Fréttablaðið - 30.03.2021, Blaðsíða 29
Fjarðaþrif er Svansvottað
ræstingafyrirtæki á Eskifirði
sem sér um fjölbreytt þrif víða á
Austfjörðum. Fyrirtækið rekur
einnig fullkomið þvottahús sem
sér meðal annars um þvotta fyrir
hótel. Hjá fyrirtækinu starfa 39
manns við fjölbreytt þrif.
Framkvæmdastjórinn Lára Elísa-
bet Eiríksdóttir stofnaði Fjarðaþrif
árið 2003. Til að byrja með var hún
eini starfsmaðurinn en núna 18
árum síðar hefur þeim fjölgað um
38. Fjarðaþrif er fyrsta ræstinga-
fyrirtækið á Austfjörðum sem
hefur hlotið Svansvottun.
„Það þarf að uppfylla mjög
ströng skilyrði til að fá Svansvott-
un, en við leggjum mikinn metnað
í að halda henni,“ segir Lára.
„Við fengum vottunina fyrst árið
2012 og höfum haldið henni síðan.
Hún var endurnýjuð árið 2018 en
það þarf að endurnýja reglulega.
Skilyrðin eru til dæmis að bílarnir
sem við notum mega varla eyða
neinu, við þurfum að telja pokana
sem við notum og mæla millilítra
af efninu sem við notum. Það þarf
að fylgja ströngum reglum til að fá
að halda vottuninni.“
Svansmerkið er opinbert
umhverfismerki Norðurlandanna
sem tekur til alls lífsferils vöru og
þjónustu. Svansvottun er leið fyrir
fyrirtæki til að miðla umhverfis-
starfi sínu og senda neytendum
skilaboð um að fyrirtækið vinni
markvisst að því að draga úr
umhverfisáhrifum í starfi sínu.
„Ég hef lagt metnað í umhverfis-
vernd frá upphafi. En þegar ég
byrjaði árið 2003 voru efnin sem
voru Svansvottuð því miður
mjög léleg. Ég var að þrífa mikið
á erfiðum svæðum og efnin voru
ekki að virka á þau. En í dag eru
Svansvottuð efni miklu betri. Það
er allt annað að þrífa með þeim,“
segir Lára.
Eðal starfsfólk og umhverfisvæn þrif
Lára ásamt
samstarfskonu
sinni Alexöndru
Fornalik. Lára
er þakklát fyrir
gott starfsfólk
hjá Fjarða-
þrifum. MYNDIR/
AÐSENDAR
Ewa Cygert við einn af bílum fyrirtækisins en mikilvægt er að þeir eyði litlu. Fjarðaþrif reka líka þvottahús en hér eru þær Anna og Zoja að störfum.
Fjölbreytt þrif
Fjarðaþrif er með bækistöðvar á
Eskifirði en sér þó um þrif víðs
vegar á Austfjörðum.
„Við höfum verið að þrífa á mjög
fjölbreyttum stöðum. Þetta eru
fyrirtæki, heimili eldri borgara og
einstaklinga sem þurfa aðstoð og
ýmislegt fleira. Þetta er mjög fjöl-
breytt og margt sem dúkkar upp.
Við höfum til dæmis þrifið fyrir
tryggingarfélögin þar sem hefur
kviknað í. Við erum að fara á yfir
90 staði vikulega,“ segir Lára.
Á Eskifirði reka Fjarðaþrif stórt
þvottahús sem hefur aðallega séð
um þvotta fyrir hótel og svipaða
starfsemi.
„Ég stefni á að stækka á því sviði
og fara að leigja út lín. Það var
stefnan að prófa það í sumar, en ef
COVID verður áfram eins og það er
núna þá þarf það kannski að bíða.
Það verður bara að koma í ljós. Ég
er allavega til í slaginn. Það er allt
tilbúið fyrir útleigu,“ segir Lára.
Þvottahúsið er ekki orðið Svans-
vottað en Lára segir að það sé
stefnan. „Það er örlítið flóknara að
fá Svansvottun fyrir þvottahúsið
en fyrir ræstingarnar. Það er ýmis-
legt sem kemur þar inn sem dugar
ekki að hreinsa bara einu sinni og
þarf því sérmeðferð,“ útskýrir hún.
Eins og áður segir starfa 39
manns hjá fyrirtækinu og Lára
leggur áherslu á að það sé allt
eðal fólk sem heldur fyrirtækinu
gangandi.
„Án þeirra væri ekkert hægt.“
kynningarblað 5ÞRIÐJUDAGUR 30. mars 2021 SVANSVOTTUN