Fréttablaðið - 07.05.2021, Side 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Samt ráfar
fólk enn um
ganga
stórverslana
með grímu,
langt frá
næsta
manni, af
því að
reglurnar
segja það.
Við höfum
okkar skýru
hugsjónir og
stefnu.
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Landsfundur Vinstri grænna hefst í dag og það er óhætt að segja að bjart sé yfir þeim fundi. Hreyfingin hefur leitt ríkisstjórn á einhverj
um mestu umbrotatímum í sögu okkar og farist
svo vel úr hendi að eftir er tekið. Fjöldi fólks vill
verða fulltrúi hreyfingarinnar á Alþingi og gefur
kost á sér í forvölum og nýir félagar hópast að.
Skyldi engan undra. Undir forystu okkar höfum
við komið á umbótamálum. Þriggja þrepa skatt
kerfi sem léttir undir með þeim lægst launuðu og
stuðlar betur að jöfnuði fest í sessi. Aðkoma ríkis
ins að lífskjarasamningunum tryggð. Uppbygging
heilsugæslunnar og samþykkt geðheilbrigðis
áætlun. Mikilvæg náttúrusvæði friðlýst og stór
skref stigin í að draga úr losun. Fjölmörg þjóðþrifa
mál hafa raungerst á þessu kjörtímabili.
Þá hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð
sýnt hve vel hún er fallin til að leiða ríkisstjórn.
Við erum tilbúin til þess að gera það áfram. Við
höfum okkar skýru hugsjónir og stefnu, erum ekki
í vandræðum með eigin sjálfsmynd, getum því
full sjálfstrausts komið inn í samstarf með öðrum
flokkum á okkar eigin forsendum. Sýnum ábyrgð
þegar kemur að því að leiða mál til lykta.
Ég fór fyrst á landsfund hjá VG í árdaga hreyf
ingarinnar, gekk í hana strax í upphafi. Þá ein
kenndi spenningur og nýjabrum okkur öll; við
vorum laus undan eilífu þvargi um leiðir og form,
gátum farið að ræða markmið og stefnu. Ég skynja
sama spenning núna og að einhverju leyti sama
nýjabrum. Við eigum forsætisráðherra sem er lang
öflugasti stjórnmálamaður landsins og meirihluti
landsmanna er sammála okkur um að eigi að vera
forsætisráðherra áfram.
Ég hlakka til landsfundarins. Sjálfur hef ég, sem
annar hópstjóra, unnið að stefnu um loftslagsmál
og náttúru. Mest hlakka ég samt til að hlusta á
félagana. Stjórnmálaf lokkar eru nefnilega sam
félög þar sem hver rödd skiptir máli. Alþingis
menn hafa það þjónandi hlutverk að hlýða á þær
raddir.
Við erum tilbúin
Kolbeinn
Óttarsson
Proppé
þingmaður
Vinstri grænna
Opinberun Hannesar
Allt sæmilega vel lesið og upp-
lýst fólk veit að talan 42 geymir
svarið við hinni endanlegu
spurningu um lífið, alheiminn
og allt. Þetta er þó afstætt eins
og kristallaðist í því hvernig
andstæðuparið frjálshyggju-
prófessorinn Hannes Hólm-
steinn Gissurarson og sósíal-
istinn Gunnar Smári Egilsson
minntust þess á Facebook að á
þriðjudaginn voru liðin 42 ár
síðan Margrét Thatcher varð
forsætisráðherra Bretlands. „Þá
urðu tímamót. Bretland reis úr
dái. Hér er hún 1993 með Davíð
Oddssyni, sem gerði svipaða
byltingu á Íslandi og hún í Bret-
landi,“ skrifaði Hannes.
Sósíalískur draugabani
Hjá Gunnari Smára kvað við
allt annan tón en í annálum
hans byrjaði Thatcher eftir
þann 4. maí 1979 að „innleiða
þar lausnir nýfrjálshyggjunnar;
brjóta niður samtök almenn-
ings, einkavæða og útvista
opinberri þjónustu, selja
almannaeigur, lækka skatta á
hin ríku, skera niður velferðar-
kerfið, auka álögur á vinnandi
fólk, lækka örorku-, elli- og
barnabætur og brjóta sam-
félagið niður með öðrum hætti.“
Þá bætir Smári við að þótt
hugmyndastefna Margrétar sé
„komin á ruslahaug sögunnar“
þá velli hún áfram á Íslandi eins
og afturgenginn draugur, sálar-
laus og grimmur.“
toti@frettabladid.is
Í upphafi heimsfaraldurs virtist skynsemi og meðalhóf ætla að ráða för hér á landi. Síðan þá hefur sú fornkveðna regla hins vegar orðið æ meira ríkjandi, að erfiðara virðist fyrir stjórnlynd stjórnvöld – ekki bara á Íslandi heldur í
f lestum öðrum ríkjum heims – að fara til baka þegar
höft hafa einu sinni verið sett á. Framan af, þegar
stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld lögðu á það áherslu
að frelsisskerðandi takmarkanir ættu ekki að vera
meiri en ástæða væri til hverju sinni, var ekki talin
ástæða til að fylgja ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðis
málastofnunarinnar um grímunotkun í fjölmenni og
fullyrt að þær virkuðu ekki. Síðar breyttist sú afstaða,
meðal annars að sögn vegna vísbendinga um að helsta
smitleið veirunnar væri loftsmit fremur en snerting.
Þegar leið á faraldurinn fóru stjórnvöld því að fikra
sig að frekari grímunotkun. Fyrst þar sem ekki væri
hægt að halda fjarlægð, en þegar smit voru í hámarki
í svonefndri þriðju bylgju síðastliðið haust – sem var
auðvitað í raun önnur bylgjan – var sett á almenn og
íþyngjandi regla um grímunotkun sem enn í dag hefur
haldist óbreytt. Sú ákvörðun að grípa til víðtækrar
grímuskyldu kom líklega ekki síst til vegna þrýstings
og ótta, fremur en endilega af vísindalegum ástæðum.
Eflaust trúa því fáir í dag að notkun andlitsgríma, óháð
því hvort hægt sé að tryggja tveggja metra fjarlægð milli
fólks, breyti nokkru um útbreiðslu faraldursins hér á
landi. Í stað þess að vera þýðingarmikil sóttvarnaráð
stöfun er hún frekar orðin að einhvers konar táknmynd
þess að fólk skuli á þessum leiðinlegu tímum hlýða
gagnrýnislaust eins og hundar – og grímunotkun sé því
áminning um hvernig við eigum að haga okkur við hin
ýmsu tækifæri. Það er staða sem má ekki festast í sessi.
Í lok síðasta mánaðar kynntu stjórnvöld aflétting
aráætlun, vörðurnar fjórar, sem tengja afléttingu tak
markana innanlands við markmið um bólusetningu.
Það var stórt skref og sendir þau mikilvægu skilaboð
að eðlilegt líf sé handan við hornið. Þannig er meðal
annars áætlað að þegar helmingur þjóðarinnar hefur
fengið fyrri sprautuna, í lok maí, megi allt að þúsund
manns koma saman og nálægðarregla verði færð niður
í einn metra. Í seinni hluta júní, þegar 75 prósent hafa
fengið bólusetningu, standi síðan til að afnema allar
takmarkanir. Það sem sætir hins vegar furðu er að
sóttvarnalæknir, sem heilt yfir hefur staðið vel í erfiðu
hlutverki, segir að engar áætlanir séu á sama tíma til
staðar um afléttingu grímuskyldunnar.
Nú er faraldurinn ekki aðeins í rénun heldur er búið
að bólusetja bókstaflega alla þá sem eru í áhættuhópi,
og mun fleiri til. Samt ráfar fólk enn um ganga stór
verslana með grímu, langt frá næsta manni, af því að
reglurnar segja það, en ekki af því að það þjóni neinum
raunverulegum tilgangi. Það er eins og gleymst hafi að
fella niður þessi höft, því aðstæður eru allt, allt aðrar
en þegar þau voru sett á. Nú skín sólin, landið er tekið
að rísa og stjórnvöld hafa lofað verulegum tilslökun
um innanlands. Væri ekki eðlilegt, og ekki síst tákn
rænt, að fella niður grímuskyldu í næstu afléttingum,
sem skammt eru undan, og sýna það í orði og á borði
að samstaða þjóðarinnar hefur skilað árangri og að nú
sé það versta yfirstaðið – og vel það?
Fellum grímuna
7 . M A Í 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN