Fréttablaðið - 30.03.2021, Síða 30
Kaffitár hefur flokkað allan
úrgang frá því fyrsta kaffihúsið
var opnað árið 1995, það gefur
flöskur og auka mat til góð-
gerðarmála og hefur staðist þær
ströngu kröfur sem eru gerðar
fyrir Svansvottun síðan árið
2010.
Kaffitár var stofnað árið 1990
og byrjaði sem lítið fjölskyldu-
fyrirtæki sem rak kaffibrennslu í
Njarðvík. Árið 1995 var svo fyrsta
kaffihúsið opnað í Kringlunni og
síðan þá hefur fyrirtækið rekið
kaffihús úti um allt höfuðborgar-
svæðið og kaffi fyrirtækisins er selt
í matvöruverslunum.
„Árið 2019 var fyrirtækið selt til
Ó. Johnson & Kaaber, sem gefur
okkur aukin og flott tækifæri á
markaðnum og í dag starfrækjum
við fimm kaffihús, en stefnum á
að fjölga þeim,“ segir Marta Rut
Pálsdóttir, rekstrarstjóri kaffi-
húsa Kaffitárs. „Við verslum 80%
af okkar kaffi beint af bónda og
leggjum okkur fram um að vernda
umhverfið. Kaffihús Kaffitárs
eru líka nógu umhverfisvæn til
að vera Svansvottuð, en við erum
fyrsta kaffihúsið hér á landi til að
fá hana.“
Stenst strangar kröfur
„Kaffitár fékk Svansvottun árið
2010 eftir langt ferli þar sem gerðar
voru miklar breytingar á kaffi-
húsunum,“ segir Marta. „Kaffi-
brennslan fékk ekki vottun á sama
tíma, en hún vinnur samt sem áður
eftir sömu reglum og kaffihúsin
gera og það er bara tímaspursmál
hvenær hún fær vottun.
„Til að hafa Svansvottun þurfum
við að standast gríðarlega strangar
kröfur. Allt okkar sorp er flokkað,
við notum einnota umbúðir í lág-
marki, það þarf að vera hægt að
rekja öll grænu sporin og það eru
strangar reglur varðandi vatns-
og rafmagnsnotkun og frágang
á öllum úrgangi. Við notum líka
eingöngu Svansvottuð hreinsi-
efni,“ segir Marta. „Við þurfum að
tryggja að neikvæð umhverfisáhrif
séu í lágmarki.
Við höfum fengið viðurkenn-
ingu Kuðungsins fyrir öflugt
umhverfisstarf og vorum að þessu
áður en það var „kúl“,“ segir Marta.
„Við höfum flokkað frá því að við
opnuðum fyrsta kaffihúsið okkar
og alltaf gefið flöskur í góðgerðar-
starfsemi. Við pössum líka vel
upp á matarsóun og gefum auka
mat í góðgerðarstarfsemi eins og
Konukot, Rauða krossinn eða Frú
Ragnheiði. Við notum pappamál,
takmörkum alla plastnotkun og
lokin á kaffibollum eru nú gerð úr
maís.“
Styrkir ímynd fyrirtækisins
„Notkun á Svansmerkinu styrkir
jákvæða ímynd fyrirtækisins. Það
skiptir viðskiptavini máli að vita
að fyrirtæki hugi að umhverfinu
og lágmarki neikvæð umhverf-
isáhrif sín,“ segir Marta. „Það er
að verða viðtekin venja að fólk sé
meðvitað um umhverfið, f lokki og
lágmarki alla plastnotkun. Það er
að vísu erfiðara í faraldrinum, en
það er mikilvægt að vera meðvit-
aður og við viljum fá sem flesta í
lið með okkur.
Við mælum að sjálfsögðu með
að öll fyrirtæki fari í gegnum þetta
ferli,“ segir Marta. „Það er flott að
hafa þennan titil, við erum stolt
af því að hafa hann og fögnum því
alltaf þegar fyrirtæki fá vottun.
Við erum nú að vinna að því að
auka flokkun í fyrirtækinu öllu
svo að Ó. Johnson & Kaaber verið
umhverfisvænna en það er fyrir.“
Mikilvægt að sýna ábyrgð í verki
Marta Rut Páls-
dóttir, rekstrar-
stjóri kaffihúsa
Kaffitárs. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/VALLI
Aukið úrval af mat
„Kaffitár var að opna nýtt eld-
hús svo við bjóðum upp á aukið
úrval af mat,“ segir Marta. „Við
réðum kokk sem er uppfullur af
geggjuðum hugmyndum og hann
hefur verið að vinna að því að auka
úrvalið hjá okkur síðan í nóvem-
ber, en samkomutakmarkanir
hafa hægt á markaðssetningunni á
þessu hjá okkur.
Við erum með samlokur, súpur,
vefjur, bökur og acai-skálar. Sem
stendur eru skálarnar bara í boði
í Háskólanum í Reykjavík en við
stefnum á að þær komi á öll kaffi-
húsin okkar áður en langt um
líður.“
Það skiptir við-
skiptavini máli að
vita að fyrirtæki hugi að
umhverfinu og lágmarki
neikvæð umhverfisáhrif
sín.
Marta Rut Pálsdóttir
Norræna umhverfismerkið
Svanurinn er eitt af þeim verk-
færum sem fyrirtæki geta notað
til að vinna í átt að hringrásar-
hagkerfi. Markmið Svansins er
að draga úr heildar umhverfis-
áhrifum af neyslu og því tekur
Svanurinn til alls lífsferils vöru
eða þjónustu – frá hráefnanotk-
un til framleiðslu, notkunar og
úrgangsmeðhöndlunar.
Markmið Svansins eru því í góðu
samræmi við markmið hringrásar-
hagkerfisins og stuðla almennt að
bættri auðlindanýtingu. Í gegnum
alla viðmiðaflokka Svansins, hvort
sem við erum að skoða sjampó eða
nýbyggingar, má sjá sömu áherslur
sem stuðla að bættri auðlindanýt-
ingu. Hægt er að skipta áherslum
Svansins sem beintengjast hring-
rásarhagkerfinu í sex þætti sem
fjallað verður um hér.
Strangar efnakröfur
Í öllum viðmiðum Svansins má
finna strangar kröfur um inni-
haldsefni. Efnakröfurnar lág-
marka neikvæð umhverfisáhrif
í framleiðsluferlinu sjálfu en eru
líka mjög mikilvægur þáttur í að
tryggja að varan hafi ekki heilsu-
skaðleg áhrif á þann sem notar
vöruna. Efnakröfur Svansins auka
einnig líkurnar á því að hægt sé að
endurnota og endurvinna vöruna
seinna í lífsferlinum. Þessar kröfur
má t.d. sjá þegar við skoðum
vottaðar byggingarvörur, textíl og
leikföng. Í þessum vöruflokkum
styður bann við notkun þalata,
bann við halógenuðum eldtefjandi
efnum og strangar kröfur um
íblöndunarefni í plasti við að hægt
sé að endurnota efnin eða endur-
vinna við lok líftíma.
Kröfur á endurnýjanleg, endur-
unnin og sjálfbær hráefni
Svanurinn setur kröfu um að
notast sé við endurnýjanleg,
endurunnin eða sjálfbær hráefni.
Kröfurnar eru aðlagaðar því hrá-
efni sem verið er að skoða hverju
sinni. Ef við skoðum til dæmis við,
þá gerir Svanurinn kröfur um að
allar viðarvörur séu framleiddar
úr við úr sjálfbærri skógrækt. Þessi
krafa nær til dæmis til húsgagna,
parkets, glugga, ljósritunarpappírs
og pappírsumbúða. Þegar horft er
á pappírsvörur samþykkir Svanur-
inn einnig að notast sé við endur-
unninn pappír. Ef við horfum á
vörur úr áli, þá er krafa Svansins að
vörurnar innihaldi lágmarkshlut
endurunnins áls.
Gæðakröfur og líftími
Gæðakröfur Svansins eru til þess
gerðar að tryggja að varan skili
ásættanlegri virkni og að gæði
vörunnar séu tryggð. Þar sem við
á er líka gerð krafa um endingu
vörunnar, en líftími er einmitt
eitt lykilhugtak í hringrásarhag-
kerfinu. Með því að auka líftíma
vöru er hægt að fresta því að hún
verði að úrgangi á meðan gæða-
kröfurnar geta aukið líkurnar á að
hægt sé að endurnota vöruna eða
hluta hennar að líftíma loknum.
Ef við skoðum málningu er þar
gerð krafa um að hægt sé að loka
umbúðunum eftir notkun til að
varan skemmist ekki við geymslu
og að málningin uppfylli kröfur
um efnisþekju til að hægt sé að lág-
marka hversu mikið magn þarf að
nota á hvern fermetra. Fyrir textíl
er horft til líftímans með tilliti til
þess að litur og form haldi sér við
þvott.
Kröfur á vöruhönnun, sundur-
hlutun og viðgerðir
Þar sem það á við gerir Svanurinn
kröfu um að tekið sé tillit til mögu-
leika á sundurhlutun
og viðgerðum strax
á hönnunarstigi.
Þetta getur bæði
stutt við lengri
líftíma
en
líka
aukið lík-
urnar á
möguleika á
endurnotkun
og endur-
vinnslu við lok
líftíma. Hér má
nefna kröfur Svansins
fyrir húsgögn þar sem
er gerð krafa um að auðvelt sé að
taka ólík efni í sundur til að hægt
sé að endurnota eða endurvinna
hluta vörunnar.
Kröfur um minni auðlinda- og
orkunotkun
Kröfur Svansins um minni auð-
linda- og orkunotkun má finna
víða, en sem dæmi má nefna að í
öllum viðmiðum Svansins fyrir
þjónustu má finna kröfu um lág-
marks orku- og vatnsnotkun. Þetta
sjáum við þegar votta á hótel, dag-
vöruverslanir, bílaþvottastöðvar
og prentsmiðjur. Fyrir nýbygg-
ingar er einnig gerð krafa um að
hönnun tryggi lága orkunotkun á
notkunartíma hússins.
Kröfur um bætta úrgangsmeð-
höndlun og nýtingu auðlinda
Þar sem hægt er að hafa áhrif
á úrgangsmeðhöndlun setur
Svanurinn kröfu á að
lágmarka blandaðan
úrgang og hámarka
endurvinnslu. Á
sama tíma ýta
áhersluatriðin
hér að framan
undir það að
hægt sé að
annað hvort
koma í veg fyrir
að vörur eða
hlutar þeirra
verði að úrgangi
eða efnin sem notuð
eru henti í efnisendur-
vinnslu í lokaðri hringrás.
Áhersla á að lágmarka blandaðan
úrgang og auka endurvinnslu
má sjá í viðmiðum Svansins fyrir
hótel, veitingastaði, dagvöru-
verslanir og prentsmiðjur. Fyrir
nýbyggingar og endurbætur hús-
næðis er lögð áhersla á að gert sé
ráð fyrir góðri flokkunaraðstöðu.
Svanurinn og hringrásarhagkerfið
Hringrásarhagkerfið er mjög sýnilegt í viðmiðum fyrir Svansvottuð húsgögn.
6 kynningarblað 30. mars 2021 ÞRIÐJUDAGURSVANSVOTTUN