Fréttablaðið - 30.03.2021, Síða 31

Fréttablaðið - 30.03.2021, Síða 31
AÞ-þrif leggur áherslu á vand- aða þjónustu, heiðarleika og fagmennsku. Fyrirtækið fékk Svansvottun árið 2010 og hefur jafnframt hlotið viðurkenning- una „Framúrskarandi fyrirtæki“ fjögur ár í röð. AÞ-þrif var stofnað árið 2006 og fagnar því 15 ára starfsafmæli á árinu. Í fyrirtækinu starfa um hundrað manns og eigendur eru þau Arnar Þorsteinsson, Hrund Sigurðardóttir og Bjarki Þorsteins- son. Fyrirtækið er staðsett að Skeiðarási 12 í Garðabænum þar sem það hefur verið frá upphafi. Fjölbreytt þjónusta Hrund Sigurðardóttir, verkefna- stjóri og einn eigenda fyrirtækis- ins, segir starfsemi fyrirtækisins vera afar fjölbreytta. „AÞ-Þrif bjóða upp á alhliða hreingerninga- þjónustu fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Við bjóðum upp á daglegar ræstingar í stórum sem smáum fyrirtækjum, allt frá litlum skrifstofum upp í stórar verslanir og skóla.“ Þá er einnig boðið upp á sér- hæfðari þjónustu. „Við erum auk þess með öfluga og reynslu- mikla sérverkefnadeild þar sem við bjóðum upp á gluggaþvott, iðnaðarþrif, mygluþrif, gólfþrif, f lutningsþrif, sótthreinsun og fleira.“ Viðskiptavinir fyrirtækisins eru af öllum stærðum og gerðum. „Okkar helstu viðskiptavinir eru einkafyrirtæki en við þjónustum einnig stofnanir, húsfélög, sveitar- félög og einstaklinga.“ Skjót viðbrögð og Svansvottun Hrund segir eina helstu sérstöðu fyrirtækisins liggja í skjótum viðbrögðum við verkefnum af öllu tagi. „Við erum þekkt fyrir að bregðast hratt við og að geta tekið að okkur fjölbreytt og krefjandi verkefni með litlum fyrirvara.“ AÞ-þrif fengu Svansvottun árið 2010 og segir Hrund það hafa verið mikils virði fyrir fyrirtækið. „Með Svansvottuninni hafa AÞ-Þrif tryggt að allir starfsmenn fá viðeigandi þjálfun, bæði í verk- legu og bóklegu námi. Vottunin tryggir okkur gott og áhrifaríkt gæðaeftirlit. Sápunotkun er eins lítil og mögulegt er og eingöngu eru notast við umhverfisvottaðar vörur í ræstingum.“ Þrjú mikilvæg gildi Hjá AÞ-þrifum eru þrjú gildi höfð að leiðarljósi. „Gildin okkar eru Framúrskarandi þjónusta í fimmtán ár Arnar Þorsteinsson, Hrund Sigurðardóttir og Bjarki Þorsteinsson eru eigendur AÞ-þrifa. Fyrirtækið fékk Svansvottun árið 2010 og hefur þrjú gildi að leiðarljósi í sinni starfsemi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AÞ-þrif býður upp á alhliða hreingerningaþjónustu fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga og er auk þess með öfluga sérverkefnadeild. Við erum þekkt fyrir að bregðast hratt við og að geta tekið að okkur fjölbreytt og krefjandi verkefni með litlum fyrirvara. þjónustulund, heiðarleiki og fag- mennska,“ greinir Hrund frá. „Þjónustulund stendur fyrir það að við erum jákvæð og sveigjanleg í viðmóti og sýnum frumkvæði í samskiptum við viðskiptavini. Við erum snör í snúningum og opin fyrir hugmyndum annarra og tilbúin að vinna með þær. Við setjum viðskiptavininn í öndvegi og allar okkar ákvarðanir taka mið af því,“ segir hún. „Heiðarleikinn þýðir að við erum heiðarleg í öllu sem við gerum, hvort sem það er gagnvart starfsmönnum eða viðskipta- vinum. Fagmennskan snýr svo að ásýnd fyrirtækisins og öll okkar framkoma er fagleg og ber vitni um metnað okkar til að gera vel.“ kynningarblað 7ÞRIÐJUDAGUR 30. mars 2021 SVANSVOTTUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.