Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2021, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 30.03.2021, Qupperneq 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Gild rök verða að fylgja kröfu um lokun leikskóla. Þau hafa ekki komið fram. Aftur á móti virðist skorta á upplýsinga- gjöf til langþreytts starfsfólks- ins. Þetta er þjóðþrifamál sem þarf að komast til framkvæmda sem fyrst. Nú þegar við búum í fjórða sinn við hertar samkomutakmarkanir er ekki laust við að aðeins hafi dregið af mannskapnum sem fagnað hafði endurheimtu frelsinu.Rétt eins og í fyrri skipti sýnist sitt hverjum um aðgerðir stjórnvalda og útfærslur þeirra. Er eðlilegt að þúsundir hópist saman við spúandi eldgíg en sé bannað að nýta sér skíðasvæði landsins? Hvað sem fólki finnst er víst að þau sem sitja uppi með ákvarðanirnar eru ekki öfundsverð af hlutskiptinu. Viðbrögð leikskólakennara við takmörkunum sem settar voru á í liðinni viku hafa aftur á móti verið svolítið á skjön við restina. Á meðan helst er kvartað yfir hertum reglum og lokunum finnst þeim ekki nóg gert og hafa forsvarsmenn leikskólakennara og -stjóra birst í fjölmiðlum og kvartað yfir því að vinnustaðir þeirra skuli enn vera opnir. Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, sagði frá því í Silfrinu á RÚV um helgina að starfsfólk leikskóla væri bæði þreytt og hrætt við veiruna. Með fullri virðingu fyrir tilfinningum þeirra sem annast yngstu Íslendingana, held ég að það sama megi segja um stóran hluta þjóðarinnar. Sigurður sagði að „selja þyrfti“ leikskólakennurum hugmyndina um að halda opnu. Um leið sagðist hann sjálfur hafa fundað með sóttvarnalækni sem hefði útskýrt ákvörðunina og fyrir henni haft góð og gild rök. Þórólfur Guðnason hefur ítrekað svarað ákalli leikskólastarfsfólks með því að smithætta sé ekki aukin hjá börnum á leikskólaaldri. Enn sé notast við sömu nálgun og gert hafi verið allan faraldurinn og ekki hafi komið fram vandræði í sambandi við hana. Hvers vegna þykir starfsfólki leikskóla því áhættan of mikil núna? Getur ekki verið að yfirmenn þeirra hefðu átt að halda þeim betur upplýstum um stað- reyndir mála – og „selja þeim“ betur hugmyndina um að óhætt væri að mæta til vinnu rétt eins og gert hafi verið allan faraldurinn? Reynt hefur verið að gæta meðalhófsreglu í sótt- varnaaðgerðum og lokun leikskóla myndi þýða veru- lega mikla röskun á starfsemi í landinu. Heilbrigðis- kerfið væri ein þeirra stofnana sem myndu finna fyrir högginu. Gild rök verða að fylgja kröfu um lokun leikskóla. Þau hafa ekki komið fram. Aftur á móti virðist skorta á upplýsingagjöf til langþreytts starfsfólksins. Á tali forsvarsmanna þeirra virðist óttinn að miklu leyti snúast um hið nýja breska af brigði, en samkvæmt upplýsingum frá Norðurlöndunum er ekki að merkja aukna smithættu hjá börnum undir sex ára aldri. Eins væri ekki úr vegi að koma leikskólastarfsfólki framar á forgangslista í bólusetningum. Alla vega að þau væru fremst í áttunda hópnum sem þau nú eru sett í ásamt fjölmörgum fleirum. Að þessu hefðu stjórnendur leikskóla átt að vinna í stað þess að ala enn frekar á ótta starfsfólks síns og fara fram á að það sé sent heim fram yfir páska. Við þurfum síst enn frekari lömun á atvinnustarf- semi í landinu. Óseld hugmynd Kolbeinn Ótt- arsson Proppé þingmaður Vinstri grænna Tækifæri til að efla innlenda matvælafram-leiðslu eru mýmörg. Okkur stjórnmálamönn-um er tamt að halda því á lofti; þetta er nokkuð öruggur frasi ef við viljum slá um okkur. Hugmyndir og frasar eru ágæt til síns brúks, en ef hugur fylgir máli er best að grípa til aðgerða. Með það að leiðar- ljósi hef ég lagt fram þingmál sem skilar sér í stofnun matvælaframleiðslu- og menntunarklasa á Árborgar- svæðinu sem ég hvet fólk til að kynna sér. Heimsfaraldur og loftslagsvá hafa sýnt fram á nauðsyn þess að hvert samfélag sé sem sjálf bærast. Því skiptir máli að nýta sem best þau tækifæri sem hér bjóðast með sjálf bærni að leiðarljósi. Í því sam- hengi er mikilvægt að stuðla að og styrkja starfsemi í geiranum og efla menntun sem næst þeim svæðum þar sem framleiðslan fer fram. Suðurland er blómlegt matvælaframleiðsluhérað. Þar fer stór hluti grænmetisframleiðslu lands- ins fram, enda aðstæður sérstaklega góðar hvað jarðhita varðar og stutt er á helsta markað. Korn- rækt er mikil og tækifæri til að efla hana mýmörg. Garðyrkjuskólinn að Reykjum hefur verið vagga íslenskrar garðyrkju áratugum saman og einboðið er að nýta aðstöðu og búnað að Reykjum í tengslum við matvælaframleiðsluklasa. Í Gunnarsholti eru stundaðar umfangsmiklar rannsóknir á ýmiss konar ræktun sem nauðsynlegt er að verði hluti af samstarfi um klasann. Mjólkurframleiðsla er öflug á svæðinu enda landkostir miklir hvað hana varðar. Efla þarf það góða starf sem þegar er unnið víða í geiranum. Svo hægt sé að efla kornrækt til mann- eldis, sem er ákaflega mikilvægt til þess að styrkja fæðuöryggi landsins, þarf að stunda yrkjaprófanir með reglubundnum hætti. Sú starfsemi getur ekki sótt í nýsköpunarsjóði þar sem nýnæmi yrkja- prófana er takmarkað og ætti að teljast til grunn- rannsókna sem væru fjármagnaðar sem slíkar af fjárlögum. Klasi um matvælaframleiðslu og menntun yrði samstarfsverkefni fjölmargra. Þetta er þjóðþrifamál sem þarf að komast til framkvæmda sem fyrst. Matvælaframleiðsluklasi Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is Þín útivist - þín ánægja FUNI Dúnúlpa Kr. 33.990.- GRÍMSEY Hanskar Kr. 2.990.- SALEWA Ultra Train 18 BP Kr. 12.990.- REYNISFJARA Göngustafir Kr. 9.990.- LYNG Ullarsokkar Kr. 1.590.- ELÍ Flíspeysa Kr. 11.990.- KLETTUR Húfa Kr. 2.490.- HVÍTANES Merínó lambhúshetta Kr. 4.990.- SALKA Göngubuxur Kr. 9.990.- SALEWA WS MTN Trainer Shoes Kr. 28.990.- ASOLO Angle GV Kr. 25.990.- Orðabókarskilgreining Siðanefnd RÚV hefur verið kjöldregin fram og til baka á samfélagsmiðlum eftir að hafa úrskurðað Helga Seljan brot- legan við siðareglur starfsmanna meðal annars með því að nota ávarpið „gæskur“ í svari til for- stjóra Samherja. Siðanefndin virðist í þessu tilfelli ekki hafa verið neitt sérstaklega ballanser- uð þegar hún kvað upp sinn dóm og hefði til að byrja með getað flett „gæskur“ upp í orðabók og komist að því að þetta „ávarp til karls“ er talið ákaflega jákvætt og á sér meðal annars samsvörun í orðum eins og „vinur“ og „góði.“ Gosræflar Gosgleðin í Geldingadölum er á köflum svo taumlaus að sumum og þá helst yfirvaldinu finnst nóg um þannig að fólk hefur verið beðið um að vera hvorki að staupa sig né mæta í stuttbuxum. Lögreglan hefur ekki enn gengið svo langt að skipta sér af líkamlegu atgervi gosóðra en það segist hins vegar harðlínu- hægrimaðurinn Viðar Guðjohn- sen hafa gert um helgina. Hann upplýsti hróðugur í símatíma Útvarps Sögu í gærmorgun að hann hefði náð að „boddísjeima“ nokkra unga menn sem fengu það óþvegið fyrir að sligast undan sjálfum sér þegar hann fann þá að niðurlotum komna við smitkaðalinn sem liggur að eldstöðinni. toti@frettabladid.is 3 0 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.