Fréttablaðið - 30.03.2021, Page 42

Fréttablaðið - 30.03.2021, Page 42
Raunveruleikastjarnan og nú tónlistarmaður­inn Bassi Maraj stígur inn í mánudag inn spræk u r ef t ir alla athyglina fyrir færslur hans á Twitter um helgina, þar sem hann svaraði meðal annars Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og óskaði eftir að fá nýja stjórnar­ skrá sem fyrst. Bassi er einlægur og opinn og segist fyrst og fremst hafa verið í galsa og engan viljað særa. Oft er sagt um raunveruleika­ stjörnur að öll athygli sé góð athygli, en Bassi vakti fyrst athygli á lands­ vísu í sjónvarpsþáttunum Æði sem eru sýndir á Stöð 2. Í þeim er sýnt frá daglegu lífi hans og vina hans, þeirra Patricks Jaime og Binna Glee. Þrátt fyrir að beinskeytnin á Twitt­ er fari misvel í fólk, þó oftast vel, hefur Bassi verið að af la sér mjög jákvæðrar athygli síðastliðna viku og það fyrir tónlist. Hann trónir á toppi Spotify­listans hér á landi með lagi sem heitir einfaldlega Bassi Maraj. Ekki bara er lagið gífurlega vinsælt heldur hefur það einnig verið lofað í hástert af hinum ýmsu tónlistarmönnum fyrir gott flæði og frábæran takt út smiðju Arnars Inga Ingasonar, sem einnig er þekktur sem Young Nazareth. Viðtökurnar hefðu í raun varla getað verið betri. Róleg helgi „Ég er mjög slakur eftir helgina, ekk­ ert í gangi. Gerðist ekkert merkilegt, var bara að hafa kósí,“ segir Bassi kíminn. „Þetta var sko bara djók. Það einfaldlega sprakk upp og ég var bara „ókei“. Ég var ekki með neina fylgjendur á Twitter,“ segir Bassi og bætir við hann hafi alls ekki búist við þessum viðbrögðum. „Ég vaknaði morguninn eftir og allir að missa það.“ Er Bjarni Ben nokkuð búinn að hafa samband við þig? „Nei. En ef hann hefði haft sam­ band við mig hefði ég alveg fílað það, því hann er auðvitað algjört æði. Mér finnst hann alveg „hot“,“ segir hann. Bassi segist ekki hafa vitað hver Hannes Hólmsteinn Gissurarson er og því hafi ekki verið um eiginlegt né persónulegt skot á hann að ræða. „Nei, ég veit ekkert hver Hannes er. Þetta Grindr­dæmi var bara úr lausu lofti gripið.“ Semur helst í bílnum Bassi er núna á fullu að vinna að nýrri stuttskífu sem kemur út á næstu misserum. Hann segist eyða miklum tíma í stúdíóinu þessa dag­ ana og það sé nóg að gera. Vinsældir slagarans Bassi Maraj komu honum að óvart en hann samdi textann sjálfur. „Ég er búinn að vera í textasmíði frekar lengi. Þetta er þess kyns rapp að þetta má alveg vera pínu steypa líka. Viðbrögðin hafa verið góð og lagið er núna búið að vera efst á Spotify í heila viku og er það enn. Þetta lag small f ljótt saman, ég fór í raun bara einu sinni í stúdíóið. Mér finnst best að semja tónlist í bílnum, þá er ég oft að „blasta“ tón­ list. Svo kemur oft til mín einhver texti og ég legg bílnum til að skrifa hann niður. Ég er ekkert á 120 kíló­ metra hraða að skrifa niður texta,“ segir hann og hlær. Hann segist ekki einskorða sig við rapptónlistina og geta séð fyrir sér að gera tónlist úr mörgum ólíkum tónlistastefnum og ­stílum. „Mér finnst samt rappið skemmti­ legast, mér finnst æði að rappa.“ Hann ætlar að bíða með að gefa út f leiri slagara þar til að ástandið er búið að skána hvað COVID varðar. „Ég var búinn að bóka mig á nokkra staði, eiginlega út um allt. Svo þegar ég var að fara að byrja, þá hófst önnur bylgja af COVID.“ Skrýtið að venjast frægðinni Sýningar á nýjustu seríu Æði kláruðust fyrir tæpum mánuði. Bassi viðurkennir að það hafi verið furðulegt að venjast frægðinni sem fylgdi þátttöku hans í þáttunum til að byrja með. „Þetta hefur verið alveg ótrúlega skrýtið. Ég fór til dæmis á Subway í gær og sá bara stuttu síðar tvít: „Var að afgreiða Bassa Maraj á Subway.“ Ég var bara „whaat!“. Þetta kemur mér alltaf jafn mikið á óvart. Ég er enn þá að gera allt eins og ég gerði áður en þættirnir byrjuðu. En núna veit fólk bara hver ég er,“ segir hann. Bassi þvertekur fyrir það að hann sé að leika einhvern karakter í þátt­ unum. „Þegar fólk hittir mig segir það oft „Hey, þú ert bara svona.“ Hann er ekki með nein ákveð­ in plön um hver næstu skref hjá honum séu, nema að vera alltaf með ferskar og nýjar hugmyndir. „Ég vil fyrst og fremst vera að gera hluti sem fólk á ekki von á að ég geri. Halda fólki á tánum, aldrei gefa út svipuð lög. Alltaf eitthvað nýtt,“ segir hann. Engin fylling í rassinn Bassi hefur verið ófeiminn við að tala um lýtaaðgerðir sem hann hefur farið í. Hann lét fylla í var­ irnar fyrst fyrir tveimur árum og gerir enn reglulega. „Mér finnst allt í lagi að fólk lagi það sem það er óöruggt með. Ég fer alltaf til Evu Lísu hjá The Ward. Svo er á planinu að láta gera eitthvað meira.“ Hvað væri það mögulega, fyll- ingar í rassinn? „Nei, kast. Ég ætla ekki að vera með „fat ass“. Mig langar aðeins að breyta andlitinu. Ég er alveg með stóran rass og ég er sko ekkert hræddur við að segja frá því.“ Lagið Bassi Maraj er hægt að nálgast á öllum helstu streymis­ veitum. steingerdur@frettabladid.is Fyrsta lag Bassa hefur svo sannarlega slegið í gegn á Spotify. Það trónir nú í efsta sæti á Íslandi. MYND/AÐSEND Bassi Maraj vill halda fólki á tánum Bassi Maraj er óhræddur við að prufa nýja hluti og trónir fyrsta lag hans á toppi Spotify á Íslandi. Hann átti við- burðaríka helgi þar sem tíst hans vöktu athygli. Hann segist hafa gert þau í algjörum galsa og engan viljað særa. Bassi segist allt- af ætla að halda sé ferskum og fólki á tánum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Bassi sló í gegn í sjónvarpsþáttun- um Æði, með vinum sínum Patrick Jaime og Binna Glee. MYND/STÖÐ 2 ÞETTA HEFUR VERIÐ ALVEG ÓTRÚLEGA SKRÝTIÐ. ÉG FÓR TIL DÆMIS Á SUBWAY Í GÆR OG SÁ BARA STUTTU SÍÐAR TVÍT „VAR AÐ AFGREIÐA BASSA MARAJ Á SUBWAY“. ÞETTA KEMUR MÉR ALLTAF JAFN MIKIÐ AÐ ÓVART. 3 0 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.