Fréttablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 4
99
milljarðar er verðmæti
Síldarvinnslunnar.
300
sinnum er glaðloft skaðlegri
gróðurhúsalofttegund en
koldíoxíð.
4
ár var geimurinn í röngu
ráðuneyti hér á landi.
100
dagar voru í gær frá því
Biden tók við embætti.
70
prósent telja að auðvelt
sé að útvega fíkniefni.
TÖLUR VIKUNNAR 25.04.2021 TIL 01.05.2021
Þrjú í fréttum
Lögfræðingur,
formaður og
fræðaþulur
Linda Fanney
Valgeirsdóttir
lögfræðingur
dró í vikunni lamb
úr kind í sauð-
burði. Þegar Linda
mætti á næturvakt
þessa umræddu
nótt var ein kindin
þegar borin. „Ég færði hana í stíu
og vissi að hún væri að fara að bera
öðru lambi þar sem hún var rauð-
merkt,“ segir Linda. Hún setti því
upp hanskann og sótti lambið inn í
kindina. Síðar kom í ljós að kindin
var þrílemba.
Arndís Björg
Sigurgeirsdóttir
formaður Villikatta
segir að allir geti
keypt hesthús í
hesthúsahverfinu
Hlíðarþúfum
í Hafnarfirði.
Skorað hefur verið á
bæjarfélagið að stöðva
starfsemi Villikatta í einu húsanna.
„Það var einu sinni þannig að
bærinn og hestafélagið þurftu að
samþykkja kaup, en svo var það
tekið út.“ Arndís hafnar því að villi-
kettirnir geti verið ógn við heilsu
og öryggi hesta og hestamanna.
Þórður Tómasson
fræðaþulur að Skógum undir
Eyjafjöllum
varð hundrað ára í
vikunni. „Ég átti
þá hamingju að
alast upp með
gömlu fólki, meðal
annars konu sem
var fædd árið 1860,
Arnlaug Tómasdóttir hét hún. Ég
skrifaði eftir henni heila bók. Á
þeim tíma var fjölbýlt mjög undir
Eyjafjöllum og víða aldrað fólk á
bæjum og það voru allir fúsir til að
svara, þannig safnaðist mér fróð-
leikur,“ segir Þórður.
BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA
BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND,
SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í
BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM.
ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
RAM 3500
BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU
VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK.
9.202.300 KR. M/VSK.
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
VERKALÝÐSMÁL „Það er ótrúlega
margt sem mæðir á félagsfólki Efl-
ingar og flest af því er til háborinnar
skammar fyrir þetta auðuga sam-
félag sem vill kenna sig við velferð,“
segir Sólveig Anna Jónsdóttir, for-
maður Ef lingar, sem eins og aðrir
fagnar degi verkalýðsins í dag.
Spurð hvaða málefni sé henni efst
í huga á 1. maí nefnir Sólveig Anna
að ómissandi starfsfólk í umönn-
unarstörfum, félagsfólk Ef lingar,
mest láglaunakonur, sem hafi unnið
við ótrúlega erfiðar álagsaðstæður
mjög lengi hafi ekki fengið neinar
álagsgreiðslur. „Það virðist ekki vera
einn einasti áhugi á því í þessu kerfi
sem sannarlega er til í að sólunda
peningum í hitt og þetta, að sýna
þeim vináttu og virðingu og borga
þeim álagsgreiðslur fyrir þeirra
ómissandi vinnuafl,“ segir hún.
Þá segir Sólveig Anna Eflingarfólk
undrast að ekki sé vilji til þess hjá
stjórnvöldum að fara í raunveru-
lega atvinnuuppbyggingu, raun-
verulega starfasköpun til þess að
koma til móts við þá sem hafi verið
án atvinnu mjög lengi.
„Þarna væri til dæmis hægt að sjá
fyrir sér, ef vilji hefði verið til þess
hjá stjórnvöldum, að fara í upp-
byggingu á félagslegu húsnæði. Með
því slá tvær flugur í einu höggi, bæði
búa til vinnu fyrir atvinnulaust fólk
og taka á þeim fáránlega raunveru-
leika sem blasir við félagsfólki Efl-
ingar,“ segir formaðurinn.
Sólveig Anna segir að þegar horft
sé á húsnæðismarkaðinn á höfuð-
borgarsvæðinu blasi við að búið sé
að algróðavæða hann og búa til úr
honum skrímsli og leikfang eigna-
fólks. „Það er ekki nema helmingur
félagsfólks Ef lingar sem er í eigin
húsnæði. Það þýðir að fyrir þennan
risastóra hóp af fólki fara því sem
næst allar ráðstöfunartekjur í að
tryggja þau mannréttindi sem
öruggt húsnæði ætti auðvitað að
vera,“ ítrekar hún.
Einnig segir Sólveig Anna að
þegar hún horfi á heilsufar félags-
fólks Eflingar sé það enn ein sönn-
unin á því hvaða status verka- og
láglaunafólk hafi í okkar samfélagi
þrátt fyrir það að vera ómissandi
og hafa knúið hér áfram hagvöxt
síðustu ára.
„Andleg og líkamleg heilsa félags-
fólks er ekki góð og risastór hópur
félagsfólks Eflingar hefur þurft að
neita sér um heilbrigðisþjónustu.
Það er ótrúlegt að horfa á það að 57
prósent kvenna í Eflingu hafa þurft
að neita sér um heilbrigðisþjónustu.
Er þetta staðreynd sem segir okkur
það að hér ríki einhver almenn vel-
sæld eða að hér sé almennt svo vel
komið fyrir vinnandi fólki að það
sé best fyrir það að halda kjafti og
halda sig til hlés? Ég held ekki,“ segir
Sólveig Anna.
Ekki er efnt til stórra samkoma
í dag en skemmtidagskrá á vegum
ASÍ og f leiri verður á RÚV í kvöld.
Sjálf segist Sólveig Anna ætla að
nota daginn til að hugleiða stöðu
vinnandi fólks á Íslandi, líkt og á
hverjum degi.
„Ég ætla að leyfa mér að upplifa
þá reiði sem býr í brjósti mér þegar
ég skoða þær staðreyndir sem ég
hef aðgang að er varða líf, heilsu og
tilveru Eflingarfélagsfólks og fjöl-
skyldna þess,“ heldur Sólveig Anna
áfram.
„Og ég ætla að blása sjálfri mér
baráttuanda í brjóst og lofa sjálfri
mér því, enn eina ferðina, að ég ætla
að gera allt sem í mínu valdi stendur
til þess að breyta þessu ástandi og
til þess að berjast af öllum kröftum
fyrir því að loksins renni upp sú
stund að verka- og láglaunafólk á
Íslandi fái það sem það á sannarlega
inni hjá þessu samfélagi,“ segir for-
maður Eflingar. gar@frettabladid.is
Sólveig hyggst blása sjálfri sér
baráttuanda í brjóst á 1. maí
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir stöðu félagsmanna til háborinnar skammar. Hún sakn-
ar þess að stjórnvöld fari í raunverulega atvinnusköpun. Húsnæðismarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
sé leikfang eignafólks á sama tíma og nær allar ráðstöfunartekjur mjög margra renni í húsnæðiskostnað.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, íhugar stöðu verka- og láglaunafólks á 1. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ég ætla að blása
sjálfri mér baráttu-
anda í brjóst og lofa sjálfri
mér því, enn eina ferðina, að
ég ætla að gera allt sem í
mínu valdi stendur til þess
að breyta þessu ástandi.
Sólveig Anna Jónsdóttir,
formaður Eflingar
1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð