Fréttablaðið - 30.03.2021, Qupperneq 14
Fullkomið
í veisluna
3 0 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FÓTBOLTI Skjótt skipast veður í lofti
og vika er langur tími í pólitík eru
orðatiltæki sem notuð eru þegar
miklar vendingar verða og þau
eiga svo sannarlega við um málefni
íslenska karlalandsliðsins í knatt-
spyrnu þessa stundina.
Strákarnir okkar liggja undir
mikilli gagnrýni eftir tap liðsins
gegn Armeníu í Jerevan á sunnu-
dagskvöldið og umræðan eftir leik-
inn beindist að mismunandi túlkun
forsvarsmanna KSÍ og Vålerenga á
því hvort Viðar Örn Kjartansson
hefði komið til greina í landsliðs-
gluggann eða ekki.
Bent var á það fyrir leikina gegn
Þýskalandi og Armeníu að innan
leikmannahópsins væru ekki marg-
ir leikmenn á skotskónum þessa
dagana með félagsliðum sínum eða
með gott markahlutfall með lands-
liðinu í gegnum tíðina.
Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson
og Eiður Smári Guðjohnsen töldu
þessar áhyggjur óþarfar. Mörkin
gætu komið hvaðan sem er úr hópn-
um og hlutverk framherja væri ekki
eingöngu að skora mörk.
Eftir tvo markalausa leiki og
þá sérstaklega vonbrigðin yfir að
hafa ekki náð að brjóta varnarmúr
armenska liðsins á bak aftur fengu
þessar áhyggjuraddir byr undir
báða vængi.
„Mér finnst núna vera að koma í
ljós að það eru kostir og gallar við
það að ráða reynsluminni þjálfara.
Ég var á því að það væri rétti kostur-
inn að ráða Arnar Þór Viðarsson og
Eið Smára Guðjohnsen með Lars
Lagerbäck þegar það var gert og ég
er enn á þeirri skoðun að þeir séu
rétta teymið til þess að stýra lið-
inu,“ segir Arnar Bergmann Gunn-
laugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í
knattspyrnu, um stöðu mála.
„Það þurfa hins vegar allir að læra
af þessum landsliðsglugga. Fót-
boltaheimurinn er orðinn breyttur
og þar á meðal er fjölmiðlaheimur-
inn sem er orðinn hraðari og skoð-
anir eiga greiðari leið að þeim sem
þær vilja heyra.
Það hefði mátt tækla ýmsa hluti
betur síðustu dagana þó að það
þurfi ekki að elta allar slúðursögur
sem koma upp á yfirborðið. Nú
er bara að læra af þessu og halda
áfram. Mér finnst að það hefði mátt
styðja Arnar Þór betur svo hann
gæti einbeitt sér að því að þjálfa
liðið,“ segir Arnar enn fremur.
„Hvað knattspyrnuna varðar þá
finnst mér við hafa lært af þessum
leikjum að 4-1-4-1 leikkerfið hentar
Aroni Einar Gunnarssyni ekki vel
og að mínu mati væri betra að spila
með tvo djúpa miðjumenn.
Þá finnst mér vera of langt á milli
lína bæði þegar við verjumst og
sækjum hratt í kjölfar þess að við
vinnum boltann á góðum stöðum.
Þetta gerir liðið berskjaldað fyrir
skyndisóknum og uppspilið verður
erfiðara. Svo finnst mér pressan
ekki nægilega skilvirk og vel skipu-
lögð,“ segir þjálfarinn.
Nokkur forföll hafa orðið í síð-
ustu tveimur leikjum en Albert
Guðmundsson verður í leikbanni
þegar íslenska liðið mætir Liecht-
enstein annað kvöld. Rúnar Már
Sigurjónsson fór meiddur af velli
í tapinu gegn Þjóðverjum, Ragnar
Sigurðsson meiddist í upphitun
fyrir leikinn gegn Armeníu og
Jóhann Berg Guðmundsson og Kol-
beinn Sigþórsson eru tæpir vegna
meiðsla.
„Nú reynir á aðra leikmenn að
grípa tækifærið og spila vel á móti
Liechtenstein. Ég hef trú á því að
Willum Þór Willumsson geti sem
dæmi skilað hlutverkinu sem
miðjumaður með Aroni Einari.
Svo finnst mér alveg mega leika sér
með leikkerfið líka og skipta um
leikkerfi ef að við höfum ekki leik-
menn sem henta í það leikkerfi sem
hugsunin var að spila fyrir fram.
Spila með falska níu eða brjóta
upp mynstrið með einhverjum
hætti. Það er bara ein leið til þess að
svara fyrir þessa leiðindaumræðu.
Það er inni á vellinum, með sann-
færandi spilamennsku og hagstæð-
um úrslitum í leiknum á morgun,“
segir Skagamaðurinn.
hjorvaro@frettabladid.is
Bara ein leið til þess að svara
fyrir þessa leiðindaumræðu
Byrjunin á undankeppni HM 2022 hefur ekki verið eins og best verður á kosin hjá Íslandi. Vitað var að
verkefnið yrði strembið þegar íslenska liðið myndi mæta Þjóðverjum en tapið gegn Armeníu svíður.
Arnar Gunnlaugsson segir margt mega læra af síðustu dögum en nú verði að svara inni á vellinum.
Jón Daði Böðvarsson komst næst því að brjóta ísinn fyrir Ísland í Jerevan en skot hans var varið. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Það hefði mátt
tækla ýmsa hluti
betur síðustu dagana þó að
það þurfi ekki að elta allar
slúðursögur sem koma upp
á yfirborðið.
Arnar Bergmann Gunnlaugsson
FÓTBOLTI Franska stórveldið PSG
varð í gær fyrsta franska félagið til
að styðja við bakið á átaki Samein-
uðu þjóðanna um að íþróttir verði
umhverfisvænni í von um að hægja
á hnattrænni hlýnun. Áður höfðu
félög á borð við Arsenal og Juvent-
us gengið til liðs við málstaðinn.
Umhverfissamtökin Greenpeace
gagnrýndu PSG þegar félagið not-
aði einkaþotu fyrir 180 kílómetra
ferðalag fyrr á þessu ári fyrir leik.
Félagið brást við með því að nota
rútu til að ferja leikmennina aftur
til Parísar.
PSG skuldbindur sig til þess að
hætta að nota einnota plast og
tryggja að hægt sé að f lokka rusl á
leikvöngum félagsins. – kpt
PSG berst gegn
hlýnun jarðar
FÓTB O LTI For maður samt aka
félagsliða í Evrópu, Charlie Mars-
hall, segir að það sé áhugi innan
Alþjóðaknattspyrnusambandsins,
FIFA, á að setja á laggirnar HM
félagsliða í kvennaflokki. Samtökin
kynntu nýja stefnu í gær um fram-
tíðaráform í kvennaknattspyrnu
þar sem meðal annars er rædd hug-
myndin um keppni á borð við Evr-
ópudeildina í kvennaflokki.
Búið er að boða breytingar á
Meistaradeild Evrópu fyrir næsta
tímabil en samtökin vilja skoða
möguleikann á að bæta við ann-
arri Evrópukeppni líkt og Evrópu-
deildin er í karlaflokki.
þegar Marshall var spurður út
í möguleikann á að það yrði HM
félagsliða, líkt og þekkist í karla-
f lokki, staðfesti hann að það væri
áhugi fyrir því.
„FIFA hefur lýst yfir verulegum
áhuga á að sú hugmynd verði að
veruleika.“ – kpt
Áhugi fyrir
HM félagsliða í
kvennaflokki
Sara gæti leikið í fyrstu útgáfu HM
félagsliða í kvennaflokki með Lyon.