Fréttablaðið - 30.03.2021, Qupperneq 16
fánaberi fyrir Ísland á Ólympíu-
leikunum, dæmdur fyrir samneyti
við aðra karlmenn. Það er eina lög-
regluskýrslan sem hefur fundist.
Íslensku karlarnir vildu því
örugglega ekki láta góma sig,
en lögin sem Guðmundur var
dæmdur fyrir að brjóta voru samt
fallin úr gildi,“ segir Særún. „En
þessu fylgdi skömm. Þórir sagði
að hann vissi að hann væri að gera
eitthvað rangt, en hann hefði samt
gert það og hann vissi ekki hvað
var rangt við þetta. Hann var líka
í raun hálfgerður krakki, bara
15-16 ára, þegar hann var að hitta
erlenda hermenn.“
Datt ofan í konfektkassa
„Íslensku strákarnir hittu erlenda
hermenn á bar niðri á höfn og á
djamminu, til dæmis á Hótel Borg
og dansleikjum,“ segir Særún. „Það
er í raun merkilegt hvernig þeir
römbuðu hver á annan, en viðmæl-
endurnir mínir sögðust vera með
sérstakan „gaydar“ sem væri ekki
hægt að útskýra.
En það var enginn að pæla í
þessu. Þórir fór með vinkonum
sínum á djammið og sumar þeirra
vissu af þessu, en engin sagði neitt,“
segir Særún. „En leyndin var mikil.
Þórir var til dæmis um tíma alltaf
sóttur af herlækni á hverju kvöldi
og svo keyrður heim og leystur út
með gjöfum, sem hann þorði ekki
annað en að fela fyrir mömmu
sinni í gömlum skúr fyrir utan
heimilið.
Þarna var fullorðinn læknir í
kynferðislegu sambandi við 15-16
ára gamlan strák og í dag væri þetta
ekki kallað annað en barnaníð og
misnotkun og mér fannst átakan-
legt að heyra, en hann sagðist
sjálfur hafa dottið ofan í konfekt-
kassa,“ segir Særún. „Oft voru þetta
ungir strákar, en hann var samt
yngstur af þeim sem ég frétti af.“
Karnivalárin
Særún hefur ekki tölu á þeim
körlum sem voru í samböndum við
erlenda hermenn en samkvæmt
heimildarmönnum hennar voru
þeir frekar margir. „En mjög fáir
þeirra komu svo út úr skápnum
og lifðu sem samkynhneigðir
menn út ævina,“ segir hún. „Margir
kvæntust og eignuðust börn og svo
var aldrei minnst einu orði á þetta
framar.
Þórir og f leiri sögðu að á
ástands-árunum hefði ríkt svona
karnival-stemning, allt mátti
og fólk sleppti alveg fram af sér
beislinu. Þetta er áhugavert og
eitthvað sem á eftir að skoða, bæði
hvernig þessi stemning var og af
hverju það mátti allt í einu allt,“
segir Særún. „Kannski var það
vegna þess að allt var svo nýtt að
fólk vissi varla hvaða reglur giltu
lengur. Tónlist, matur, föt og allt
annað var að breytast á ógnar-
hraða og fólk þurfti að finna sig
í nýjum heimi. Fólk var liggur
við að fara beint úr sauðskinns-
skónum í brilljantínið.“
Kanar voru dannaðir
Særún segir að enginn viti
nákvæmlega hvernig þetta byrjaði
allt saman en að það hafi byrjað
snemma. „Samkvæmt sögunum
voru einhverjum mættir niður á
höfn strax á fyrsta degi og þetta
byrjaði mjög snemma eftir að
Bretarnir komu,“ segir hún. „Þórir
sagði svo það sama um muninn á
Bretum og Bandaríkjamönnum og
stelpurnar hafa sagt, að Banda-
ríkjamennirnir voru meira
„elegant“. Hjá Bretunum hefði
hann aldrei fengið þá þjónustu
að vera sóttur og leystur út með
gjöfum. Bandaríkjamennirnir
voru flottari, kunnu sig betur og
áttu meiri peninga.
Ég heyrði sögur af samböndum
sem entust, en gat ekki sannreynt
þær. Það voru sögur af því að ein-
hverjir þrír eða fjórir hefðu farið
út á eftir hermönnunum, en það
voru kannski bara sögusagnir. Það
eru líka engar sögur af einhverri
mikilli ástarsorg,“ segir Særún.
„Þórir átti samt kærasta sem var
23 ára, en það var fimm til sex ára
aldursmunur á þeim. Þeir fóru í
ferðalag og Þórir sýndi honum
landið og kynnti hann fyrir ömmu
sinni og afa norður í landi. Þetta
var rómantísk ferð en engum datt
í hug að þetta væri kærastinn hans
og þeir ættu í eldheitu ástarsam-
bandi, allir héldu að þeir væru bara
vinir.“
Vísir að nýju samfélagi
„Þetta var svakalegt tabú og er
það enn. Sumt af því fólki sem
Þórir benti á og ég hafði samband
við hálfpartinn hreytti í mig og
skellti á þegar ég hringdi. Þetta
var bara „vitleysa“ sem var aldrei
talað um,“ segir Særún. „En eftir að
herinn fór komu þessar sögur upp
á yfirborðið og þá blossa upp fyrir-
sagnir á forsíðum blaðanna eins
og „Kynvillufaraldur í Reykjavík“.
Mánudagsblaðið og fleiri blöð
voru mjög aðgangshörð og réðust
á samkynhneigða og listamenn á
sama tíma. Þeir áttu allir að sitja
saman á Laugavegi 11 og það voru
skrifaðar blaðagreinar um að fólk
ætti að halda börnum frá Þjóð-
leikhúsinu því þar væru eintómir
„kynvillingar“.
Í þessari fjölmiðlaumfjöllun var
þessi „kynvilla“ líka alltaf tengd
við erlend áhrif og á sama tíma
kemur upp ofboðslega sterk þjóð-
erniskennd vegna óttans við þær
hröðu breytingar sem voru að eiga
sér stað þegar nútíminn ruddist
inn í líf fólks,“ segir Særún. „En um
leið var þetta samfélag samkyn-
hneigðra að verða til. Þeir fóru
að vita hver af öðrum og hittast á
Laugavegi 11. Það var byrjunin á
því að samfélag samkynhneigðra
myndaðist á Íslandi.“
Þeir sem hafa áhuga á að fræðast
nánar um ástandið hjá samkyn
hneigðum körlum geta haft sam
band við Særúnu í gegnum lisa
birgisdottir@gmail.com og fengið
fyrirlestur frá henni um efnið.
Særún Lísa Birgisdóttir hefur
rannsakað sögu samkynhneigðra
karla sem voru í nánum sam-
böndum við erlenda hermenn á
hernámsárunum. Á þessum tíma
höfðu margir Íslendingar miklar
áhyggjur af menningaráhrifunum
sem fylgdu því að ungar konur
væru að hitta erlenda hermenn
og töldu þetta vandamál sem var
kallað „ástandið“, en enginn vissi
að karlar væru að gera það sama.
Særún rannsakaði þetta fyrirbrigði
og hefur flutt fyrirlestra um við-
fangsefnið sem heita „Hommarnir
á höfninni“, en hún er einnig að
vinna bók um efnið.
„Ég er þjóðfræðingur að mennt
og útskrifaðist árið 2012,“ segir
Særún. „Ég var að skoða menn-
ingu samkynhneigðra á Íslandi í
skólaverkefni og þá sagði einn við-
mælandi við mig: „Þetta var eins og
strákarnir í ástandinu.“ Mér fannst
þetta merkilegt og kennari minn
sagði að þetta væri hægt að skoða
nánar. Niðurstaðan varð sú að
þetta varð BA-verkefnið mitt, sem
heitir „Hættiði þessu fikti strákar!“
og er aðgengilegt á Skemmunni.
Ég fór á stúfana og komst í tæri
við Þóri Björnsson, sem er látinn
núna. Hann var níræður og hafði
aldrei verið í felum með samkyn-
hneigð sína og hann var tilbúinn
til að segja mér frá þessu tímabili,“
segir Særún. „Hjá honum fékk ég
svo nöfn fleiri einstaklinga sem
ég hafði samband við og þannig
rúllaði þetta. Ég hélt svo áfram
með þetta í meistaranáminu en
þar fór ég að skoða menningu sam-
kynhneigðra út frá þjóðsögum og
Íslendingasögum og fór að skoða
þöggunina í gegnum aldirnar.“
Átti ekki að hafa gerst
„Það er rosalega lítið af heimildum
til um samkynhneigð sambönd
við dáta hér á landi. Það ríkti
ofboðsleg þöggun og þetta átti
ekki að hafa verið til eða gerst. Fólk
vissi ekki af þessu og „samkyn-
hneigð var ekki til á Íslandi“,“ segir
Særún. „Þeir strákar sem fundu
sinn farveg í hernáminu vissu
ekki einu sinni sjálfir að þeir væru
svona. Þeim leið illa og þeir vissu
ekki hvar þeir áttu að staðsetja sig
en fengu loks frelsi og uppgötvuðu
að það eru til aðrir eins og þeir.
Eftir þetta fóru samkynhneigðir
menn að finna hver annan hér á
landi og fatta að þeir voru ekki
einir í heiminum svo fyrsti vísirinn
að samfélagi samkynhneigðra
kom fram.
Það komst ekki upp ef þú varst
með hermanni, vegna þess að ef
það kæmist upp um þá yrðu þeir
reknir úr hernum með skömm,
svo það var rosaleg leynd yfir
öllu,“ segir Særún. „Það hefur einn
maður verið dæmdur á Íslandi
fyrir samkynhneigð og það var
árið 1924, en þá var Guðmundur
Hofdal, glímukappi sem var
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@
frettabladid.is
Heimildarmenn
Særúnar sögðu
henni að á
ástandsárunum
hefði ríkt karni-
val-stemning
þar sem allt
mátti og fólk
sleppti alveg
fram af sér
beislinu. Hún
segir áhugavert
að skoða þessa
stemningu og
hvers vegna
hún var við lýði.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
Á þessari mynd sést breskt herlið koma til Reykjavíkurhafnar árið 1940.
Ekki er vitað hvenær íslenskir karlar byrjuðu að hitta þá leynilega en ljóst er
að það hófst mjög fljótlega eftir að dátarnir komu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Eftir þetta fóru
samkynhneigðir
menn að finna hver
annan hér á landi og
fatta að þeir voru ekki
einir í heiminum.
Særún Lísa Birgisdóttir
Allt er kynningarblað sem
býður auglýsendum að
kynna vörur og þjónustu í
formi viðtala og umfjallana.
Í blaðinu er einnig hefð
bundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu
daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@
frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir
| hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 57686
| Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@
frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir,
thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðar-
maður:
Björn
Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@
frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar
Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.
is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johann
waage@frettabladid.is, s. 550 5656,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is,
s. 694 4103.
Fæst hjá N1, OLÍS,
veiðibúðum og veidikortid.is
Frelsi til
að veiða!
Veiðitímabilið hefst 1.apríl!
Ertu búinn að fá
þér Veiðikortið?
8.900 kr
2 kynningarblað A L LT 30. mars 2021 ÞRIÐJUDAGUR