Alþýðublaðið - 12.01.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.01.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐIÐ hann hló líka framan í Hall Þegar Jerry sá, að hverju Hillur hló brosti hann enn meira. Þarna stóðu þeir nú þrír saman á miðri götunni og hlóu hver upp í ann an án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. „Hann er stór, drengurinn sá arna“, sagði Hallur. „Já, það held eg!" sagði Jerry og setti frá sér pokann. Ef ein- hver varð til þess, að dást að drengnum hans, varð hann fús til þess, að standa eins lengi og verkast vildi. .Strákurinn þinn, ekki svo?“ Jú, víst er svol“ »Hæ, lagsi!" sagði Hallur. „Hs, afturl" sagði stráksi. Strax var auðséð að hann hafði verið í „Bræðslupottinum*. „Hvað heitir þúr“ spurði Hallur. Jerry!“ svaraði hann. „Og hvað heitir þú?“ Hallur kinkaði kolli til föðursins. „Stóri Jerry*. „Eru fleiri samsorta þér heima?“ „Einn enn“, sagði stóri Jerry. „Lilli*. „Hann er ekki eins og eg“, sagði Litli Jerry, „hann er lítill". „Og ert þú stór ?“ sagði Hallur. „Hann getur ekki gengið". „Það getur þú nú ekki heldurl" sagði Haliur hlæjandi og þreif hann á háhest sér. „Þér hentar betur að ríða*. Nú lcastaði Stóri Jerry poka sínum aftur á bak sér og þeir héldu af stað. En í þetta sinn drógst Hallur aftur úr, gekk beinn í baki og spyrnti fast til jarðar. Litli Jerry skyldi skensið, flyssaði og barði fótastokkinn, frá sér numinn. Stóri Jerry leit í kring um sig, skyldi ekki skensið, en skemti sér engu að sfður. Þeir komu til kofans, sem báðir Jerryarnir bygðu, en í honum voru að eins þrjú herbergi. Kona Jerrys kom til dyra. Hún var svarteyg sikileyjar-stúlka, sem virtist ekki eldri en svo, að varla var trúlegt að hún væri móðir eins, hvað þá fleiri barna. Enn þá h!óu þeir, en þegar þeir hættu sagði stóri Jerry: „Kemur þú með inn?“ „Þakka þér fyrir, það geri eg með mestu ánægju", sagði Hallur. H.f. Eimskipafélag íslands. Aðalfundur. Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag íslands verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík, laugardaginn 26. júní 1920 og hefst kl. 1 e. h. Dagskrá: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkværndum á líðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstrar- reikninga til 31. desember 1919 og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum sfjórnarinnar og tillögum til úr- skurðar frá endurskoðendunum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins vara- endurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngu- miðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hlut- hafa á skrifstofu fólagsins í Reykjavík eða öðrum stað, sem auglýstur verður siðar, dagana 22.—24. júní, að báðum dögum meðtöldum. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn hjá hlutafjársöfnurum félagsins um alt land og afgreinslumönnum þess, svo og á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavik. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldrj umboða séu komin félagsstjórninni í hendur til skrásetningar, ef unt er 10 dögum fyrir fundinn. Reykjavík, 5. janúar 1920. Stjórmn. íil söíu fíjá ' , ' .. :V J - éC. é. íDuus. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólctfur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.