Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2021, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 30.03.2021, Qupperneq 36
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, Hörður Hákonarson ljósmyndari, Mánatúni 7, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum þann 16. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða fyrir einstaka umhyggju og hlýtt viðmót. Þórdís Sveinsdóttir Sveinn Hákon Harðarson Hilmar Björn Harðarson Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingunn Eyjólfsdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 13. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og sérstakar þakkir fær starfsfólk Markar fyrir nærgætna og góða umönnun. Elísabet Valtýsdóttir Gísli Skúlason Kristín Valtýsdóttir Þórður D. Bergmann Margrét V. Zachariassen Henrik Zachariassen Anna María Valtýsdóttir barnabörn og langömmubörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ragnheiður Vigfúsdóttir Þormar er látin. Þórarinn Þórarinsson Guðríður K. Pétursdóttir Ragnheiður Hrefna Tómas Þorkelsson Þórarinsdóttir Sigurður Steinþórsson barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir, mágur og tengdasonur, Gestur Friðrik Guðmundsson myndlistarmaður og framhaldsskólakennari, lést laugardaginn 20. mars á Landspítalanum. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. mars klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða eingöngu nánustu ástvinir viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni og hægt er að nálgast það á: mbl.is/andlat/minningar/utfarastreymi/ Sylvía Kristjánsdóttir Helga Gestsdóttir Hjörvar Jónsson Guðmundur Helgi Gestsson Ásta Bjarndís Bjarnadóttir Óskar Atli Gestsson Adda Þóra Bjarnadóttir Anna Guðmundsdóttir Logi Egilsson Bryndís Helgadóttir Kristján Andrésson og barnabörn. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Af hverju skyldu vera fuglar á páskaeggjum og í páska-skreytingum? Ásta Krist-rún Ragnarsdóttir náms-ráðgjafi mun upplýsa það og margt f leira í þáttum sem hún og Valgeir Guðjónsson tónlist- armaður senda út á skírdag og páskadag frá Bakkastofu á Eyrarbakka. Fólk getur notið þáttanna á Facebook og vefnum bakkastofa.com gegnum YouTube. Þeir hefjast klukkan 15 báða dagana og verða aðgengilegir áfram. Þar verða fuglar í öndvegi. Þegar ég slæ á þráðinn til Ástu Krist- rúnar kveðst hún einmitt hafa verið að tala við hann Alex Mána Guðríðarson sem var nýbúinn að sjá lóuna, fyrstur manna þetta vorið – og það á Stokkseyri – næsta bæ við Eyrarbakka. „Alex Máni er 27 ára og hefur verið í læri hjá Jóhanni Óla Hilmarssyni fuglafræðingi. Þeir ætla báðir að koma til mín í fuglaþátt- inn í Bakkastofu, enda vita þeir meira en flestir um fugla. Þannig að ég hef aðal töffarana með mér í dagskránni,“ segir hún glaðlega. Að sjálfsögðu er eiginmaður Ástu Kristrúnar, söngvarinn Valgeir Guð- jónsson, á töffaralistanum. „Valgeir er nú búinn að vera fuglamiðaður alla tíð. Ég man þegar við bjuggum í Þrándheimi 1978-81 og hann var að byrja að semja lög við fuglatextana hans Jóhannesar úr Kötlum,“ rifjar hún upp og lofar söng og ljóðum í dagskránni. Milli laga verður svo enginn skortur á sögum og fróðleik, heyrist mér á Bakkastofufrúnni. „Fyrir jólin kom út skemmtileg bók sem heitir Fuglar og þjóðtrú og er eftir Sigurð Ægisson, prest á Siglufirði. Ég datt ofan í hana og ákvað að setja miða við það sem mér fannst áhuga- vert, ég held það sé kominn miði í hverja opnu svo ég verð að velja úr því efni af kostgæfni. Ég var líka svo heppin að ná í síðasta eintakið af Fuglaspilinu sem tvær ungar konur gáfu út fyrir nokkrum árum og seldist upp. Það ætla ég að nota í þætt- inum og vera með myndir af fuglunum.“ Meðal þess sem við sögu kemur í væntanlegri dagskrá, að sögn Ástu Krist- rúnar, er Eggjaskúrinn sem stendur bak við Húsið á Eyrarbakka og vitnar um þekkingarleit fróðleiksfúsra manna sem bjuggu í Húsinu á 19. öld. „Þar komu þeir sér upp skráðu eggjasafni með aðstoð fólks um allt land og Náttúrufræðistofn- un fékk síðan það safn að gjöf,“ lýsir hún. Fuglatónleikar voru fastur liður um páskana í Bakkastofu um nokkurra ára bil. „Þá dansaði fólk fugladansinn og það var tekið upp á ýmsu. En eftir að COVID- 19 kom til sögunnar er slíkt ekki í boði. Við hjónin tókum hins vegar tæknina í okkar þjónustu á aðventunni og sendum þá út nokkra Bakkastofuþætti, þetta verður svo sá þriðji frá áramótum. Við hlökkum mikið til,“ segir Ásta Kristrún. Á bak við hana heyrist krunk í hröfn- um og hún viðurkennir að fimm krumm- ar hafi raðað sér á mæninn á Læknishús- inu sem sé næsta hús við Bakkastofu, enda hafi hún fleygt til þeirra hráum kjötbitum daginn áður. Það er greinilega ekki langt í fuglalífið hjá henni á Bakk- anum. gun@frettabladid.is Hef aðaltöffarana með Hjónin Ásta Kristrún og Valgeir Guðjónsson verða með dagskrá í tali og tónum í Bakka­ stofu um páskahelgina. Hún snýst um fugla í ljóðum og söng og er send út rafrænt. Valgeir og Ásta Kristrún hlakka til að miðla söng og fróðleik til fólks í gegnum tölvur um páskahelgina. MYND/AÐSEND Hver veit nema auðnutittlingar komi við sögu í þættinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 3 0 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.