Fréttablaðið - 30.03.2021, Page 6
LYFSALINN GLÆSIBÆ Opið 8.30 - 18.00 Sími 517 5500 / glaesibaer@lyfsalinn.is
LYFSALINN VESTURLANDSVEGI Opið 10.00 - 22.00 Sími 516 5500 / vesturlandsvegur@lyfsalinn.is
LYFSALINN URÐARHVARFI Opið 8.30 - 18.00 Sími 516 5505 / urdarhvarf@lyfsalinn.is
Glæsibær Vesturlandsvegur Urðarhvarf
www.lyfsalinn.is
APÓTEK LYFSALANS
SAMFÉLAG „Hertar sóttvarnareglur
eru í rauninni ástæðan fyrir því
að við vorum að leita að auka hús-
næði,“ segir Sigþrúður Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastýra Kvenna-
athvarfsins.
Á su n nud ag sk völd ósk aði
Kvenna athvar f ið eftir aðstoð
almennings við að finna húsnæði
fyrir skjólstæðinga sína.
„Það hefur verið mikil aðsókn
hjá okkur undanfarið og í ljósi
aðstæðna í samfélaginu er erfiðara
að taka á móti f leira fólki í athvarf-
ið,“ segir Sigþrúður. „Okkur er ekki
vel við það að konur deili herbergi
og við þurfum helst að hafa eitt
autt herbergi fyrir nýjar konur en
líka ef einhver skyldi þurfa að fara
í sóttkví,“ bætir hún við.
Er rætt var við Sigþrúði í gær var
ekki komin endanleg lausn á vand-
anum en hún var þó í sjónmáli.
„Það er eins og við manninn
mælt, alltaf þegar við biðjum um
hjálp þá sprettur upp hersing svo
við fengum mikið af ábendingum
og tilboðum sem við erum að vinna
úr. Þetta virðist allt ætla að bjarg-
ast,“ segir Sigþrúður.
Nú vantar íbúðir fyrir konur sem
dvalið hafa í Kvennaathvarfinu en
þurfa ekki lengur neyðarúrræði.
„Þetta væru konurnar sem gætu
dvalið í blokkinni okkar ef hún væri
tilbúin,“ segir Sigþrúður og vísar til
blokkar sem nú er í byggingu og er
ætlað að hýsa áfangaheimili fyrir
konur sem dvalið hafa í athvarfinu.
Skrifað var undir verksamning
og samning um fjármögnun vegna
blokkarinnar sem í eru átján íbúðir
í nóvember árið 2019. Safnað var
fyrir verkefninu í þjóðarátaki Á
allra vörum árið 2017. Áætlað er að
starfsemi hefjist næsta haust.
„Það er virkilega skemmtilegt
að fylgjast með blokkinni spretta
upp því þetta er langþráð verkefni
sem við byrjuðum á fyrir mörgum
árum,“ segir Sigþrúður.
Áfangaheimilið verður fyrir
konur sem búið hafa í Kvennaat-
hvarfinu en eru tilbúnar að taka
skref í átt að sjálfstæðara lífi. Þar
geta konurnar leigt íbúð og átt sitt
heimili samhliða því að fá stuðning
frá athvarfinu. ,,Þetta er svona milli-
stigsúrræði sem hefur vantað fyrir
stóran hóp,“ segir Sigþrúður.
Aðspurð hvort hún geri ráð fyrir
aukinni aðsókn í athvarfið um
páskana segir Sigþrúður svo ekki
vera. „Við búumst ekki endilega
við fleirum en við erum með færra
starfsfólk um páskana svo við
viljum vera undirbúin og að það sé
pláss fyrir alla,“ segir hún.
Mikil aðsókn hefur verið í
Kvennaathvarfið síðasta árið en Sig-
þrúður segir að þó sé aðsókn þeirra
sem dvelja í athvarfinu ekki meiri
nú en undanfarin ár.
„Það hefur verið mikil aukning í
viðtöl hjá okkur,“ segir Sigþrúður.
,,Það er aukning í konum sem leita
sér aðstoðar í formi viðtala og fá
þannig ráðgjöf og stuðning.“
Sigþrúður segir mikilvægt að
með hertum sóttvarnareglum og
aukinni einangrun fjölskyldna sé
fólk meðvitað um ólíkar aðstæður
fólks og hafi augu og eyru opin.
birnadrofn@frettabladid.is
Allir reiðubúnir að styðja við
starfsemi Kvennaathvarfsins
Kvennaathvarfið óskaði eftir tillögum og aðstoð við að finna húsnæði fyrir skjólstæðinga í ljósi hertra
sóttvarnareglna. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Framkvæmdastýran bíður spennt eftir átján íbúða
blokk sem áætlað er að verði tilbúin í sumar og mun hún hýsa áfangaheimili á vegum athvarfsins.
Með meiri einangrun fjölskyldna þarf að hafa augu og eyru opin fyrir ólíkum aðstæðum fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Við viljum vera
undirbúin og að
það sé pláss fyrir alla.
Sigþrúður Guð
mundsdóttir,
framkvæmda
stýra Kvenna
athvarfsins
MENNTUN Algengast er að nemend-
ur í almennu bóknámi séu skráðir
á náttúrufræðibrautir en þar á eftir
koma félagsfræðibrautir og opnar
brautir til stúdentsprófs. Þetta
kemur fram tölum sem Mennta-
málastofnun hefur tekið saman um
nemendur í íslenskum framhalds-
skólum á vorönn.
Yf ir þrjú þúsund nemendur
eru skráðir á náttúrufræðibraut.
Húsasmíði og rafvirkjun eru fjöl-
mennastar í starfsnámsgreinum
en sjúkraliðanám kemur þar fast
á eftir. Kynjaskipting í starfs-
námsgreinum er mjög áberandi.
Greinarnar eru jafnan annað
hvort áberandi karlagreinar, eins
og húsasmíði og rafvirkjun, eða
áberandi kvennagreinar, svo sem
sjúkraliðanám, nudd og snyrti-
fræði.
Þegar niðurstöður um nemenda-
samsetningu eru teknar saman sést
að nær þriðjungur nemenda er
skráður í starfsnám og 57 prósent
í almennt bóknám.
Aðsókn í starfsnám eykst veru-
lega með hækkandi aldri.
Tölurnar miðast við gögn sem
sótt voru í Innu, skólakerfi fram-
haldsskólanna, þann 1. mars síð-
astliðinn.
Umsóknir í hefðbundna íslenska
framhaldsskóla voru 2.915 talsins.
Þar er bæði um að ræða nemendur
sem koma nýir inn í framhalds-
skóla og þá sem eru að skipta um
skóla.
Tekið er fram að listinn nær ekki
yfir allar umsóknir í íslenska fram-
haldsskóla. – bb
Langflestir í bóknámi fara á náttúrufræðibraut
Bóknám er sem fyrr vinsælast.
Amma Hófí fékk um 16 milljónir
endurgreiddar vegna myndarinnar.
ME NNING Raunveruleikaþáttur
MTV, The Challenge, fékk 311 millj-
ónir króna endurgreiðslu úr Kvik-
myndamiðstöð Íslands en listinn
birtist í gær. Styrkurinn var sá lang-
hæsti af þeim rúmlega 18 verkefnum
sem hafa fengið endurgreiðslu.
Endurgreiðslan hljóðar upp á 25
prósent af framleiðslukostnaði og
má því reikna með að framleiðslu-
kostnaður hafi numið yfir milljarði
króna en Pegasus framleiddi.
Þættir og myndir sem sýnd voru á
RÚV eru fyrirferðarmikil á listanum.
Þannig fékk Kappsmál 18 milljónir,
Áramótaskaupið fékk 13 milljónir,
Eldhugarnir fengu þrjár milljónir,
Með okkar augum sömuleiðis og
Lesblinda fékk sjö milljónir. – bb
The Challenge
fékk langmest
endurgreitt
COVID-19 „Ég er ein þeirra sem hafa
sagt: Þetta gengur of hægt fyrir minn
smekk, en eigi að síður erum við að
ná þeirri áætlun sem við lögðum upp
með, það er að segja, nú erum við að
nálgast 45 þúsund manns í lok mars
eins og við sögðum,“ segir Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra. „Ég hef
sagt að ég telji að meirihluti þjóðar-
innar verði bólusettur fyrir mitt ár,
ég held að það muni standast, út frá
þeim áætlunum sem við höfum.“
Þetta kom fram í Fréttavaktinni á
Hringbraut í gærkvöld.
„Auðvitað er töluverður aðstöðu-
munur milli þjóða. Bretar nýta bara
fyrsta skammtinn og eru í þeirri
aðstöðu að AstraZeneca er fyrirtæki
með tengsl við Bretland. En þegar
við skoðum fjölda fullbólusettra þá
eru Ísland og Danmörk komin lengst
í fullri bólusetningu.“ – lb
Bólusetning
gengur of hægt
segir Katrín
Katrín Jakobs-
dóttir, forsætis-
ráðherra.
3 0 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð