Fréttablaðið - 01.05.2021, Síða 28

Fréttablaðið - 01.05.2021, Síða 28
FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við: Jóhann Waage Markaðsfulltúi Fréttablaðsins johannwaage@frettabladid.is eða 550-5656 FERÐALÖG INNANLANDS Föstud ginn 7. maí gefur Fréttablaðið út stórt og flott Ferðaþema. Nú er það undir okkur komið að halda hjólum ferðaþjónustunnar gangandi og vera dugleg að ferðast innanlands í sumar og væntanlega fram á haust. Og þá er það ferðaþjónustunnar að vera dugleg að auglýsa hvað er í boði fyrir hinn almenna ferðamann, tilboð á gistingu, afþreyingu og veitingum. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna da blaði landsins. Foreldrar sem fá stuðning betur settir Sigríður Björnsdóttir, verkefna- stjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum, segir þá foreldra sem fái stuðning betur setta til að hlúa að börnum sínum. „Við bjóðum upp á fræðslu- kvöld undir leiðsögn fagaðila sem er ætlað að efla foreldra til að takast á við það að eiga barn sem hefur verið beitt kynferðis- ofbeldi. Með verkefninu vilja Barnaheill mæta þörf og einnig vinna að forvörnum gegn of- beldi á börnum. Foreldrar sem fá stuðning eru betur settir til að hlúa að börnum sínum.“ Hún segir að ef um kærumál sé að ræða sé málum vísað í farveg hjá lögreglu og barnavernd. „Þar eru sérfræðingar sem aðstoða börn við að vinna úr slíkum málum og er foreldrum vísað á þá aðila sem vinna með börnum.“ Sigríður segir aðsóknina á námskeiðin hafa verið góða og að stofnanir og skólar séu að auka við fræðslu gegn kynferðisof- beldi á börnum. „Starfsfólk er tilbúið að læra að þekkja merki sem vekja grun um slíkt ofbeldi til að hjálpa börnum. Við vitum að það geta verið þung skref að horfast í augu við staðreyndir um að börn séu beitt kynferðisofbeldi og að fólk hafi oft ekki forsendur til þess að bregðast rétt við. Námskeiðið felst aðallega í að hafa áhrif á hugarfar og viðmið og finna leiðir til að fyrirbyggja ofbeldið svo börn lendi síður í því. Við verðum að gera allt sem við getum til að fækka slíkum brotum. Við viljum gjarnan fá fleiri foreldra og erum því að bjóða í maí upp á ókeypis net- námskeið svo að hver sem er getur haft samband og setið námskeið.“ Sigríður Björnsdóttir, verkefna- stjóri Barnaheilla. MYND/AÐSEND að gerandinn svaraði fyrir sakir sínar. Hún myndi þó ekkert aðhaf- ast án hennar samþykkis. „Hún samþykkti það og bað mig líka að tala við föður sinn, hún treysti sér ekki í það,“ útskýrir móð- irin. „Þetta er of boðslegt högg og þegar ég horfi til baka sé ég að þetta var enn stærra áfall en ég gerði mér grein fyrir þá. Getur maður ein- hvern tíma verið tilbúinn að taka á móti svona upplýsingum? Ég held ekki. En ég þarf að takast á við þetta með barninu mínu og hjálpa því í gegnum ferlið. Ég þarf líka að sætt- ast við sjálfa mig, því það var ég sem klikkaði. Af hverju kom ég ekki í veg fyrir þetta og af hverju þetta og hitt? Slíkar spurningar koma sífellt upp og jafnvel enn meira hjá mér sem vissi hverjar af leiðingar slíks of beldis eru. Ég hreinlega lamaðist. Eftir að daglegt líf tók við eftir okkar sæludaga sem breyttust á síðustu metrunum í martröð tók það mig viku að manna mig upp í að eiga samtalið við pabba hennar. Ég kom mér ekki af stað í neitt og gat ekki einu sinni orðað þetta við nánustu vinkonur mínar í mjög langan tíma, mánuðir liðu.“ Kynfræðsla hluti uppeldisins Hún segir mikilvægt að foreldrar fræði börn sín um eðlileg mörk í kynlífi. „Sú fræðsla verður að byrja nokkuð snemma, allavega um það leyti sem kynþroskinn fer af stað. Kynfræðsla hefur alltaf farið fram á mínu heimili og það þarf að taka hana þar. Það er partur af uppeld- inu.“ Aðspurð hvers vegna hún sjálf hafi beðið í þrjá áratugi með að segja frá sinni reynslu svarar hún: „Ég fékk alltaf á tilfinninguna að það þýddi ekkert að segja því eng- inn myndi trúa mér. Dóttir mín vissi aftur á móti að hún gæti sagt mömmu sinni og að hún myndi trúa henni. Allt hefur þetta áhrif og því opnari sem þessi umræða er, því meiri líkur eru á að gerendur þori ekki að fara af stað. Það er svo mikilvægt að innræta börnunum að það sé hægt að koma til mömmu og pabba og segja þeim, hversu erfitt sem það er,“ segir hún og leggur áherslu á að hefja þessa umræðu um leið og hægt er. Byrja strax. „Ég spyr, hversu mörg fórnar- lömb meðal barna fá aldrei hjálp? Börn eru alls ekki í stakk búin til að greina frá kynferðisof beldi því þau vita ekki hvernig þau eiga að biðja um hjálp og jafnvel vita ekki að þau geta beðið um hana. „Ég þakka því að ég hafði alltaf talað opinskátt um þetta, að þetta varð ekki lengra ferli, ekki hálf ævin eins og hjá mér sjálfri. Hugsaðu þér að ég hefði aldrei talað um þetta? Þá hefði hún kannski aldrei sagt frá þessu. Það er svo gríðarlega mikilvægt fyrir foreldra og forráðamenn barna að læra að þekkja merki um kynferðisof beldi og kunna að bregðast við þeim á viðeigandi og réttan hátt, geta rætt málefnið þannig að börnin fyllist trausti til foreldra ef eitthvað bjátar á þannig að þau geti sagt frá. Best af öllu er þó í öllum tilfellum að fyrir- byggja kynferðisof beldi.“ Nýta sára reynslu til góðs Móðirin segist hafa leitað faglegrar aðstoðar fyrir þær báðar. „Þetta verður svo stórt og fyrirferðarmikið í manni að maður hvorki heyrir né sér. Ég fór á námskeiðið Verndarar barna hjá Barnaheillum en ég brenn fyrir þessu málefni.“ Námskeiðið er fræðsla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðisof beldi á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öf luga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðisof beldi af festu og ábyrgð. „Svo var ég að klára leiðbeinendanámskeið hjá þeim. Þetta er eitthvað sem ég get lagt til samfélagsins.“ Nokkur ár eru liðin frá því að málaferlum lauk og viðurkennir móðirin að það hafi reynt á dóttur- ina að komast að því að málið væri fyrnt, henni hafi sárnað að fara í gegnum allt ferlið til þess eins að komast að þeirri niðurstöðu. Hún sé þó á góðum stað í dag og hafi unnið vel úr erfiðri reynslu með góðri hjálp. „Við eigum þessa umræðu eins oft og hún hefur þörf fyrir. Ég ýti ekki á það. Hún á fjölskyldu sem hefur stutt hana í gegnum þetta ferli. Hún hefur komið vel út úr þessu og er að eflast og þroskast. Hún losnar aldrei við lífsreynsluna en er von- andi að ná að nýta sér hana til góðs. Það er mikið gleðiefni að hún ætlar ekki að festast í fortíðinni heldur nýta reynsluna áfram,“ segir hún að lokum. Móðirin vildi segja sögu þeirra mæðgna til að vekja foreldra til umhugsunar, hún segist ekki geta annað en haldið áfram baráttunni fyrir börnin sín og önnur börn, eða eins og hún segir: „Ljónynjan fæðist um leið og fyrsta barnið kemur í heiminn.“ Móðirin segist hafa þurft að sættast við sjálfa sig og þá staðreynd að hún hafi ekki komið í veg fyrir að dóttir hennar yrði fyrir ofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ÉG SKIL Í DAG FÓLK SEM TREYSTIR SÉR EKKI Í ÞENNAN SLAG, ER EKKI NÓGU STERKT. ↣ 1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.