga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Ljóst er að enn er ósvarað veiga- miklum spurningum um áhrif 2. og 3. áfanga landfyllingarinnar á lax- fiska,“ segir stofnunin hins vegar. Í fyrsta lagi segir Skipulagsstofn- un að kanna þurfi hættu á mengun úr neðri lögum botnsets áður en farið sé í fyrsta áfangann. Þá þurfi að afmarka framkvæmdasvæðið með görðum eða öðrum aðgerðum til að takmarka eins og hægt sé að grugg berist til búsvæða laxfiska á ósasvæði Elliðaánna. Og í þriðja lagi setur Skipulagsstofnun það skilyrði að framkvæmdatíminn sé „bundinn við þann tíma árs þegar laxfiska er almennt ekki að vænta á ósasvæðinu“. Eitt helsta áhyggjuefnið vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa land- fyllingarinnar tengist einmitt sil- ungi og laxi. Segir Skipulagsstofnun að sýnt hafi verið fram á mikilvægi ósasvæðisins fyrir gönguseiði og fullorðinn lax við lífeðlisfræðilega aðlögun að breyttu seltumagni. Í Elliðaám og Elliðavatni sé að finna allar tegundir ferskvatnsfiska hér- lendis, það er lax, bleikju, urriða, hornsíli og ál. Allar þessar tegundir geti farið á milli ferskvatns og sjávar. Þá segir að göngutími fiska skipti verulegu máli gagnvart öllum fram- kvæmdum í Elliðaárvogi. Fiskur sé að ganga til og frá sjó frá apríl fram í nóvember. Því séu það aðeins fimm vetrarmánuði sem ekki sé samgang- ur fiska milli sjávar og ferskvatns í Elliðaárvogi. Vitnað er til umsagnar Veiðimála- stofnunar sem segir að fara þurfi að öllu með gát. „Er bent á að ef hin fyrirhugaða landfylling auki afföll fiska umtalsvert séu miklir hags- munir í húfi, bæði veiðihagsmunir og þeir hagsmunir sem fylgja þeirri hreinleikaímynd að hafa uppruna- legan laxastofn í miðri höfuðborg.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Fiskistofa taka í sama streng og Veiðimálastofnun varðandi fiskana. Sama gildir um Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkur- borg sem segir „nauðsynlegt að ítr- ustu varfærni verði gætt við þessa framkvæmd enda einstakt að hafa laxveiðiá í miðri höfuðborg og því beri að hlúa að ánum frekar en að skapa aukið álag og áhættu“. gar@frettabladid.is Ný landfylling háð skilyrðum Ferskvatnsfiskar í Elliðavatni og Elliðaám eru helsta áhyggjuefni vegna landfyllinga í Elliðavogi. Skipu- lagsstofnun leyfir fyrsta áfangann ef gripið verður til varnaðaraðgerða. Meiri vafi um seinni tvo áfangana. Fyrsti áfangi í landfyllingum við Elliðaárvog er austast en áfangi 2 er vestast. Þriðji áfanginn er á milli. MYND/VERKÍS Í Elliðaám og Elliðavatni eru allar tegundir fersk- vatnsfiska hérlendis, það er lax, bleikja, urriði, hornsíli og áll. Allar tegundirnar fara á milli ferskvatns og sjávar. Grjótvarnargarður (ný strandlína) Ta ng ab ry gg ja Gelgjutangi Elliðaárvogur Sævarhöfði Aðalskipulagsmörk Áfangi 1 Áfangi 3 Áfangi 2 Áfangaskipting landfyllinga úr umhverfismatsskýrslu Byggingarreitir nýrra húsa Fráveitulagnir VERKFANG TEIKNING 105 Reykjavík Sími: 411 1111 Borgartún 12-14 C Öll afnot og afritun teikningar, að hluta eða í heild er háð skriflegu leyfi höfunda www.verkis.is - sími: 422 8000 Mkv: Stærð: Dags: SKÝRINGARDAGSÚTG TEIK HANN RÝNT SAMÞ SAMÞYKKT: Teikn. nr.: Útg.: BRYGGJUHVERFI - LANDFYLLING Yfirlitsmynd með nýrri strandlínu og áfangaskiptingu landfyllinga úr umhverfismatsskýrslu 05168 008.C71.B34 1 1:2000 A2 2021-03-11 1 2021-03-11 v/framkvæmdaleyfis KHG B34 1 0 m100 1:2000 200 Frumstærð blaðs A2 Sævarhöfði Ta ng ab ry gg ja Elli aárvogur l j tangi Áfangi 3 Grjótavarnargarður (ný strandlín Áfangaskipting landfyllinga úr umhverifsmatsskýrslu Byggingarreitir nýrra húsa Fráveitulagnir Aðalskipulagsmörk Áfangi 2 Áfangi 1 Ell ið aá r VIÐSKIPTI Róbert Wessman, for- stjóri Alvogen og Alvotech, er sakaður um að hóta fyrrverandi samstarfsmönnum sínum og fjöl- skyldum þeirra líf láti. Halldór Kristmannsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Alvogen og Alvotech og náinn samstarfs- maður Róberts til 18 ára, sendi stjórnum fyrirtækjanna bréf þann 20. janúar til að vekja athygli á stjórnunarháttum og ósæmilegri hegðun Róberts. Í ítarlegri greinargerð er skorað á stjórnir fyrirtækjanna að taka líf- látshótanir og ógnandi textaskila- boð Róberts til sérstakrar rann- sóknar. Halldór hefur að eigin sögn lagt fram tugi tölvupósta og texta- skilaboða, sem sýna hvernig hann var beittur óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn Róberts, sem hann bar þungum sökum. Halldór segir samstarf þeirra Róberts hafa að mestu leyti verið farsælt en að það hafi myndast alvarlegur ágreiningur milli þeirra sumarið 2018 og í september 2020, þegar Róbert bar háttsetta emb- ættismenn á Íslandi, alþjóðlegan fjárfesti og íslenskan blaðamann þungum sökum. Segist Halldórhafa orðið per- sónulega fyrir líkamsárás og orðið vitni að annarri frá Róbert, þegar hann var undir áhrifum áfengis á viðburðum fyrirtækisins erlendis. „Það er augljóst af bréfasend- ingum lögmanna Halldórs, Quinn Emanuel, að ásakanir hans eru gerðar í f járhagslegum tilgangi enda koma þar fram kröfur um greiðslur til handa honum,“ segir meðal annars í yf irlýsingu frá Róbert Wessman sem barst fjöl- miðlum síðdegis í gær. – ilk, aá Brigslyrðin ganga milli fyrrverandi samstarfsmanna í Alvogen Höfuðstöðvar Alvogen og Alvotech í Vatnsmýri. FRÉTTABLAÐIÐ/HANNA Halldór Kristmannsson kveðst hafa tugi tölvupósta og textaskilaboða, sem sýni hvernig hann var beittur óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn Róberts Wessman. Bólusett. FRÉTTBLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI COVID-19 Fyrirtækið Jansen, dóttur- félag bandaríska lyfjafyrirtækisins Johnson & Johnson, tilkynnti í gær að bóluefni fyrirtækisins gegn COVID-19 byrji að berast Evrópu- þjóðum 19. apríl. Að því er fram kemur í frétt sænska ríkissjónvarpsins hefur Evrópusambandið pantað 200 milljónir skammta af Jansen-bólu- efninu og á möguleikann á því að fá annað eins magn afgreitt til við- bótar. Bóluefnið hefur þá sérstöðu gagnvart öðrum bóluefnum gegn COVID-19 að aðeins þarf að gefa það einu sinni og er mun einfaldara að flytja og geyma það en bóluefni Pfiz er, Moderna og AstraZeneca. Reiknað er með að 3.500 skammt- ar af Jansen-bóluefninu berist til Íslands til að byrja með. – gar Bóluefni Jansen berst 19. apríl ELDGOS Sett hefur verið bann við að leggja bifreiðum við Suðurstrandar- veg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þá hefur ein stefnu akstri um Suður strandar veg til austurs frá Grinda vík verið af létt eftir að Vega gerðin lauk bráða birgða við- gerðum vegarins upp með Festar- fjalli. Fram kemur einnig  að öllum bílum verði beint á bíla stæði sem hafa verið út búin í grennd við upp- hafs stað göngu leiða að eld gosinu í Geldinga dölum. Á ætlað er að 1.000 bílar geti lagt þar. – la Bannað að leggja 3 0 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.