Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 26
Móðirin vill ekki k o m a f r a m undir nafni til að vernda dótt-ur sína sem er á unglingsaldri. Þær mæðgur fóru á sínum tíma með málið fyrir dóm og kom þá í ljós að það var fyrnt en kynferðis- brotamál fyrndust þá á fimm árum, jafn löngum tíma og leið frá því að atburðurinn átti sér stað og dóttir hennar opnaði sig um reynslu sína. Árið 2007 var almennum hegning- arlögum um kynferðisbrot breytt þannig að í mörgum tilfellum fyrn- ast þau ekki. „Ég skil í dag fólk sem treystir sér ekki í þennan slag, er ekki nógu sterkt. Ég tel mér það til tekna að ég er nógu sterk og réttlætiskennd mín nægilega rík til að ég gat bara ekki látið þetta mál fara forgörðum. Barnsins míns vegna. Og allra hinna barnanna. Ég finn þegar ég tala um þetta að ég fyllist orku því mér finnst ég þurfa að passa öll börnin. Það finnst mér ég gera með því að tala um þetta og minna foreldra á að tala við börnin sín og opna eyrun. Þetta gerist alls staðar, það eru engir útvaldir, við erum öll í valinu og það er bara spurning hver verður fyrir valinu,“ útskýrir móðirin, sem vill leggja enn meiri áherslu á forvarn- arstarfið og að fólk þekki táknin og geti lesið í þau. „Maður á ekkert að treysta öllum. Af hverju ætti maður að treysta öllum? Oftar en ekki er þetta innan fjöl- skyldu eða mjög nálægt fjölskyld- unni. Fólkið sem maður vill treysta sem best fyrir börnum sínum,“ útskýrir móðirin. „Þessi aðili sem braut á dóttur minni var mikið inni á heimilinu og umgekkst börnin mín mikið. Var alltaf á varðbergi Hún segir teiknin hafa verið uppi á borðinu en maðurinn hafi notað ósæmilegt orðalag við eldri börn hennar. „Hann hafði þannig gefið í skyn hvernig maður hann var en ég reiknaði það ekki rétt að yngsta barnið væri í hættu. Ég tók hann á teppið og sagði honum að slík framkoma væri ekki í lagi og ekki boðleg. Ég var alltaf á varðbergi en þó greinilega ekki nægilega vökul.“ Sjálf segist hún hafa orðið fyrir kynferðislegu of beldi sem barn, þeirri reynslu sagði hún ekki frá fyrr en þrjátíu árum síðar. Reynslan markaði djúp spor og varð til þess að hún hefur alltaf verið dugleg að ræða við börnin sín um mörk og fræða þau um hvað sé rétt og rangt í þessum efnum. Hennar eigin reynsla varð einnig til þess að hún taldi sig vita hvað hefði gerst, þegar yngsta dóttir hennar fór að sýna af sér óeðlilega hegðun um fimm ára aldur. „Ég var alltaf með þessa umræðu opna á heimilinu. Alla þessa punkta sem voru mjög vakandi í mér. Þrátt fyrir það sagði hún mér ekki frá því hvað hafði komið fyrir hana fyrr en fimm árum síðar. Þegar hún var orðin tíu ára gömul.“ Reiðiköst og óöryggi Aðspurð hvers lags breytingum á hegðun hún hafi tekið eftir hjá fimm ára gamalli dóttur sinni svarar hún: „Hún sýndi hegðun sem ég tengdi sjálf við og var ekki hægt að tengja við neitt annað en að eitthvað hefði komið fyrir. En ég fékk ekkert upp úr henni, alveg sama hvaða leið ég reyndi að fara, hún var þögul sem gröfin.“ Móðirin tengdi við reiði- köst, óánægju og óöryggi, í ljósi eigin reynslu af kynferðis ofbeldi. „Eitt sinn þegar við vorum búnar að vera einar lengi og njóta okkar tíma, án truf lana, þá gerðist það að dóttir mín opnaði sig og það var eins og f lóðgáttir hefðu opnast og fyrirstaðan var engin. Fyrir guðs mildi brást ég rétt við. Ég hlustaði á hana og sagði henni að ég heyrði hvað hún væri að segja, leyfði henni bara að tala. Ég sagðist trúa henni og passaði mig á að útskýra ekki né tala heldur leyfði henni bara að fá sinn tíma. Eða í raun þurfti ég ekki að passa mig, heldur varð vanmátturinn algjör og ég dvaldi í honum lengi vel.“ Þarf að sættast við sjálfa mig Hún segir það hafa verið magnað að sjá hvaða áhrif það hafi haft á barnið að segja frá. „Umbreytingin á einu barni á svo stuttum tíma var með ólíkindum að horfa á,“ segir hún og ræður ekki við tárin. „Það er oft talað um að létta fargi af fólki. Það hreinlega holdgerðist. Síðan þá hefur þetta barn verið allt annað barn. Þarna byrjaði breytingin sem hefur svo stöðugt haldið áfram. Hún hefur blómstrað.“ Hún segist strax hafa gert dóttur- inni grein fyrir því að hún vildi Maður á ekkert að treysta öllum Móðir þolanda í kynferðisbrotamáli segist hafa lamast þegar hún heyrði að nákominn einstaklingur hefði brotið á dóttur hennar. Hún þakkar síendurteknu samtali þeirra á milli að barnið hafi þó sagt frá og vill efla forvarnir. Móðirin kannaðist við hegðunarbreytingar sem urðu á dóttur hennar enda hafði hún sjálf orðið fyrir kynferðisofbeldi sem barn. Hún vill að við lærum að þekkja þau merki. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Staldraðu við Barnaheill standa fyrir lands- söfnun sem lýkur á mánudag. Söfnunin í ár ber heitið ,,Staldraðu við. Með þinni hjálp getum við verndað börn” og rennur allur ágóði af sölunni í forvarnar- fræðslu Verndara barna. Barnaheill hvetja einstaklinga og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það er hægt að gera með því að staldra aðeins við og athuga hvar hægt er að sækja sér þekkingu og komast að því hvaða bjargir eru til staðar til að vernda börn. Í sameiningu getum við stuðlað að góðri fé- lagslegri og tilfinningalegri líðan barna og komið í veg fyrir ofbeldi innan fjölskyldna og samfélagsins alls. Verndarar barna Verkefnið Verndarar barna var fyrst sett á laggirnar árið 2006 á vegum samtakanna Blátt áfram sem voru stofnuð árið 2004. Í byrjun mars árið 2019 tóku stjórnir Barnaheilla og Blátt áfram þá ákvörðun að sameina krafta sína undir nafni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Boðið er upp á fjölda nám- skeiða og fyrirlestra í forvörnum gegn kynferðisofbeldi. Fyrir foreldra, fólk sem vinnur með börnum og fyrir börn á aldrinum 13-16 ára. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is FLEST BÖRN SEM ORÐIÐ HAFA FYRIR KYNFERÐISOFBELDI KÆRA ALDREI OFBELDIÐ. 17 - 36% BARNA Á ÍSLANDI ERU TALIN VERA BEITT KYNFERÐIS- OFBELDI EÐA ÁREITNI FYRIR 18 ÁRA ALDUR. VERÐUR FYRIR KYNFERÐIS- LEGRI ÁREITNI EÐA OFBELDI Á ÍSLANDI FYRIR 18 ÁRA ALDUR. 1 5 STRÁKUM 1 3 STÚLKUM AF HVERJUM AF HVERJUM VERÐUR FYRIR KYNFERÐIS- LEGRI ÁREITNI EÐA OFBELDI Á ÍSLANDI FYRIR 18 ÁRA ALDUR. ↣ 1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.