Fréttablaðið - 30.03.2021, Side 8

Fréttablaðið - 30.03.2021, Side 8
Þú finnur allt á einum stað í öllum okkar verslunum! Mmm ... bröns! Afgreiðslutímar á www.kronan.is COVID -19 Engin dauðsföll voru skráð af völdum COVID-19 í Lund- únum fyrradag en það var í fyrsta sinn í sex mánuði sem dauðsföll af völdum sjúkdómsins voru engin í borginni. BBC greinir frá. Þegar kórónaveirufaraldurinn stóð sem hæst í Lundúnum í apríl í fyrra létust að meðaltali 230 ein- staklingar af völdum COVID-19 í borginni á hverjum degi. Tólf prósent af öllum dauðs- föllum vegna COVID-19 í Bretlandi hafa verið í Lundúnum, og hefur staða faraldursins hvergi verið verri í landinu en þar. Nýjum tilfellum í Lundúnum hefur þó fækkað tölu- vert síðustu vikurnar og er nú langt undir meðaltali miðað við það sem áður var. Alls hafa yfir 4,3 milljónir manna smitast af veirunni í Bret- landi öllu og rúmlega 126 þúsund manns hafa látið lífið vegna hennar í landinu. Bólusetningar í Bretlandi ganga afar vel sem er ástæða þess að far- aldurinn er á hraðri niðurleið í land- inu. Í fyrradag náðist sá áfangi að 30 milljónir Breta hafa nú að minnsta kosti fengið fyrri skammtinn af bóluefni. Þetta jafngildir 57 pró- sentum allra fullorðinna í landinu. Í heiminum öllum hafa verið gefnir meira en 546 milljónir skammta af bóluefni í 141 einu landi. Að meðaltali eru gefnir um það bil 14,5 milljónir skammta á hverjum degi. Í Bandaríkjunum eru nú þeir ein- staklingar sem hafa fengið skammt af bóluefni f leiri en þeir sem smit- ast hafa af veirunni þar í landi. 143 milljónir bóluefnaskammta hafa verið gefnar í Bandaríkjunum en þar hefur greinst tæplega 31 milljón tilfella af COVID-19. Í Bandaríkjunum hafa yfir 562 þúsund manns látið lífið og í gær voru tæpar sjö milljónir manna þar í landi með virkt COVID-19 smit. Flest greind tilfelli á heimsvísu eru í Bandaríkjunum, því næst í Brasilíu, rúmlega 12,5 milljónir talsins, og svo í Indlandi, um tólf milljónir tilfella. Mikill munur er á fjölda tilfella í Indlandi og í Frakk- landi sem er það land sem því næst hefur greint hvað mestan fjölda til- fella en þar eru þau rúm 4,5 millj- ónir talsins. Á Norðurlöndunum hafa lang- flest tilfelli verið staðfest í Svíþjóð, yfir 780 þúsund talsins, og því næst í Danmörku, 228 þúsund. Í Noregi er fjöldi tilfella kominn yfir 93 þús- und og í Finnlandi eru þau rúmlega 76 þúsund. Enn eru nokkur lönd í heiminum þar sem einungis nokkur tilfelli veirunnar hafa greinst. Á Mars- hall-eyjum hafa greinst fjögur til- felli COVID-19, á bæði Samóa og á Vanúatú hafa greinst þrjú tilfelli og í Míkrónesíu hefur einungis greinst eitt tilfelli. Alls hafa greinst tæplega 128 milljónir tilfella af COVID-19 í heiminum en fyrsta tilfellið greind- ist í nóvember árið 2019. Síðan þá hafa verið skráð nærri 2,8 milljónir dauðsfalla af völdum sjúkdómsins. birnadrofn@frettabladid.is urdur@frettabladid.is Faraldurinn virðist á undanhaldi í Bretlandi Tímamót urðu í Lundúnum á dögunum þegar ekkert dauðsfall varð af völdum COVID-19 í borginni í fyrsta skipti í sex mánuði. Í heiminum öllum hafa verið gefnir meira en 546 milljónir skammtar af bóluefni í 141 landi. 14,5 milljónir skammtar af bóluefni eru gefnir daglega í heiminum að meðaltali. MJANMAR Mótmælendur héldu aftur út á götur Mjanmar í gær eftir blóðug átök við lögregluna um helgina. Að minnsta kosti 114 létust í mótmælunum á laugardaginn, þar á meðal voru nokkur börn. Samkvæmt tölum frá hjálparsam- tökum fyrir pólitíska fanga hafa að minnsta kosti 462 látist frá valda- töku hersins í byrjun febrúar. Eftir átökin um helgina skrifuðu forsvarsmenn stærstu mótmæl- endahreyfingarinnar opið bréf til minnihlutahópa í landinu þar sem þeir voru hvattir til að standa gegn kúgun herstjórnarinnar. Þá hafa þúsundir flúið land vegna of beldisins, þar á meðal íbúar við landamærin sem flúðu til Taílands eftir loftárásir hersins. Forsætisráð- herra Taílands lýsti áhyggjum yfir vandanum og vonaðist til þess að hann yrði leystur innan landamæra Mjanmar. Taíland væri ekki í stakk búið til að taka á móti svo mörgum flóttamönnum. Margir af leiðtogum heimsins hafa fordæmt ástandið í Mjanmar. „Ástandið er skammarlegt, fjöldi fólks hefur verið drepinn í algjöru tilgangsleysi,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti. Sameinuðu þjóðirnar hafa hótað herstjórninni refsiaðgerðum á borð við viðskiptabann ef ástandinu linni ekki en herstjórnin hefur sagt Mjanmar vant slíkum aðgerðum og að landið myndi aðlaga sig þeim. – atv Þúsundir flýja blóðbaðið í Mjanmar Á fimmta hundrað hafa látist síðan mótmælin hófust í byrjun febrúar. Fjöldi fólks hefur verið drepinn í algjöru tilgangsleysi. Joe Biden Bandaríkjaforseti Heilbrigðisstarfsmenn tylltu sér í gær niður á minningarvegg gegnt Westminster, þinghúsinu í Lundúnum, til að snæða hádegisverð. Hvert hjarta táknar líf sem tapast hefur í baráttunni við veiruna í Bretlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY EGYP TAL AND Gámaf lutninga- skipið Ever Given, sem sat fast í Súesskurðinum í viku, losnaði loks í gær. „Þetta tókst!“ segir í tilkynn- ingu björgunarfyrirtækisins sem unnið hafði sleitulaust að því að losa skipið frá því það strandaði. Í framhaldinu fer skoðun fram á skipinu og í kjölfar hennar verður ákveðið hvað verður um farm skipsins. Ever Given er 400 metrar að lengd, 59 metrar að breidd og rúm- lega 220 þúsund tonn. Það sat fast í skurðinum frá því á þriðjudag í síðustu viku og lokaði fyrir alla umferð. Á fjórða hundrað skipa hafa beðið eftir að komast leiðar sinnar um skurðinn og hafa tafirnar reynst útgerðum þeirra verulega kostn- aðarsamar. – fbl Skurðurinn opinn á ný Í gær tókst loks að losa skipið og opna skurðinn fyrir umferð á ný. COVID -19 Farþegaþotu með 189 hollenskum pakkaferðalöngum verður flogið til eyjarinnar Rhodos á Grikklandi 12. apríl næstkomandi í sérstöku tilraunaverkefni til að endurvekja ferðamannaiðnaðinn. Norska ríkissjónvarpið vitnar til hollensku fréttastofunnar RTL Nieuws sem segir alls 25 þúsund manns hafa skráð sig í von um að fá pláss um borð í f lugvélinni. Markmiðið með verkefninu sé að kanna hvort mögulegt sé að opna á umfangsmeiri ferðamennsku í sumar. Sá galli er á gjöf Njarðar að Hol- lendingar dvelja allir á sama gisti- staðnum, Mitsis Grand Beach hótelinu, og mega ekki yfirgefa hótelsvæðið þá átta daga sem ferðin varir. Að sjálfsögðu fara allir í skimun fyrir og eftir ferðina auk þess sem tíu daga sóttkví tekur við er heim til Hollands verður komið. Ferðin kostar 60 þúsund með öllu inniföldu. – gar Tilraunaferð með túrista Mitsis Grand Beach-hótelið. 3 0 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.