Fréttablaðið - 01.05.2021, Page 72

Fréttablaðið - 01.05.2021, Page 72
Listaverkið Nýr og kraftmikill eldgígur opnaðist á Reykjanesi í vikunni. Svona sér Gabriele Maja Kaubryte hann fyrir sér í huganum. Óskar Guðmundur sjö ára og Eva Þórkatla fimm ára eru systkini og segjast stundum vera góðir vinir. Hvernig leikið þið ykkur helst saman? Við förum í löggu og bófa. Þá er ég löggan og Óskar bófinn, segir Eva Þórkatla. Kunnið þið einhver spil? Ég kann alveg fullt af spilum, segir Óskar Guðmundur. Ég spila Five Crowns en við Eva spilum slönguspilið saman. Hver er besti maturinn? Kókó- puffs, svarar Óskar Guðmundur strax. Ekki kvöldmaturinn, segir Eva Þórkatla, heldur pitsa. Namm- pitsa, segir Óskar Guðmundur. Haldið þið upp á einhver dýr? Gíraffi er uppáhaldsdýrið mitt, segir Eva Þórkatla. Gíraffi er með svo langa tungu sem er bleik á lit- inn. Bleikur er uppáhaldsliturinn minn. Blettatígur er mitt uppá- haldsdýr, segir Óskar Guðmundur. Því hann hleypur hraðast í öllum heiminum. Síðan þekkjum við tvo hunda og tvær kisur, bætir hann við. Bódí og Brim heita hundarnir. Já og Rjómi og Púki eru kisurnar, segir Eva Þórkatla. Rjómi hvæsir stundum því hann vill ekki að fólk komi of nálægt sér. Farið þið oft í ferðalög? Já, við förum til Spánar, segir Óskar Guð- mundur. Og til Svíþjóðar að hitta Gunnþóru Rós frænku okkar, segir Eva Þórkatla. Hún er sko best, bætir hún við og brosir. Ferðist þið líka um á Íslandi? Já, til Ísafjarðar að hitta Bódí, segir Óskar Guðmundur. Beta vinkona mín býr á Ísafirði og Hulda líka. Síðan förum við líka í afasveit, segir Eva Þórkatla. Já, við þurfum að fara í bát þangað eða labba mjög langt, segir Óskar Guðmundur. Hvað er hægt að gera í afasveit? Leika í fjörunni og róla og ekki hægt að horfa á sjónvarpið, segir Óskar Guðmundur. Hafið þið pælt í hvað ykkur langar að verða þegar þið verðið stór? Ég ætla að vera flugkona, segir Eva Þór- katla. Síðan fara í háskólann og læra dans. Ég ætla að vera fótboltamaður og búa í Manchester, segir Óskar Guðmundur. Við förum líka í afasveit Systkinin Eva Þórkatla og Óskar Guðmundur Jónasarbörn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐ FÖRUM Í LÖGGU OG BÓFA. ÞÁ ER ÉG LÖGGAN OG ÓSKAR BÓFINN. Eva Þórkatla Konráð á ferð og ugi og félagar 452 „Jæja þá, tvær nýjar sudoku gátur,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku gátur að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa þær,“ bætti hún við. „Allt í lagi,“ sagði Konráð. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við þær báðar og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði Kata montin. „Við getum byrjað á þessari léttari,“ sagði Lísaloppa. „Þeirri léttari fyrst?“ sagði Kata hneyksluð. „Ekki ég, ég byrja á þeirri erˆðari fyrst,“ sagði hún og glotti. „Ég yrði Šjótari en þið bæði til samans þótt þær væru báðar þungar.“ Kata var orðin ansi klár. En skyldi hún vera svona klár? Heldur þú að þú g etir ley st þessar sudoku gátur h raðar e n Kata? ? ? ? 1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.