Fréttablaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 8
DÓMSMÁL Michael Machat, lögmað- ur Jóhanns Helgasonar, hefur nú lagt fram greinargerð í áfrýjunarmáli Jóhanns í lagastuldarmálinu vegna Söknuðar. Eins og kunnugt er telur Jóhann að lagið You Raise Me Up, sem varð heimsfrægt í flutningi Josh Groban, sé eftiröpun á laginu Söknuði sem Jóhann samdi við texta söngvarans Vilhjálms Vilhjálmssonar. Máli sem Jóhann höfðaði fyrir dómstóli í Los Angeles var vísað frá í fyrra án efnislegrar niðurstöðu þar sem dómarinn taldi of mikla ágalla á greinargerð tónlistarfræðings sem vann fyrir Jóhann að málinu. Þeirri niðurstöðu vísaði Jóhann til áfrýj- unardómstóls þar ytra. Sú leið sem áfrýjunardómstóllinn valdi fyrir meðferð máls Jóhann var sú síðri af tveimur mögulegum frá hans sjónarmiði. Hún felur í sér að málið er ekki rekið efnislega fyrir dómstólnum heldur þarf lögmaður Jóhanns að sýna fram á að dómari á fyrra dómstiginu hafi farið út fyrir heimildir sínar og þannig í raun brotið á rétti Jóhanns til að bera málið undir kviðdóm sem gæti metið líkindi laganna tveggja. Andstæðingar Jóhanns í málinu, sem eru meðal annarra tónlistar- risarnir Warner og Universal, höfðu krafist þess að hann greiddi þeim 323 þúsund Bandaríkjadali, jafn- virði ríf lega 41 milljónar króna á gengi dagsins, í málskostnað eftir að málinu var vísað frá en dómari hafn- aði þeirri kröfu. Þeirri niðurstöðu var sömuleiðis vísað til áfrýjunar- dómstólsins og er það mál nú rekið aðskilið en þó samhliða áfrýjun Jóhanns. „Áfrýjunardómstóll ákveður hvort mál sé tekið til málamiðlunar og það gerðist í Söknuðarmálinu. Þetta hefur tekið marga mánuði,“ segir Jóhann. Ástæða þess að sér- stakur málamiðlari var fenginn til að reyna að sætta aðila var sú að metið var sem svo að hvorugum þeirra yrði ágengt með áfrýjun sína. „Lögmenn, fyrir hönd Universal Music, Warner og Peermusic, fóru fram á og héldu sig við algjörlega óásættanlegar kröfur sem grunn að samkomulagi. Slíkt samkomu- lag kom því aldrei til greina,“ lýsir Jóhann atburðarásinni sem farið hefur fram bak við tjöldin frá því í fyrra. „Ein krafan fólst meðal annars í því að ég kæmi aldrei til með að tjá mig framar um málið og að aldrei framar yrði hægt að taka málið upp aftur nokkurs staðar í heiminum,“ lýsir Jóhann áfram. Þessum umleit- unum áfrýjunardómstólsins hafi ekki lokið fyrr en nú í mars. Málið sé því komið í hefðbundið áfrýjunar- ferli. Lögmaður Jóhanns skilaði inn greinargerð á miðvikudag varðandi frávísunarmálið og hafa lögmenn mótaðila hans frest til 7. maí til að koma með andsvör og sín sjónarmið í málinu. „Það er ljóst að mati lögmanns míns að dómari hafi farið út fyrir heimildir sínar við ákvörðunartöku um samþykki frávísunarkröfunnar og að dómarinn hafi ekki tekið tillit til framlagðra gagna og málsástæðna í málinu, ekki ósvipað því að veður- fræðingur liti til veðurs gegnum rör,“ segir Jóhann um meginstefið í greinargerð lögmanns hans. Kostnaðurinn heldur áfram að hlaðast upp í málinu. Auk þeirra útgjalda sem Jóhann hefur og mun þurfa að standa straum af vofir enn yfir fyrrnefnd 323 þúsund dollara málskostnaðarkrafa frá tónlistar- risunum. Búast má við að sú krafa hafi nú hlaðið utan á sig. „Það er ekki óvarlegt að ætla að málskostnaðarkrafa Universal Music og félaga, sem dómari hafnaði í fyrra, sé farin að nálgast 600 þús- und dollara,“ segir Jóhann. Löngu sé ljóst að mótaðilar hans svífist einskis til að knésetja hann. „Það hefur verið látið í veðri vaka að þeir komi til með að elta mig á enda veraldar vegna málskostnað- arins hafi þeir betur,“ segir Jóhann. Einn af fjölmörgum öngum máls- ins er ensk útgáfa sem Jóhann gerði af Söknuði og sett var á vefinn, ekki síst til að varpa ljósi á líkindi Söknuðar og You Raise Me Up. Heitir lagið In To The Light í ensku útgáfunni. „Enska útgáfan af Söknuði virðist fara mjög í taugarnar á Universal og jafnvel gæti farið svo að þeir reyndu að gera eitthvert mál úr því,“ segir Jóhann. Á hann þar við að tónlistar- fyrirtækin hafi gefið í skyn að þau kynnu hugsanlega að stefna Jóhanni fyrir In To The Light þar sem lagið sé of líkt You Raise Me Up – jafnvel þótt lagið sé í raun lagið Söknuður sem lögmenn þeirra hafa haldið fram fyrir dómi að sé ekki líkt You Raise Me Up. Reiknað er með að áfrýjunardóm- stóllinn geti komist að niðurstöðu í málinu seint á þessu ári. gar@frettabladid.is Jóhann kann að verða eltur á enda veraldar Tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason segir lögmenn tónlistarfyrirtækjanna í lagastuldarmálinu um Söknuð hafa krafist þess að hann myndi aldrei framar tjá sig um málið og að það yrði aldrei tekið upp síðar fyrir öðrum dómstóli. Jóhann segir dómara sem vísaði málinu frá eins og veðurfræðing sem horfi í gegn um rör. Ekki var tekið tillit til framlagðra gagna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SAMFÉLAG „Hefur það því miður allt of oft gerst að rútan gleymir börnunum, þau þurft að bíða úti í lengri tíma og mörg misst af íþrótta- og tómstundaæfingum af þessum sökum,“ segir í bréfi stjórnar for- eldrafélags Helgafellsskóla til Mos- fellsbæjar þar sem lýst er yfir áhyggj- um af því að áætlað íþróttahús við skólann sé ekki á fjárhagsáætlun næstu ára. Foreldrafélagið telur að það skapist meira öryggi fyrir börnin ef rútuferðum fækki enda geti þær verið íþyngjandi. Þá þyki það skjóta skökku við að verið sé að aka börn- unum fram og til baka þegar staða loftslagsmála sé eins og hún sé. Frá upphafi skólans hafa börn í 1. til 4. bekk verið í útikennslu í íþrótt- um sem félagið hrósar sem frábærri skammtímalausn. „En að þessir krakkar fái ekki að njóta aðgengis að íþróttahúsi næstu ár finnst okkur alveg fráleitt.“ Börn í 5. til 10. bekk eru sögð gjalda hressilega fyrir það með því að vera talsvert lengur í skólanum. „Við höfum verið þolinmóð og sýnt þessu skilning, en að þetta verði fyrirkomulagið til lengri tíma finnst okkur ekki boðlegt. Það er lýðheilsu- mál að börnin okkar fái að setjast niður og borða í ró og næði,“ segir í bréfinu en eini lausi tíminn fyrir börnin er í hádeginu. „Þetta hefur áhrif á þessa krakka þar sem mörg þeirra ná varla að borða hádegis- mat eða þurfa að henda honum í sig á handahlaupum til þess að ná í íþróttatímann sinn.“ Er því skorað á bæjaryfirvöld að endurskoða þá ákvörðun að slá eigi á frest að hefja framkvæmdir að íþróttahúsi við Helgafellsskóla. – bb Gleymd börn að missa af íþróttatímum Enska útgáfan af Söknuði virðist fara mjög í taugarnar á Universal og jafnvel gæti farið svo að þeir reyndu að gera eitthvert mál úr því. Jóhann Helgason tónlistarmaður 1 0 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR! Nánar á fjallkona.is BRJÁLÆÐISLEGA GÓÐUR BRUNCH LAUGARDAGA & SUNNUDAGA 11.30-14.30 NÝR OG SPENNANDI SEÐILL!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.